Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 33-33 | Sigtryggur vann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2021 21:15 Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði markið sem tryggði ÍBV sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla. vísir/elín björg ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir 33-33 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld. Fyrri leikurinn í Eyjum endaði einnig með jafntefli, 31-31, en ÍBV fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Þetta var alvöru úrslitakeppnisleikur. Mikil og góð stemmning, hátt spennustig, harka og stórkostlegur handbolti. Leikurinn átti hins vegar skilið betri dómgæslu svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka var FH með þriggja marka forskot, 33-30, og í kjörstöðu. Hákon Daði Styrmisson skoraði í kjölfarið fyrir ÍBV og vendipunktur leiksins kom svo í næstu sókn FH. Ágúst Birgisson fiskaði þá vítakast og FH-ingar vildu fá tveggja mínútna brottvísun á Hákon Daða. Arnar Freyr Ársælsson gekk harðast fram í mótmælunum en hafði ekkert upp úr krafsinu nema brottvísun. Petar Jokanovic varði vítakastið frá Einari Rafni Eiðssyni og í kjölfarið minnkaði Theodór Sigurbjörnsson muninn í eitt mark, 33-32. Næsta sókn FH fór í súginn og ÍBV gat því jafnað, manni fleiri. Þeir bjuggu til dauðafæri á línunni fyrir Svein Jose Rivera en Phil Döhler varði. FH-ingar tóku leikhlé þegar hálf mínúta var eftir. Ljóst var að Eyjamenn þyrftu að taka áhættu og gerðu það. Ásbjörn Friðriksson fékk opið færi en Jokanovic varði. ÍBV tók leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir. Lokasóknin var vel framkvæmd og boltinn endaði hjá Sigtryggi Daða Rúnarssyni sem skoraði markið sem tryggði Eyjamönnum sæti í undanúrslitunum. Lokatölur 33-33 og samanlagt 54-54 í frábæru einvígi. Leikurinn var gríðarlega hraður á upphafsmínútunum og bæði lið keyrðu grimmt í bakið á hvort öðru. Öfugt við fyrri leikinn voru markverðirnir heitir, þá sérstaklega Döhler sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Jokanovic átti einnig góðan fyrri hálfleik og varði tíu skot (fjörutíu prósent). Eftir mikla þeysireið í upphafi leiks þéttu FH-ingar vörnina og náðu undirtökunum í leiknum. Munurinn varð samt aldrei meiri en þrjú mörk. Staðan í hálfleik var 15-13, FH í vil. FH-ingar voru áfram með frumkvæðið í seinni hálfleik og leiddu alltaf með einu til þremur mörkum. Markvarslan datt niður hjá báðum liðum en Jokanovic og Döhler komu aftur sterkir inn undir lokin eftir að hafa setið á bekknum. Eyjamenn náðu margoft að minnka muninn í eitt mark en komust aldrei nær fyrr en undir blálokin eins og áður sagði. Þeir héngu inn í leiknum og nýttu svo tækifærið sem gafst. Af hverju varð jafntefli? Staða gestanna úr Eyjum var orðin ansi svört og þegar þrjár mínútur voru eftir benti fátt til annars en að þeir væru að fara í sumarfrí. En Eyjamenn eru ekki vanir að gefast upp, nýttu sín færi og tryggðu sér svo jafntefli á dramatískan hátt. Hverjir stóðu upp úr? Sigtryggur valdi rétta tímann til að eiga sinn besta leik í treyju ÍBV. Hann skoraði fimm mörk, þar af markið mikilvæga sem tryggði Eyjamönnum sæti í undanúrslitunum. Hákon Daði byrjaði illa og klikkaði á fjórum af fyrstu fimm skotum sínum en hélt haus og endaði með ellefu mörk í sextán skotum. Jokanovic var flottur í fyrri hálfleik, gaf eftir í þeim seinni en átti svo risastórar vörslur á ögurstundu. Döhler endaði með átján skot varin (42 prósent) og átti stórfínan leik. Egill Magnússon var frábær í sókninni, skoraði níu mörk og sýndi hversu ótrúlega hæfileikaríkur hann er. Ásbjörn dró vagninn fyrir FH á löngum köflum og skoraði sjö mörk og Jón Bjarni Ólafsson lék vel á línunni. Hvað gekk illa? Arnar Freyr gerði sig sekan um afdrifarík mistök þegar hann var rekinn af velli fyrir mótmæli undir lokin. Þá klúðruðu FH-ingar dauðafærum þegar mest var undir. Eyjamönnum gekk bölvanlega að koma boltanum framhjá Döhler í fyrri hálfleik, sama hversu góð færin voru, og skotnýting þeirra var aðeins 46 prósent. Hún hækkaði verulega í seinni hálfleik og á endanum var hún sextíu prósent. Hvað gerist næst? ÍBV er komið áfram og mætir annað hvort Val eða KA í undanúrslitunum sem hefjast á þriðjudaginn. Tímabilinu hjá er hins vegar lokið hjá FH. Sigursteinn: Stoltur af liðinu mínu Sigursteinn Arndal var sáttur með frammistöðu sinna manna gegn Eyjamönnum en ekki jafn sáttur með frammistöðu dómaranna.vísir/hulda margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var skiljanlega í sárum eftir að hans menn féllu úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í kvöld. „Það er erfitt að lýsa þessu. Þetta er ógeðslega svekkjandi,“ sagði Sigursteinn í leikslok. FH var yfir nánast allan leikinn og þegar þrjár mínútur voru eftir var liðið með þriggja marka forskot, 33-30. Sigursteinn átti ekki skýringu á því hvað gerðist á lokakaflanum. „Ég get eiginlega ekki svarað því. Þetta var alltaf að fara að enda í stöngin inn, stöngin út í lokin,“ sagði Sigursteinn. „En ég er stoltur af liðinu mínu. Það lagði mikið í þetta en því miður dugði það ekki.“ FH-ingar fengu ellefu brottvísanir í leiknum gegn fimm brottvísunum Eyjamanna. Sigursteinn var ekki sáttur með frammistöðu dómaranna. „Ef þú vilt fá heiðarlegt svar fannst mér halla stórkostlega á okkur í dómgæslunni en ég fæ ekkert út úr því að væla yfir því. Svona er þetta.“ Sigursteinn var að ljúka sínu öðru tímabili með FH og verður áfram við stjórnvölinn í Kaplakrika. „Ég verð áfram og við verðum áfram með gott lið,“ sagði Sigursteinn að lokum. Sigtryggur: Í staðinn fyrir að taka ótímabært skot völdum við rétt Sigtryggur Daði Rúnarsson var hetja ÍBV gegn FH.vísir/vilhelm Sigtryggur Daði Rúnarsson brosti út að eyrum eftir leikinn gegn FH enda ástæða til. Hann skoraði markið sem tryggði ÍBV jafntefli, 33-33, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Ég er augljóslega himinlifandi að hafa náð þessu og gulltryggt þetta í lokin. Það gerir þetta ennþá sætara. Eins og leikurinn var hnífjafn, var nokkuð ljóst, að þetta yrði jafnt í lokin og við vorum heppnir að skora fleiri mörk á útivelli,“ sagði Sigtryggur eftir leik. ÍBV tók leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir í stöðunni 33-32 fyrir FH. En átti Sigtyggur að enda með boltann í þessari lokasókn? „Já, það var lagt upp með það og eigum við ekki að segja það,“ svaraði Sigtryggur. „Okkur var sagt að gefa okkur tíma. Það var nóg eftir og boltinn mátti alveg ganga. Í staðinn fyrir að taka ótímabært skot völdum við rétt og það opnaðist glufa fyrir mig. Og sem betur fer fór hann inn.“ Eftir jafnar upphafsmínútur náði FH undirtökunum og leiddi alltaf með einu til þremur mörkum. Og þegar þrjár mínútur voru eftir voru FH-ingar þremur mörkum yfir, 33-30, og með pálmann í höndunum. „Maður getur ekki haft áhyggjur. Það er alltaf bullandi trú, sama hvernig staðan er. Maður hafði aldrei áhyggjur þótt manni litist ekki blikuna. En við höfðum alltaf trú á að við myndum jafna,“ sagði Sigtryggur. Hann segir að Eyjamenn mæti með kassann úti í undanúrslitin eftir að hafa slegið sterka FH-inga úr leik. „Algjörlega, þetta er frábært FH-lið sem við slógum út. Þetta voru tvö frábær lið og sóknarleikurinn í 120 mínútur var mjög góður,“ sagði Sigtryggur að lokum. Olís-deild karla FH ÍBV
ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir 33-33 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld. Fyrri leikurinn í Eyjum endaði einnig með jafntefli, 31-31, en ÍBV fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Þetta var alvöru úrslitakeppnisleikur. Mikil og góð stemmning, hátt spennustig, harka og stórkostlegur handbolti. Leikurinn átti hins vegar skilið betri dómgæslu svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka var FH með þriggja marka forskot, 33-30, og í kjörstöðu. Hákon Daði Styrmisson skoraði í kjölfarið fyrir ÍBV og vendipunktur leiksins kom svo í næstu sókn FH. Ágúst Birgisson fiskaði þá vítakast og FH-ingar vildu fá tveggja mínútna brottvísun á Hákon Daða. Arnar Freyr Ársælsson gekk harðast fram í mótmælunum en hafði ekkert upp úr krafsinu nema brottvísun. Petar Jokanovic varði vítakastið frá Einari Rafni Eiðssyni og í kjölfarið minnkaði Theodór Sigurbjörnsson muninn í eitt mark, 33-32. Næsta sókn FH fór í súginn og ÍBV gat því jafnað, manni fleiri. Þeir bjuggu til dauðafæri á línunni fyrir Svein Jose Rivera en Phil Döhler varði. FH-ingar tóku leikhlé þegar hálf mínúta var eftir. Ljóst var að Eyjamenn þyrftu að taka áhættu og gerðu það. Ásbjörn Friðriksson fékk opið færi en Jokanovic varði. ÍBV tók leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir. Lokasóknin var vel framkvæmd og boltinn endaði hjá Sigtryggi Daða Rúnarssyni sem skoraði markið sem tryggði Eyjamönnum sæti í undanúrslitunum. Lokatölur 33-33 og samanlagt 54-54 í frábæru einvígi. Leikurinn var gríðarlega hraður á upphafsmínútunum og bæði lið keyrðu grimmt í bakið á hvort öðru. Öfugt við fyrri leikinn voru markverðirnir heitir, þá sérstaklega Döhler sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Jokanovic átti einnig góðan fyrri hálfleik og varði tíu skot (fjörutíu prósent). Eftir mikla þeysireið í upphafi leiks þéttu FH-ingar vörnina og náðu undirtökunum í leiknum. Munurinn varð samt aldrei meiri en þrjú mörk. Staðan í hálfleik var 15-13, FH í vil. FH-ingar voru áfram með frumkvæðið í seinni hálfleik og leiddu alltaf með einu til þremur mörkum. Markvarslan datt niður hjá báðum liðum en Jokanovic og Döhler komu aftur sterkir inn undir lokin eftir að hafa setið á bekknum. Eyjamenn náðu margoft að minnka muninn í eitt mark en komust aldrei nær fyrr en undir blálokin eins og áður sagði. Þeir héngu inn í leiknum og nýttu svo tækifærið sem gafst. Af hverju varð jafntefli? Staða gestanna úr Eyjum var orðin ansi svört og þegar þrjár mínútur voru eftir benti fátt til annars en að þeir væru að fara í sumarfrí. En Eyjamenn eru ekki vanir að gefast upp, nýttu sín færi og tryggðu sér svo jafntefli á dramatískan hátt. Hverjir stóðu upp úr? Sigtryggur valdi rétta tímann til að eiga sinn besta leik í treyju ÍBV. Hann skoraði fimm mörk, þar af markið mikilvæga sem tryggði Eyjamönnum sæti í undanúrslitunum. Hákon Daði byrjaði illa og klikkaði á fjórum af fyrstu fimm skotum sínum en hélt haus og endaði með ellefu mörk í sextán skotum. Jokanovic var flottur í fyrri hálfleik, gaf eftir í þeim seinni en átti svo risastórar vörslur á ögurstundu. Döhler endaði með átján skot varin (42 prósent) og átti stórfínan leik. Egill Magnússon var frábær í sókninni, skoraði níu mörk og sýndi hversu ótrúlega hæfileikaríkur hann er. Ásbjörn dró vagninn fyrir FH á löngum köflum og skoraði sjö mörk og Jón Bjarni Ólafsson lék vel á línunni. Hvað gekk illa? Arnar Freyr gerði sig sekan um afdrifarík mistök þegar hann var rekinn af velli fyrir mótmæli undir lokin. Þá klúðruðu FH-ingar dauðafærum þegar mest var undir. Eyjamönnum gekk bölvanlega að koma boltanum framhjá Döhler í fyrri hálfleik, sama hversu góð færin voru, og skotnýting þeirra var aðeins 46 prósent. Hún hækkaði verulega í seinni hálfleik og á endanum var hún sextíu prósent. Hvað gerist næst? ÍBV er komið áfram og mætir annað hvort Val eða KA í undanúrslitunum sem hefjast á þriðjudaginn. Tímabilinu hjá er hins vegar lokið hjá FH. Sigursteinn: Stoltur af liðinu mínu Sigursteinn Arndal var sáttur með frammistöðu sinna manna gegn Eyjamönnum en ekki jafn sáttur með frammistöðu dómaranna.vísir/hulda margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var skiljanlega í sárum eftir að hans menn féllu úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í kvöld. „Það er erfitt að lýsa þessu. Þetta er ógeðslega svekkjandi,“ sagði Sigursteinn í leikslok. FH var yfir nánast allan leikinn og þegar þrjár mínútur voru eftir var liðið með þriggja marka forskot, 33-30. Sigursteinn átti ekki skýringu á því hvað gerðist á lokakaflanum. „Ég get eiginlega ekki svarað því. Þetta var alltaf að fara að enda í stöngin inn, stöngin út í lokin,“ sagði Sigursteinn. „En ég er stoltur af liðinu mínu. Það lagði mikið í þetta en því miður dugði það ekki.“ FH-ingar fengu ellefu brottvísanir í leiknum gegn fimm brottvísunum Eyjamanna. Sigursteinn var ekki sáttur með frammistöðu dómaranna. „Ef þú vilt fá heiðarlegt svar fannst mér halla stórkostlega á okkur í dómgæslunni en ég fæ ekkert út úr því að væla yfir því. Svona er þetta.“ Sigursteinn var að ljúka sínu öðru tímabili með FH og verður áfram við stjórnvölinn í Kaplakrika. „Ég verð áfram og við verðum áfram með gott lið,“ sagði Sigursteinn að lokum. Sigtryggur: Í staðinn fyrir að taka ótímabært skot völdum við rétt Sigtryggur Daði Rúnarsson var hetja ÍBV gegn FH.vísir/vilhelm Sigtryggur Daði Rúnarsson brosti út að eyrum eftir leikinn gegn FH enda ástæða til. Hann skoraði markið sem tryggði ÍBV jafntefli, 33-33, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Ég er augljóslega himinlifandi að hafa náð þessu og gulltryggt þetta í lokin. Það gerir þetta ennþá sætara. Eins og leikurinn var hnífjafn, var nokkuð ljóst, að þetta yrði jafnt í lokin og við vorum heppnir að skora fleiri mörk á útivelli,“ sagði Sigtryggur eftir leik. ÍBV tók leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir í stöðunni 33-32 fyrir FH. En átti Sigtyggur að enda með boltann í þessari lokasókn? „Já, það var lagt upp með það og eigum við ekki að segja það,“ svaraði Sigtryggur. „Okkur var sagt að gefa okkur tíma. Það var nóg eftir og boltinn mátti alveg ganga. Í staðinn fyrir að taka ótímabært skot völdum við rétt og það opnaðist glufa fyrir mig. Og sem betur fer fór hann inn.“ Eftir jafnar upphafsmínútur náði FH undirtökunum og leiddi alltaf með einu til þremur mörkum. Og þegar þrjár mínútur voru eftir voru FH-ingar þremur mörkum yfir, 33-30, og með pálmann í höndunum. „Maður getur ekki haft áhyggjur. Það er alltaf bullandi trú, sama hvernig staðan er. Maður hafði aldrei áhyggjur þótt manni litist ekki blikuna. En við höfðum alltaf trú á að við myndum jafna,“ sagði Sigtryggur. Hann segir að Eyjamenn mæti með kassann úti í undanúrslitin eftir að hafa slegið sterka FH-inga úr leik. „Algjörlega, þetta er frábært FH-lið sem við slógum út. Þetta voru tvö frábær lið og sóknarleikurinn í 120 mínútur var mjög góður,“ sagði Sigtryggur að lokum.