Biden gefur eftir gagnvart öldungadeildinni Árni Sæberg skrifar 4. júní 2021 13:00 Joe Biden lofaði miklum fyrirtækjaskattahækkunum í kosningabaráttu sinni. AP/Andrew Harnik Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur neyðst til að draga nokkuð úr áformum sínum um hækkun fyrirtækjaskatts og fjárveitingu í innviðauppbyggingu. Eitt helsta kosningaloforð Joes Biden, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra, var að veita rúmlega tveimur billjónum (e. trillion) dollara til innviðauppbyggingar. Eyðslu þessa lofaði hann að fjármagna að mestu leyti með hækkun fyrirtækjaskatta. Fyrirtækjaskattur í Bandaríkjunum er 21 prósent en Biden hugðist hækka hann upp í 28%. Flestum var ljóst að Biden yrði ekki auðvelt að ná þessum markmiðum sínum þar sem Repúblikanar eiga helming almennra sæta í deildinni. Nú hafa samningaviðræður forsetans og þingmanna Repúblikanaflokksins hafist. Biden viljugur til málamiðlunar Repúblikanar eru ekki þekktir fyrir vilja sinn til skattahækkana og því hefur Biden þurft að falla frá áformum sínum þess efnis. Í stað hækkunar fyrirtækjaskatts verður settur á 15 prósent lágmarksskattur á fyrirtæki. Nokkuð hefur borið á því að bandarísk stórfyrirtæki borgi ekki einn einasta dollara í skatt af gríðarlegum tekjum. Því ætti lágmarksskattur að koma að góðum notum. Repúblikanar eru ekki heldur á þeim buxunum að samþykkja tveggja billjóna dollara innviðafjárfestingu. Biden hefur því mætt þeim í miðjunni og mun einni billjón dollara vera varið í innviði á næstu átta árum. Helstu verkefni verða viðhald vegakerfisins og einangrun húsa. Biden telur einangrun húsa mikilvægt skref í baráttunni við loftlagsvána. „Hann (Biden) leggur sig persónulega fram, er viljugur til málamiðlunar, ver tíma með öldungadeildarþingmönnum, jafnt Demókrötum sem Repúblikönum, til að komast að því hvað er mögulegt,“ er haft eftir Ginu Raimondo, viðskiptamálaráðherra Bandaríkjanna. Þá segir hún það eina sem Biden sætti sig ekki við sé aðgerðaleysi. Uppfært klukkan 15:50: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að Repúblikanar hefðu meirhluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þetta hefur verið leiðrétt. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Eitt helsta kosningaloforð Joes Biden, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra, var að veita rúmlega tveimur billjónum (e. trillion) dollara til innviðauppbyggingar. Eyðslu þessa lofaði hann að fjármagna að mestu leyti með hækkun fyrirtækjaskatta. Fyrirtækjaskattur í Bandaríkjunum er 21 prósent en Biden hugðist hækka hann upp í 28%. Flestum var ljóst að Biden yrði ekki auðvelt að ná þessum markmiðum sínum þar sem Repúblikanar eiga helming almennra sæta í deildinni. Nú hafa samningaviðræður forsetans og þingmanna Repúblikanaflokksins hafist. Biden viljugur til málamiðlunar Repúblikanar eru ekki þekktir fyrir vilja sinn til skattahækkana og því hefur Biden þurft að falla frá áformum sínum þess efnis. Í stað hækkunar fyrirtækjaskatts verður settur á 15 prósent lágmarksskattur á fyrirtæki. Nokkuð hefur borið á því að bandarísk stórfyrirtæki borgi ekki einn einasta dollara í skatt af gríðarlegum tekjum. Því ætti lágmarksskattur að koma að góðum notum. Repúblikanar eru ekki heldur á þeim buxunum að samþykkja tveggja billjóna dollara innviðafjárfestingu. Biden hefur því mætt þeim í miðjunni og mun einni billjón dollara vera varið í innviði á næstu átta árum. Helstu verkefni verða viðhald vegakerfisins og einangrun húsa. Biden telur einangrun húsa mikilvægt skref í baráttunni við loftlagsvána. „Hann (Biden) leggur sig persónulega fram, er viljugur til málamiðlunar, ver tíma með öldungadeildarþingmönnum, jafnt Demókrötum sem Repúblikönum, til að komast að því hvað er mögulegt,“ er haft eftir Ginu Raimondo, viðskiptamálaráðherra Bandaríkjanna. Þá segir hún það eina sem Biden sætti sig ekki við sé aðgerðaleysi. Uppfært klukkan 15:50: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að Repúblikanar hefðu meirhluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þetta hefur verið leiðrétt.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira