Wijnaldum er að yfirgefa Liverpool eftir margra ára veru í Englandi og það benti allt til þess að hann myndi ganga í raðir Barcelona.
Hann hefur sjálfur staðfest að vera í viðræðum við Barcelona en ESPN og Fabrizio greina frá því að PSG geti greitt Wijnaldum hærri laun.
Fabrizio greinir einnig frá því að ákvörðun Wijnaldum muni liggja fyrir á næstu dögum og bæði félög bíði spennt eftir ákvörðun hans.
Barcelona vonaðist til að Hollendingurinn myndi skrifa undir samning við félagið til ársins 2024 og var tilbúið með læknisskoðun í næstu viku.
Barcelona are waiting for Wijnaldum final decision in the next hours. Barça are already planning medicals in 🇳🇱 for Gini - they still hope him to sign contract until 2024 next week. #FCB
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 5, 2021
PSG offered Wijnaldum bigger salary, top contract - they’re waiting for Gini answer too ⏳