Við dauðans dyr vegna drullunnar í Járnblendinu Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2021 09:01 Saga Barða Halldórssonar er mögnuð. Hann lá lengi við dauðans dyr og enginn vissi hvað var að. Seinna kom í ljós að sjúkdóm hans mátti rekja til óbærilegra aðstæðna á vinnustað. vísir/vilhelm Saga Barða Halldórssonar er mögnuð. Hann veiktist alvarlega, var við dauðans dyr og eru veikindin rakin til óbærilegra vinnuaðstæðna hjá Járnblendinu á Grundartanga. Hann tók slaginn við stórfyrirtækið og hafði sigur. „Ég er víst þrjóskari en andskotinn. Er mér sagt. Ég neita að gefast upp. Ég ætla ekki að sverja fyrir það en mig grunar að þetta sé fordæmalaust mál,“ segir Barði í samtali við Vísi. Barði er fyrrverandi starfsmaður járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga en í apríl á þessu ári voru honum dæmdar bætur vegna sjúkdóms sem hann þróaði með sér í starfi í óviðunandi starfsumhverfi. Hann veiktist alvarlega árið 2012 og hefur síðan þá barist fyrir réttlæti sér til handa. Barði er menntaður málari, var tæplega fertugur þegar hann veiktist á þann hátt að hann mun ekki geta unnið nein störf sem krefjast líkamlegs eða andlegs álags það sem eftir er. Í dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur var tryggingarfélaginu Sjóvá gert að greiða honum 22 milljónir króna og 1,5 milljón króna í miskabætur. Níu árum síðar. Tók átta mánuði að greina Barða Barði fagnar niðurstöðunni, hann hafði sigur gegn stórfyrirtæki sem hafði eitt helsta lögfræðifyrirtæki landsins á sínum snærum við að verjast. En það stuðar réttlætiskennd hans að fyrirtækið, járnblendiverksmiðjan á Grundartanga, virðist stikkfrí. Þrátt fyrir að allt þeirra athæfi, öll þeirra viðbrögð, megi heita ámælisverð. Vísir bað Barða að fara yfir þessa lygilegu framvindu eins og hún horfir við honum og hann féllst á það ef vera kynni að ferlið gæti reynst víti til varnaðar. Dómurinn var mjög afdráttarlaus og ef menn kynnu að lenda í einhverju svipuðu þá hvetur Barði þá til að hika ekki við að leita réttar síns. Jafnvel þó það taki átta ár eða níu. Barði var fárveikur lengi og segir að það hafi verið algerlega ómetanlegt að hafa eiginkonu sína, Hólmfríði Kristjánsdóttur sér við hlið í þeim miklu raunum. „Ég var óvinnufær með öllu í tvö ár. Lá þá á spítala og læknarnir gátu ekki fundið hvað var að. Það tók þá átta mánuði að greina það. Á meðan var dælt í mig sterum. Þeir voru búnir að prófa á mér gríðarlega sterk krabbameinslyf en þeim fylgir ógleði og aðrar aukaverkanir.“ Í október 2012 var Barði lagður inn á sjúkrahús en hann hafði þá lengi verið afar veikur. „Ég var hættur að geta gengið. Hafði brutt íbúfen og aðrar verkjatöflur til að halda mér gangandi. Á endanum var ég lagður inn og lá í þrjá daga á gjörgæslu. Svo fór ég milli allskyns deilda; lyflækningadeild, lungnadeild og endaði á gigtardeild þar sem ég fékk meðferð.“ Byrjaði með brjóstsviða Barði lá þá í tæpan mánuð á spítalanum. Var sendur heim og átta mánuðum síðar þurfti að leggja hann inn á ný og lá hann þá í viku. Þá fundu læknarnir líftæknilyf sem þeir dældu í Barða. „Þá fór þetta að virka. Ég hafði verið á miklum steraskammti sem læknarnir töldu vera að virka en þegar sá skammtur var lækkaður kom í ljós að svo var ekki.“ Eftir mikla mæðu, miklar raunir var Barði greindur með það sem heitir æðabólgur. Nánar tiltekið sjúkdóminn granulomatosis polyangiitis (GPA), einnig nefndur Wegener's granulomatosis (WG). Mjög óalgengt er að ungt og hraust fólk veikist af þessum sjúkdómi og því var farið í að athuga hvort aðstæður á vinnustað hefðu mögulega getað haft áhrif. Við fyrstu álitsgerð lækna vegna málsins í lok árs 2013 kom í ljós að kísilryk hefði verið í verksmiðjunni og að það væri þekkt að útsetning fyrir kísilryki eykur hættu á GPA (Granulomatosis with polyangiitis). Í framhaldinu var gerð krafa á Elkem og Sjóvá sem þeira tryggingafélag, um viðurkenningu á ábyrgð sem var hafnað á árinu 2015. Árið 2016 var sú niðurstaða staðfest af kærunefnd vátryggingamála. Læknarnir ætluðu aldrei að finna út úr því hvað gekk að. Í hann var meðal annars dælt sterkum krabbameinslyfjum og því fylgdu aukaverkanir.vísir/vilhelm Barði er í meðferð vegna þessa núna og þarf að fara reglulega í lyfjagjafir og gerir ráð fyrir því að hann þurfi að vera á þeim það sem eftir er ævinnar, bara til að halda lífi. Upphaf ógæfunnar má rekja allt til ársins 2007 en á því herrans ári hóf Barði störf í járnblendinu á Grundartanga. Hann segir fróðlegt að skoða læknaskýrslur aftur í tímann. Þar hafði hann verið í eitt ár þegar hann þurfti að leita til læknis vegna brjóstsviða. „Við töldum þetta vera vegna einhvers tengt mataræðinu á staðnum.“ Barði var á þrískiptum vöktum sem ganga út á fimm daga vinnulotu, en þá eru gengnar sex vaktir í samfellu; tvær næturvaktir, tvær dagvaktir og tvær kvöldvaktir í samfellu og svo fimm dagar í frí. „Ég lagaðist alltaf eftir að ég var kominn heim. En svo fór maður að venjast þessu eftir einhvern tíma. Ég tók tuggutöflur við brjóstsviðanum og hélt mér þannig gangandi.“ Áttaði sig ekki á því hvað orsakaði veikindin Barði segir eftirtektarvert að skoða mætingarskýrslur. Hann missti ekki úr eina vakt fyrsta árið en svo fór mætingin að versna. Hann varð alltaf veikari og veikari allt þar til í október að hann var lagður inn á gjörgæslu. Þá var hann orðinn verulega slæmur. „Ég var bara ekkert farinn að tengja. Ég áttaði mig ekki á því þarna hvað var að orsaka þetta. Svo kom seinna í ljós að vinur minn sem var þarna inni frá líka var orðinn veikur. Hann er núna í málaferlum en þá var búið að færa hann til í starfi. Koma honum í starf þar sem hann var ekki innan um rykið og ógeðið. En þetta vissum við ekkert um sem vorum þarna. Þegar hann frétti hvað ég væri orðinn veikur sagði hann mér frá því.“ Úr dómsorði sem er afdráttarlaust en þar segir meðal annars vátryggingartaki hafi sýnt af sér mikið skeytingarleysi og telst gáleysi hans stórkostlegt.skáskot Þetta rataði til Vilhjálms Birgissonar verkalýðsleiðtoga á Skaganum sem fór af stað með málið og aflaði álits tveggja sérfræðinga í lyf- og lungnalækningum á hugsanlegum tengslum mengunar á vinnustaðnum og veikindanna. „Ég hafði ekki ráð né rænu til þess, ég var svo veikur. En þeir kölluðu eftir þessari fyrstu skýrslu sem gerð var á sínum tíma.“ Barði starfaði sem svokallaður ofngæslumaður/tappari í Járnblendinu. „Við vorum að tappa málmi úr ofnunum þar sem við fáum yfir okkur mesta skítinn. Fyrst var maður í öllu en svo voru menn festir í ákveðnum stöðum.“ Framkoma stjórnenda ámælisverð Og Barði festist í töppuninni. „Þarna var maður alltaf,“ segir Barði sem var 39 ára gamall þegar hann hóf störf og þegar hann fór að veikjast. Á besta aldri. „Núna er ég 48 ára gamall. Það sem gerir mann pirraðan í þessu máli er framkoma stjórnenda þarna innfrá. Þeim var nákvæmlega sama. Það var aldrei tékkað á mér eða spurt hvernig ég hefði það?“ Barði segist ágætur í dag og hann fagnar dómnum, segist varla hafa trúað því þegar hann loks kom. Eftir níu ára baráttu.vísir/vilhelm Barði segir að allt athæfi stjórnenda fyrirtækisins hafi miðað að því að komast hjá öllu veseni. Maður sem starfaði þar þá sem öryggisstjóri, en sá hafði verið kallaður inn frá álverinu í Reyðarfirði eftir banaslys í Grundartanga eftir sprengingu, en starfar nú sem forstjóri Veitna, hringdi í Barða þegar fyrir lá að Verkalýðsfélagið á Akranesi hafði kallað eftir áliti sérfræðinga. Erindi hans var heldur kaldranalegt. „Hann sagði við mig að ef ég verði ekki ánægður með útkomuna geti ég farið í mál við þá. Sem ég á endanum gerði. Þetta er það eina sem sagt var við mig. Ekki hvernig líður þér? Getum við gert eitthvað fyrir þig? Nei.“ Barði segir að fæstir hafi haft trú á málaferlunum. Eignlega enginn nema eiginkona hans, nokkrir félagar og svo lögfræðingur hans Erling Daði Emilsson. Aðrir hafi hrist hausinn og talið hann eiga litla möguleika í málaferlum sem engin fordæmi voru fyrir. „Ég þekkti Óðinn Elísson eiganda Fulltingis af góðu einu. Ég spjallaði við hann og Óðinn vildi endilega láta á þetta reyna. Og sendi þennan snilling á mig sem þá var mjög ungur. Mér fannst hann fyrir níu árum frekar ungur og óreyndur, en hann gerði þetta svona líka vel.“ Á augnlækni sínum að þakka greininguna Vísir bað Barða að lýsa nánar hvernig veikindin lýstu sér og það kemur á daginn að þetta var enginn dans á rósum. „Ég átti erfitt með öndun. Ég missti sjónina og er blindur á öðru auga. Blóðrennslið stöðvaðist og það stíflast ein æð í vinstra auga. Hún er komin af stað aftur en þegar þetta gerist veldur það varanlegri skemmd.“ Barði þakkar augnlækni sínum það að hann sé á lífi í dag en augnlækninum tókst að koma læknum í skilning um að greining þeirra var röng.vísir/vilhelm Barði segir það grátbroslegt að þegar þetta var hafi læknarnir talið sig vera búnir að greina hvað var að. „Ég var þá búinn að liggja inni í átta eða níu daga og sjónin var að koma og fara. Þeir sögðu það passar nákvæmlega við það sem þeir töldu vera að mér. En sendu mig til augnlæknis þegar ég var búinn að missa sjónina. Hún sagði þetta kórranga greiningu. Það eina sem orsakaði þessa tegund af sjónbilum væri gigtarsjúkdómur og spurði hvað í ósköpunum ég væri að gera á lungnadeild.“ En læknarnir höfðu höfðu þá verið að dæla í Barða sýklalyfjum og hann versnaði og versnaði. „En þessi augnlæknir sagði, þetta er ekki rétt, það er eitthvað allt annað að honum. Ég var þá rifinn af sjúkrahúsinu, sendur í hjartaómskoðun en það þarf að tékka á hjartanu áður en talið var í lagi að gefa mér þessa miklu stera; hvort hjartað myndi þola það. Sem það gerði og þá lagaðist ég mikið. Eins og það væri hvalur tekinn af brjóstinu á mér.“ Hugsanleg læknamistök Barði segir engum blöðum um það að fletta að hann eigi augnlækni sínum skuld að gjalda, jafnvel lífið að launa. Þegar Barði tók að lagast, fékk rænu á ný eins og hann orðar það, fór hann að lesa sig í gegnum læknaskýrslurnar. Hann segir að áður en hann tapaði sjóninni hafi verið tekin blóðprufa, einmitt til að athuga bólgumyndanir í æðum. Athyglisvert er að lesa dóminn en þá má sjá að ekki var eitt, heldur eiginlega allt að þegar litið er til starfsaðstæðna við töppunina.skjáskot „Hún var tekin á miðvikudegi en hún var aldrei skoðuð. Ég missti svo sjónina á laugardagsmorgni. Þeir hefðu getað komið í veg fyrir þetta, að mínu mati. Mér hafði verið lofuð rannsókn sem svo aldrei varð.“ Barði segist aldrei hafa fengið neinar útskýringar á því hvers vegna niðurstöður þeirrar blóðrannsóknar var aldrei skoðaðar. Þeir hafi sjálfsagt viljað gleyma þessu og hann metur það því svo að þarna hafi átt sér stað læknamistök. Þá var farið í að dæla í hann sýklalyfjum en heilsa Barða versnaði og versnaði í kjölfarið. „Það er mitt mat. En ég hef aldrei farið í að ganga á spítalann,“ segir Barði og vísar til þess að þrátt fyrir allt sé hann læknum þakklátur. Fyrirtækið sleppur vel frá málinu Nú þegar Barði lítur til baka, yfir allan þennan tíma og þá miklu baráttu sem er að baki situr í honum hversu skeytingarlaust fyrirtækið, eða þeir sem þar réðu og ráða, reyndist þegar á hólminn var kominn bæði gagnvart hinum vinnutengdu sjúkdómi sem það sannarlega ber ábyrgð á og svo hversu hjartanlega þeim stóð á sama um líðan starfsmanna. „Það er erfiðast í þessu. Eins og þetta horfir við mér þá þarf fyrirtækið ekki að gera neitt. Það þarf ekki að leggja út eina einustu krónu heldur er það tryggingarfélagið Sjóvá. Þeir vildu ekkert fyrir mig gera, og þrátt fyrir allt þetta, ekki ein einasta afsökunarbeiðni, það alveg stikkfrí.“ Barði nefnir sem dæmi um skeytingarleysi að skömmu eftir að hann hóf þar störf var tekin í notkun þar sérstakur leir. Barði brosir í dag en þegar hann var sem veikastur gat hann varla hugsað heila hugsun.vísir/vilhelm „Breytt var um vinnsluaðferð og þessi leir settur í holurnar þegar búið er að fylla deiglurnar. Sem var dælt í holuna úr sérstakri leirbyssu. Eina græjan er notuð á þeim ofni sem ég var á.“ Seinna kom í ljós að sá leir sem þarna var notaður reyndist verulega krabbameinsvaldandi. Sérfræðingar frá Háskóla Íslands voru fengnir til að rannsaka þetta. „Það er PAH-efni í þessu sem við vorum að anda að okkur sem reyndist margfalt meira en gefið er upp á pakkningunum. Verksmiðjan hefði þurft að vera opin til að þetta hefði ekki áhrif á okkur. Baneitrað.“ Ágætur í dag eftir allar hremmingarnar Barði segist ekki geta nefnt það með neinni nákvæmni en hann ætlar að það hafi tekið Elkem um tvö ár eftir að þetta lá fyrir að skipta þeim leir út og hann hefur það til marks um skeytingarleysið. „Þeim var bara nákvæmlega sama. Og framkoman við mig var í takti við þetta. ´ Ef þetta hefði verið alvöru fyrirtæki þá hefði umsvifalaust verið skipt um þennan baneitraða leir. Gott dæmi og alvarlegt sem lýsir þessari afstöðu.“ Barði segir að erfitt sé fyrir starfsmenn sem ekki eru upplýstir að vara sig á öðru eins og þessu. Ekki sé hægt að ætlast til þess. Spurður hvernig honum líði núna segist hann vera ágætur. „Ég er ekki með fulla starfsorku, en ég er svo heppinn að komast að í vinnu í fjölskyldufyrirtækinu, vinnu sem reynir ekki á líkama eða þannig. Ekki mikið stress eða líkamleg vinna, þannig að ég hef það ágætt. Sérstaklega eftir þennan dóm, ég trúði þessu varla.“ Sjóvá hafi beitt öllum brögðum til að koma sér hjá bótagreiðslum Eins og fram hefur komið var meira en segja það að knýja fram niðurstöðu í þessu einstaka máli. Barði fór fram á dómkvatt mat í málinu sem lá fyrir í desember 2017. Þar kom fram að allar líkur væru á að aðstæður á vinnustað hefðu orsakað sjúkdóminn. Í framhaldi var send krafa á Sjóvá, sem hafnaði erindinu aftur. Málinu var því stefnt fyrir héraðsdóm í desember 2018. Barði segir þetta mál aldrei hafa snúist um peninga, heldur réttlæti. Hann hafði þrjóskuna til að bera og aðstæður til að knýja fram niðurstöðu í málinu. Hann vonar að nú sé komið dómafordæmi sem gerir öðrum kleift að leita réttar síns.vísir/vilhelm „Eftir það virðist sem Sjóvá hafi beitt öllum brögðum til að tefja málið eins og mögulegt var en fór í febrúar 2020 fram á yfirmatsgerð í málinu. Yfirmatsgerðin var birt í október 2020 og voru niðurstöður hennar enn ákveðnari á þann veg að sjúkdómur mínar orsakaðist af aðstæðum á vinnustað. Enn var Sjóvá ekki tilbúið til að semja og fyrsta sáttarboðið kom mánuði fyrir málflutning, í febrúar 2021.“ Þá var Barði kominn með nóg og vildi fá niðurstöðu dómstóla í málið. Niðurstaðan var sú að aðstæður á vinnustað hefðu sannarlega orsakað veikindi Barða og í fyrsta sinn var fyrirtæki dæmt til greiðslu bóta til starfsmanns vegna vítaverðs gáleysis. Ótækt að tryggingarfélög dragi veikt fólk á asnaeyrum árum saman Barði segir að fyrir honum hafi þetta mál hafi aldrei snúist um peningana. Úr dómsskjölum. Samkvæmt þessum vitnisburði voru starfsaðstæður í Járnblendinu fyrir neðan allar hellur.skjáskot „Engin fjárhæð getur bætt manni heilsuna eða það að hafa ekki fulla starfsorku það sem eftir er ævinnar. Þetta hefur allan tímann snúist um viðurkenninguna, að þeir hafi vísvitandi, ítrekað og í mörg ár lagt starfsmenn sína í hættu.“ Þá finnst Barða fáránlegt að stórfyrirtæki og tryggingafélög geti dregið veikt fólk áfram á asnaeyrunum árum saman og í raun reynt að láta mál dragast svo lengi að það gefist upp. „Ég var í góðri aðstöðu til að halda áfram með svona mál. Þekkti til lögmannsstofunnar, fékk stuðninginn frá fjölskyldu og vinum og var það þrjóskur að gefast ekki upp. Margir eru ekki svo heppnir“. Nú liggur niðurstaðan fyrir og Barði vonar að það verði öðrum sem eru í hans sporum hvatning til að leita réttar síns. Heilbrigðismál Vinnuslys Dómsmál Stóriðja Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
„Ég er víst þrjóskari en andskotinn. Er mér sagt. Ég neita að gefast upp. Ég ætla ekki að sverja fyrir það en mig grunar að þetta sé fordæmalaust mál,“ segir Barði í samtali við Vísi. Barði er fyrrverandi starfsmaður járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga en í apríl á þessu ári voru honum dæmdar bætur vegna sjúkdóms sem hann þróaði með sér í starfi í óviðunandi starfsumhverfi. Hann veiktist alvarlega árið 2012 og hefur síðan þá barist fyrir réttlæti sér til handa. Barði er menntaður málari, var tæplega fertugur þegar hann veiktist á þann hátt að hann mun ekki geta unnið nein störf sem krefjast líkamlegs eða andlegs álags það sem eftir er. Í dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur var tryggingarfélaginu Sjóvá gert að greiða honum 22 milljónir króna og 1,5 milljón króna í miskabætur. Níu árum síðar. Tók átta mánuði að greina Barða Barði fagnar niðurstöðunni, hann hafði sigur gegn stórfyrirtæki sem hafði eitt helsta lögfræðifyrirtæki landsins á sínum snærum við að verjast. En það stuðar réttlætiskennd hans að fyrirtækið, járnblendiverksmiðjan á Grundartanga, virðist stikkfrí. Þrátt fyrir að allt þeirra athæfi, öll þeirra viðbrögð, megi heita ámælisverð. Vísir bað Barða að fara yfir þessa lygilegu framvindu eins og hún horfir við honum og hann féllst á það ef vera kynni að ferlið gæti reynst víti til varnaðar. Dómurinn var mjög afdráttarlaus og ef menn kynnu að lenda í einhverju svipuðu þá hvetur Barði þá til að hika ekki við að leita réttar síns. Jafnvel þó það taki átta ár eða níu. Barði var fárveikur lengi og segir að það hafi verið algerlega ómetanlegt að hafa eiginkonu sína, Hólmfríði Kristjánsdóttur sér við hlið í þeim miklu raunum. „Ég var óvinnufær með öllu í tvö ár. Lá þá á spítala og læknarnir gátu ekki fundið hvað var að. Það tók þá átta mánuði að greina það. Á meðan var dælt í mig sterum. Þeir voru búnir að prófa á mér gríðarlega sterk krabbameinslyf en þeim fylgir ógleði og aðrar aukaverkanir.“ Í október 2012 var Barði lagður inn á sjúkrahús en hann hafði þá lengi verið afar veikur. „Ég var hættur að geta gengið. Hafði brutt íbúfen og aðrar verkjatöflur til að halda mér gangandi. Á endanum var ég lagður inn og lá í þrjá daga á gjörgæslu. Svo fór ég milli allskyns deilda; lyflækningadeild, lungnadeild og endaði á gigtardeild þar sem ég fékk meðferð.“ Byrjaði með brjóstsviða Barði lá þá í tæpan mánuð á spítalanum. Var sendur heim og átta mánuðum síðar þurfti að leggja hann inn á ný og lá hann þá í viku. Þá fundu læknarnir líftæknilyf sem þeir dældu í Barða. „Þá fór þetta að virka. Ég hafði verið á miklum steraskammti sem læknarnir töldu vera að virka en þegar sá skammtur var lækkaður kom í ljós að svo var ekki.“ Eftir mikla mæðu, miklar raunir var Barði greindur með það sem heitir æðabólgur. Nánar tiltekið sjúkdóminn granulomatosis polyangiitis (GPA), einnig nefndur Wegener's granulomatosis (WG). Mjög óalgengt er að ungt og hraust fólk veikist af þessum sjúkdómi og því var farið í að athuga hvort aðstæður á vinnustað hefðu mögulega getað haft áhrif. Við fyrstu álitsgerð lækna vegna málsins í lok árs 2013 kom í ljós að kísilryk hefði verið í verksmiðjunni og að það væri þekkt að útsetning fyrir kísilryki eykur hættu á GPA (Granulomatosis with polyangiitis). Í framhaldinu var gerð krafa á Elkem og Sjóvá sem þeira tryggingafélag, um viðurkenningu á ábyrgð sem var hafnað á árinu 2015. Árið 2016 var sú niðurstaða staðfest af kærunefnd vátryggingamála. Læknarnir ætluðu aldrei að finna út úr því hvað gekk að. Í hann var meðal annars dælt sterkum krabbameinslyfjum og því fylgdu aukaverkanir.vísir/vilhelm Barði er í meðferð vegna þessa núna og þarf að fara reglulega í lyfjagjafir og gerir ráð fyrir því að hann þurfi að vera á þeim það sem eftir er ævinnar, bara til að halda lífi. Upphaf ógæfunnar má rekja allt til ársins 2007 en á því herrans ári hóf Barði störf í járnblendinu á Grundartanga. Hann segir fróðlegt að skoða læknaskýrslur aftur í tímann. Þar hafði hann verið í eitt ár þegar hann þurfti að leita til læknis vegna brjóstsviða. „Við töldum þetta vera vegna einhvers tengt mataræðinu á staðnum.“ Barði var á þrískiptum vöktum sem ganga út á fimm daga vinnulotu, en þá eru gengnar sex vaktir í samfellu; tvær næturvaktir, tvær dagvaktir og tvær kvöldvaktir í samfellu og svo fimm dagar í frí. „Ég lagaðist alltaf eftir að ég var kominn heim. En svo fór maður að venjast þessu eftir einhvern tíma. Ég tók tuggutöflur við brjóstsviðanum og hélt mér þannig gangandi.“ Áttaði sig ekki á því hvað orsakaði veikindin Barði segir eftirtektarvert að skoða mætingarskýrslur. Hann missti ekki úr eina vakt fyrsta árið en svo fór mætingin að versna. Hann varð alltaf veikari og veikari allt þar til í október að hann var lagður inn á gjörgæslu. Þá var hann orðinn verulega slæmur. „Ég var bara ekkert farinn að tengja. Ég áttaði mig ekki á því þarna hvað var að orsaka þetta. Svo kom seinna í ljós að vinur minn sem var þarna inni frá líka var orðinn veikur. Hann er núna í málaferlum en þá var búið að færa hann til í starfi. Koma honum í starf þar sem hann var ekki innan um rykið og ógeðið. En þetta vissum við ekkert um sem vorum þarna. Þegar hann frétti hvað ég væri orðinn veikur sagði hann mér frá því.“ Úr dómsorði sem er afdráttarlaust en þar segir meðal annars vátryggingartaki hafi sýnt af sér mikið skeytingarleysi og telst gáleysi hans stórkostlegt.skáskot Þetta rataði til Vilhjálms Birgissonar verkalýðsleiðtoga á Skaganum sem fór af stað með málið og aflaði álits tveggja sérfræðinga í lyf- og lungnalækningum á hugsanlegum tengslum mengunar á vinnustaðnum og veikindanna. „Ég hafði ekki ráð né rænu til þess, ég var svo veikur. En þeir kölluðu eftir þessari fyrstu skýrslu sem gerð var á sínum tíma.“ Barði starfaði sem svokallaður ofngæslumaður/tappari í Járnblendinu. „Við vorum að tappa málmi úr ofnunum þar sem við fáum yfir okkur mesta skítinn. Fyrst var maður í öllu en svo voru menn festir í ákveðnum stöðum.“ Framkoma stjórnenda ámælisverð Og Barði festist í töppuninni. „Þarna var maður alltaf,“ segir Barði sem var 39 ára gamall þegar hann hóf störf og þegar hann fór að veikjast. Á besta aldri. „Núna er ég 48 ára gamall. Það sem gerir mann pirraðan í þessu máli er framkoma stjórnenda þarna innfrá. Þeim var nákvæmlega sama. Það var aldrei tékkað á mér eða spurt hvernig ég hefði það?“ Barði segist ágætur í dag og hann fagnar dómnum, segist varla hafa trúað því þegar hann loks kom. Eftir níu ára baráttu.vísir/vilhelm Barði segir að allt athæfi stjórnenda fyrirtækisins hafi miðað að því að komast hjá öllu veseni. Maður sem starfaði þar þá sem öryggisstjóri, en sá hafði verið kallaður inn frá álverinu í Reyðarfirði eftir banaslys í Grundartanga eftir sprengingu, en starfar nú sem forstjóri Veitna, hringdi í Barða þegar fyrir lá að Verkalýðsfélagið á Akranesi hafði kallað eftir áliti sérfræðinga. Erindi hans var heldur kaldranalegt. „Hann sagði við mig að ef ég verði ekki ánægður með útkomuna geti ég farið í mál við þá. Sem ég á endanum gerði. Þetta er það eina sem sagt var við mig. Ekki hvernig líður þér? Getum við gert eitthvað fyrir þig? Nei.“ Barði segir að fæstir hafi haft trú á málaferlunum. Eignlega enginn nema eiginkona hans, nokkrir félagar og svo lögfræðingur hans Erling Daði Emilsson. Aðrir hafi hrist hausinn og talið hann eiga litla möguleika í málaferlum sem engin fordæmi voru fyrir. „Ég þekkti Óðinn Elísson eiganda Fulltingis af góðu einu. Ég spjallaði við hann og Óðinn vildi endilega láta á þetta reyna. Og sendi þennan snilling á mig sem þá var mjög ungur. Mér fannst hann fyrir níu árum frekar ungur og óreyndur, en hann gerði þetta svona líka vel.“ Á augnlækni sínum að þakka greininguna Vísir bað Barða að lýsa nánar hvernig veikindin lýstu sér og það kemur á daginn að þetta var enginn dans á rósum. „Ég átti erfitt með öndun. Ég missti sjónina og er blindur á öðru auga. Blóðrennslið stöðvaðist og það stíflast ein æð í vinstra auga. Hún er komin af stað aftur en þegar þetta gerist veldur það varanlegri skemmd.“ Barði þakkar augnlækni sínum það að hann sé á lífi í dag en augnlækninum tókst að koma læknum í skilning um að greining þeirra var röng.vísir/vilhelm Barði segir það grátbroslegt að þegar þetta var hafi læknarnir talið sig vera búnir að greina hvað var að. „Ég var þá búinn að liggja inni í átta eða níu daga og sjónin var að koma og fara. Þeir sögðu það passar nákvæmlega við það sem þeir töldu vera að mér. En sendu mig til augnlæknis þegar ég var búinn að missa sjónina. Hún sagði þetta kórranga greiningu. Það eina sem orsakaði þessa tegund af sjónbilum væri gigtarsjúkdómur og spurði hvað í ósköpunum ég væri að gera á lungnadeild.“ En læknarnir höfðu höfðu þá verið að dæla í Barða sýklalyfjum og hann versnaði og versnaði. „En þessi augnlæknir sagði, þetta er ekki rétt, það er eitthvað allt annað að honum. Ég var þá rifinn af sjúkrahúsinu, sendur í hjartaómskoðun en það þarf að tékka á hjartanu áður en talið var í lagi að gefa mér þessa miklu stera; hvort hjartað myndi þola það. Sem það gerði og þá lagaðist ég mikið. Eins og það væri hvalur tekinn af brjóstinu á mér.“ Hugsanleg læknamistök Barði segir engum blöðum um það að fletta að hann eigi augnlækni sínum skuld að gjalda, jafnvel lífið að launa. Þegar Barði tók að lagast, fékk rænu á ný eins og hann orðar það, fór hann að lesa sig í gegnum læknaskýrslurnar. Hann segir að áður en hann tapaði sjóninni hafi verið tekin blóðprufa, einmitt til að athuga bólgumyndanir í æðum. Athyglisvert er að lesa dóminn en þá má sjá að ekki var eitt, heldur eiginlega allt að þegar litið er til starfsaðstæðna við töppunina.skjáskot „Hún var tekin á miðvikudegi en hún var aldrei skoðuð. Ég missti svo sjónina á laugardagsmorgni. Þeir hefðu getað komið í veg fyrir þetta, að mínu mati. Mér hafði verið lofuð rannsókn sem svo aldrei varð.“ Barði segist aldrei hafa fengið neinar útskýringar á því hvers vegna niðurstöður þeirrar blóðrannsóknar var aldrei skoðaðar. Þeir hafi sjálfsagt viljað gleyma þessu og hann metur það því svo að þarna hafi átt sér stað læknamistök. Þá var farið í að dæla í hann sýklalyfjum en heilsa Barða versnaði og versnaði í kjölfarið. „Það er mitt mat. En ég hef aldrei farið í að ganga á spítalann,“ segir Barði og vísar til þess að þrátt fyrir allt sé hann læknum þakklátur. Fyrirtækið sleppur vel frá málinu Nú þegar Barði lítur til baka, yfir allan þennan tíma og þá miklu baráttu sem er að baki situr í honum hversu skeytingarlaust fyrirtækið, eða þeir sem þar réðu og ráða, reyndist þegar á hólminn var kominn bæði gagnvart hinum vinnutengdu sjúkdómi sem það sannarlega ber ábyrgð á og svo hversu hjartanlega þeim stóð á sama um líðan starfsmanna. „Það er erfiðast í þessu. Eins og þetta horfir við mér þá þarf fyrirtækið ekki að gera neitt. Það þarf ekki að leggja út eina einustu krónu heldur er það tryggingarfélagið Sjóvá. Þeir vildu ekkert fyrir mig gera, og þrátt fyrir allt þetta, ekki ein einasta afsökunarbeiðni, það alveg stikkfrí.“ Barði nefnir sem dæmi um skeytingarleysi að skömmu eftir að hann hóf þar störf var tekin í notkun þar sérstakur leir. Barði brosir í dag en þegar hann var sem veikastur gat hann varla hugsað heila hugsun.vísir/vilhelm „Breytt var um vinnsluaðferð og þessi leir settur í holurnar þegar búið er að fylla deiglurnar. Sem var dælt í holuna úr sérstakri leirbyssu. Eina græjan er notuð á þeim ofni sem ég var á.“ Seinna kom í ljós að sá leir sem þarna var notaður reyndist verulega krabbameinsvaldandi. Sérfræðingar frá Háskóla Íslands voru fengnir til að rannsaka þetta. „Það er PAH-efni í þessu sem við vorum að anda að okkur sem reyndist margfalt meira en gefið er upp á pakkningunum. Verksmiðjan hefði þurft að vera opin til að þetta hefði ekki áhrif á okkur. Baneitrað.“ Ágætur í dag eftir allar hremmingarnar Barði segist ekki geta nefnt það með neinni nákvæmni en hann ætlar að það hafi tekið Elkem um tvö ár eftir að þetta lá fyrir að skipta þeim leir út og hann hefur það til marks um skeytingarleysið. „Þeim var bara nákvæmlega sama. Og framkoman við mig var í takti við þetta. ´ Ef þetta hefði verið alvöru fyrirtæki þá hefði umsvifalaust verið skipt um þennan baneitraða leir. Gott dæmi og alvarlegt sem lýsir þessari afstöðu.“ Barði segir að erfitt sé fyrir starfsmenn sem ekki eru upplýstir að vara sig á öðru eins og þessu. Ekki sé hægt að ætlast til þess. Spurður hvernig honum líði núna segist hann vera ágætur. „Ég er ekki með fulla starfsorku, en ég er svo heppinn að komast að í vinnu í fjölskyldufyrirtækinu, vinnu sem reynir ekki á líkama eða þannig. Ekki mikið stress eða líkamleg vinna, þannig að ég hef það ágætt. Sérstaklega eftir þennan dóm, ég trúði þessu varla.“ Sjóvá hafi beitt öllum brögðum til að koma sér hjá bótagreiðslum Eins og fram hefur komið var meira en segja það að knýja fram niðurstöðu í þessu einstaka máli. Barði fór fram á dómkvatt mat í málinu sem lá fyrir í desember 2017. Þar kom fram að allar líkur væru á að aðstæður á vinnustað hefðu orsakað sjúkdóminn. Í framhaldi var send krafa á Sjóvá, sem hafnaði erindinu aftur. Málinu var því stefnt fyrir héraðsdóm í desember 2018. Barði segir þetta mál aldrei hafa snúist um peninga, heldur réttlæti. Hann hafði þrjóskuna til að bera og aðstæður til að knýja fram niðurstöðu í málinu. Hann vonar að nú sé komið dómafordæmi sem gerir öðrum kleift að leita réttar síns.vísir/vilhelm „Eftir það virðist sem Sjóvá hafi beitt öllum brögðum til að tefja málið eins og mögulegt var en fór í febrúar 2020 fram á yfirmatsgerð í málinu. Yfirmatsgerðin var birt í október 2020 og voru niðurstöður hennar enn ákveðnari á þann veg að sjúkdómur mínar orsakaðist af aðstæðum á vinnustað. Enn var Sjóvá ekki tilbúið til að semja og fyrsta sáttarboðið kom mánuði fyrir málflutning, í febrúar 2021.“ Þá var Barði kominn með nóg og vildi fá niðurstöðu dómstóla í málið. Niðurstaðan var sú að aðstæður á vinnustað hefðu sannarlega orsakað veikindi Barða og í fyrsta sinn var fyrirtæki dæmt til greiðslu bóta til starfsmanns vegna vítaverðs gáleysis. Ótækt að tryggingarfélög dragi veikt fólk á asnaeyrum árum saman Barði segir að fyrir honum hafi þetta mál hafi aldrei snúist um peningana. Úr dómsskjölum. Samkvæmt þessum vitnisburði voru starfsaðstæður í Járnblendinu fyrir neðan allar hellur.skjáskot „Engin fjárhæð getur bætt manni heilsuna eða það að hafa ekki fulla starfsorku það sem eftir er ævinnar. Þetta hefur allan tímann snúist um viðurkenninguna, að þeir hafi vísvitandi, ítrekað og í mörg ár lagt starfsmenn sína í hættu.“ Þá finnst Barða fáránlegt að stórfyrirtæki og tryggingafélög geti dregið veikt fólk áfram á asnaeyrunum árum saman og í raun reynt að láta mál dragast svo lengi að það gefist upp. „Ég var í góðri aðstöðu til að halda áfram með svona mál. Þekkti til lögmannsstofunnar, fékk stuðninginn frá fjölskyldu og vinum og var það þrjóskur að gefast ekki upp. Margir eru ekki svo heppnir“. Nú liggur niðurstaðan fyrir og Barði vonar að það verði öðrum sem eru í hans sporum hvatning til að leita réttar síns.
Heilbrigðismál Vinnuslys Dómsmál Stóriðja Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira