Segir lífskjörin ekki verða tekin að láni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. júní 2021 20:37 Guðlaugur Þór Þórðarson lagði áherslu á verðmætasköpun í ræðu sinni. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir skuldsetningu ríkissjóðs ekki vera réttu leiðina til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem Íslendingar hafa vanist. Hann telur verðmætasköpun og sókn á erlendum mörkuðum mikilvæga í þessu samhengi. „Nú er mikilvægara en nokkru sinni að efla verðmætasköpun í landinu, að ná kröftugri viðspyrnu eftir hinn óhjákvæmilega samdrátt sem faraldurinn hafði í för með sér.“ Þá segir Guðlaugur að við munum ekki skattleggja okkur út úr þrengingunum og að lífskjörin verði ekki tekin að láni. Það þurfi að veita fólki og fyrirtækjum svigrúm til að skapa verðmæti. „Við þurfum því að létta byrðum, einkum af smærri fyrirtækjum, í stað þess að auka þær.“ Hann bendir jafnframt á mikilvægi þess að auka sókn okkar á erlendum mörkuðum og að lífskjör okkar standi og falli með því hvernig sú sókn takist til. Hann segir einnig mikilvægt að okkar markaðir standi öðrum opnir. Sem utanríkisráðherra hafi hann lagt áherslu á að tryggja íslenskum fyrirtækjum samkeppnisstöðu á við keppinauta þeirra í öðrum löndum. Nýjasta dæmi um það sé fríverslunarsamningur við Bretland sem gerður var í samfloti við Noreg og Liechtenstein. Ef unga fólkið leitar annað, er illa fyrir okkur komið „Við viljum að unga fólkið sjái Ísland áfram sem land tækifæranna. Ef unga fólkið okkar leitar annað, ef það telur hag sínum betur borgið annars staðar, þá er illa fyrir okkur komið.“ Guðlaugur segir jafnframt að við þurfum að búa okkur undir það að eftir skamman tíma verði fimmti hver Íslendingur á lífeyrisaldri. Hann leggur til að litið sé til Norðurlandanna í þeim efnum. Frelsi og ábyrgð tvær hliðar á sama peningi Hann segir heimsfaraldurinn ekki vera búinn fyrr en hann hættir að vera ógn við heilsu samfélagsins og innviði heilbrigðiskerfisins. „Þá setjum við óttann í aftursætið og látum vonina, bjartsýnina og framkvæmdagleðina taka við stýrinu á ný.“ Hann ítrekar í þessu samhengi að frelsi og ábyrgð séu ekki andstæður, heldur tvær hliðar á sama peningi. Þá lauk hann máli sínu með því að minna á þá bjartsýni og þrautseigju sem einkennir íslensku þjóðina. „Við þurfum að hafa fyrir hlutunum - En það er bjart fram undan ef rétt er á málum haldið.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
„Nú er mikilvægara en nokkru sinni að efla verðmætasköpun í landinu, að ná kröftugri viðspyrnu eftir hinn óhjákvæmilega samdrátt sem faraldurinn hafði í för með sér.“ Þá segir Guðlaugur að við munum ekki skattleggja okkur út úr þrengingunum og að lífskjörin verði ekki tekin að láni. Það þurfi að veita fólki og fyrirtækjum svigrúm til að skapa verðmæti. „Við þurfum því að létta byrðum, einkum af smærri fyrirtækjum, í stað þess að auka þær.“ Hann bendir jafnframt á mikilvægi þess að auka sókn okkar á erlendum mörkuðum og að lífskjör okkar standi og falli með því hvernig sú sókn takist til. Hann segir einnig mikilvægt að okkar markaðir standi öðrum opnir. Sem utanríkisráðherra hafi hann lagt áherslu á að tryggja íslenskum fyrirtækjum samkeppnisstöðu á við keppinauta þeirra í öðrum löndum. Nýjasta dæmi um það sé fríverslunarsamningur við Bretland sem gerður var í samfloti við Noreg og Liechtenstein. Ef unga fólkið leitar annað, er illa fyrir okkur komið „Við viljum að unga fólkið sjái Ísland áfram sem land tækifæranna. Ef unga fólkið okkar leitar annað, ef það telur hag sínum betur borgið annars staðar, þá er illa fyrir okkur komið.“ Guðlaugur segir jafnframt að við þurfum að búa okkur undir það að eftir skamman tíma verði fimmti hver Íslendingur á lífeyrisaldri. Hann leggur til að litið sé til Norðurlandanna í þeim efnum. Frelsi og ábyrgð tvær hliðar á sama peningi Hann segir heimsfaraldurinn ekki vera búinn fyrr en hann hættir að vera ógn við heilsu samfélagsins og innviði heilbrigðiskerfisins. „Þá setjum við óttann í aftursætið og látum vonina, bjartsýnina og framkvæmdagleðina taka við stýrinu á ný.“ Hann ítrekar í þessu samhengi að frelsi og ábyrgð séu ekki andstæður, heldur tvær hliðar á sama peningi. Þá lauk hann máli sínu með því að minna á þá bjartsýni og þrautseigju sem einkennir íslensku þjóðina. „Við þurfum að hafa fyrir hlutunum - En það er bjart fram undan ef rétt er á málum haldið.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira