Kvartað vegna þátttöku Áslaugar og Víðis í „Ég trúi“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júní 2021 21:43 Áslaug Arna og Víðir Reynisson lýstu því yfir að þau tryðu þolendum ofbeldis. vísir/vilhelm Kvartað var til umboðsmanns Alþingis yfir þátttöku Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns almannavarna, í myndbandinu „Ég trúi“, sem hlaðvarpið Eigin konur gaf út til stuðnings þolendum ofbeldis. Umboðsmaður segir að kvörtun til hans verði að varða tiltekna athöfn, athafnaleysi eða ákvörðun stjórnvalds, sem felur í sér beitingu stjórnsýsluvalds og beinist að eða hefur áhrif á hagsmuni þess sem kvartar. Starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds er alla jafna ekki tekin til almennrar athugunar á grundvelli kvörtunar heldur verður umboðsmaður Alþingis sjálfur að ákveða að fara í frumkvæðisathugun á þeim. Hann mun því ekki taka afstöðu til eða fjalla um þátttöku ráðherrans og yfirlögregluþjónsins í myndbandinu vegna kvörtunarinnar. Kvörtuninni haldið til haga Í svari við kvörtuninni sem umboðsmaður birti á heimasíðu sinni segir hann þó að henni verði verði haldið til haga, eins og öllum ábendingum sem berast embættinu, og það metið hvort tilefni sé til að taka atriði hennar til frumkvæðisathugunar. „Verði málefnið tekið til athugunar er almennt ekki upplýst um það sérstaklega heldur er tilkynnt um athugunina á vefsíðu umboðsmanns,“ segir í svarinu. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar stigu fram í myndbandinu og sögðust trúa brotaþolum í ofbeldismálum. Myndbandið fjarlægt Myndbandið sem um ræðir var framleitt af hlaðvarpinu Eigin konur, sem þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir halda úti. Í því kom fram fjöldi frægra einstaklinga fram og lýsti yfir stuðningi við þolendur ofbeldis með orðunum „ég trúi“. Meðal þeirra sem þar komu fram voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, en í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort eðlilegt væri að æðsti yfirmaður dómstóla og yfirmaður innan lögreglunnar tækju þátt í slíku myndbandi. Í samtali við Vísi um miðjan síðasta mánuð sagði Áslaug að hún teldi það ekki mistök að hafa tekið þátt í myndbandinu. „Ég tók bara afstöðu með því að styðja þær vinkonur mínar og þolendur sem hafa stigið fram í að segja sína sögu,“ sagði hún. Myndbandið var fjarlægt af YouTube skömmu eftir birtingu eftir að tveir einstaklingar sem komu fram í því lýstu því yfir að þeir hefðu farið yfir mörk kvenna. Það voru þeir Magnús Sigurbjörnsson, bróðir Áslaugar, og Pálmar Ragnarsson. Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar MeToo Dómstólar Tengdar fréttir #Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54 Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. 13. maí 2021 21:21 Tveir úr myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk Magnús Sigurbjörnsson og Pálmar Ragnarsson segjast ýmist hafa eða mjög líklega hafa farið yfir mörk kvenna í lífi sínu. Magnús og Pálmar voru á meðal þeirra sem stigu fram í myndbandinu „Ég trúi“ sem birt var í gær til stuðnings þolendum ofbeldis. 13. maí 2021 23:47 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Umboðsmaður segir að kvörtun til hans verði að varða tiltekna athöfn, athafnaleysi eða ákvörðun stjórnvalds, sem felur í sér beitingu stjórnsýsluvalds og beinist að eða hefur áhrif á hagsmuni þess sem kvartar. Starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds er alla jafna ekki tekin til almennrar athugunar á grundvelli kvörtunar heldur verður umboðsmaður Alþingis sjálfur að ákveða að fara í frumkvæðisathugun á þeim. Hann mun því ekki taka afstöðu til eða fjalla um þátttöku ráðherrans og yfirlögregluþjónsins í myndbandinu vegna kvörtunarinnar. Kvörtuninni haldið til haga Í svari við kvörtuninni sem umboðsmaður birti á heimasíðu sinni segir hann þó að henni verði verði haldið til haga, eins og öllum ábendingum sem berast embættinu, og það metið hvort tilefni sé til að taka atriði hennar til frumkvæðisathugunar. „Verði málefnið tekið til athugunar er almennt ekki upplýst um það sérstaklega heldur er tilkynnt um athugunina á vefsíðu umboðsmanns,“ segir í svarinu. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar stigu fram í myndbandinu og sögðust trúa brotaþolum í ofbeldismálum. Myndbandið fjarlægt Myndbandið sem um ræðir var framleitt af hlaðvarpinu Eigin konur, sem þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir halda úti. Í því kom fram fjöldi frægra einstaklinga fram og lýsti yfir stuðningi við þolendur ofbeldis með orðunum „ég trúi“. Meðal þeirra sem þar komu fram voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, en í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort eðlilegt væri að æðsti yfirmaður dómstóla og yfirmaður innan lögreglunnar tækju þátt í slíku myndbandi. Í samtali við Vísi um miðjan síðasta mánuð sagði Áslaug að hún teldi það ekki mistök að hafa tekið þátt í myndbandinu. „Ég tók bara afstöðu með því að styðja þær vinkonur mínar og þolendur sem hafa stigið fram í að segja sína sögu,“ sagði hún. Myndbandið var fjarlægt af YouTube skömmu eftir birtingu eftir að tveir einstaklingar sem komu fram í því lýstu því yfir að þeir hefðu farið yfir mörk kvenna. Það voru þeir Magnús Sigurbjörnsson, bróðir Áslaugar, og Pálmar Ragnarsson.
Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar MeToo Dómstólar Tengdar fréttir #Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54 Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. 13. maí 2021 21:21 Tveir úr myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk Magnús Sigurbjörnsson og Pálmar Ragnarsson segjast ýmist hafa eða mjög líklega hafa farið yfir mörk kvenna í lífi sínu. Magnús og Pálmar voru á meðal þeirra sem stigu fram í myndbandinu „Ég trúi“ sem birt var í gær til stuðnings þolendum ofbeldis. 13. maí 2021 23:47 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
#Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54
Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. 13. maí 2021 21:21
Tveir úr myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk Magnús Sigurbjörnsson og Pálmar Ragnarsson segjast ýmist hafa eða mjög líklega hafa farið yfir mörk kvenna í lífi sínu. Magnús og Pálmar voru á meðal þeirra sem stigu fram í myndbandinu „Ég trúi“ sem birt var í gær til stuðnings þolendum ofbeldis. 13. maí 2021 23:47