Svæðið tekur sífelldum breytingum eftir því sem hraun þekur meira svæði og nýjar gossprungur hafa opnast.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á gosstöðvunum í dag og tók fallegar drónamyndir af hrauninu í gosinu þar sem það kraumaði og flæddi niður nýstorknaðar hraunhlíðar.
Þar má meðal annars sjá hraunspýjur skjótast upp úr gígnum og myndarlega hraunfossa finna sér farveg niður hlíðarnar á gosstöðvunum.
Sjón er sögu ríkari, en myndirnar má sjá hér að neðan.