Mikilvægt fyrir vinningshafann að læra af reynslu annarra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júní 2021 18:50 Björn Berg ræddi langstærsta lottóvinning Íslandssögunnar og sagði vinningshafann þurfa að halda vel á spilunum, ef ekki eigi illa að fara. Vísir/Samsett Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, segir auðveldara en það kann að virðast að brenna hratt í gegnum háar fjárhæðir, líkt og þá sem íslenskur lottóspilari vann í gær. Viðkomandi vann til annars vinnings í Víkinglottó og fékk hátt í 1,3 milljarða króna í sinn hlut. Björn Berg var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að mikilvægt sé að gera hlutina rétt, ef ætlunin er að láta upphæðina endast eins lengi og kostur er. „Það er alveg ljóst að þetta gjörbreytir lífi viðkomandi ef vel er haldið á spilunum. Það sem ég myndi telja mikilvægt að gera er að kynna sér og læra af reynslu annarra,“ segir Björn Berg. Viðkomandi sé ekki sá fyrsti í sögunni til þess að fá fyrirvaralaust háa fjárhæð í fangið. Sagan sýni að stundum endist fjárhæðir sem fólki áskotnast með þessum hætti, að vinna í lottó, ekki jafn lengi og fólk myndi halda. „Þegar við hugsum um svona fjárhæð þá finnst okkur alveg útilokað að það sé með nokkrum hætti hægt að eyða þessu. Að þetta hljóti nú bara að endast fólki út lífsleiðina. Það er nú samt þannig að í gegnum tíðina hafa vinningshafar stórra lottóvinninga eins og þessara margir tapað sínum peningum á tiltölulega skömmum tíma,“ segir Björn Berg. Hann segir, að þótt ótrúlegt megi virðast, sé hægt að spæna í gegnum 1,3 milljarðar króna á skömmum tíma, hafi fólk hugmyndaflug í það. Hann bendir til að mynda á afreksíþróttafólk í vinsælustu íþróttum heims, sem er oft með miklar tekjur. Dæmi séu um að íþróttamenn sem þénað hafi háar fjárhæðir meðan á ferlinum stóð fari í gjaldþrot eftir að honum lýkur. Sömu sögu sé að segja um vinningshafa stórra happdrættisvinninga. „Auðvitað er gaman að eyða þessum peningum. Ég geri ráð fyrir að viðkomandi sé bara kominn í Smáralindina. En það þarf að velta því fyrir sér hvernig hægt er að tryggja það að þessi peningur muni endast lengi og hvernig hann getur sinnt því hlutverki sem er dýrmætast við svona vinning, sem er ofboðslegt fjárhagslegt öryggi.“ Til þess að það megi verða að veruleika þurfi að setjast niður, reikna, koma peningunum fyrir þannig að þeir séu öruggir og ávaxtist. „Ef við hugsum ekki út í það, þá er aldrei að vita nema að kortið sé bara orðið [tómt].“ Rekstrarkostnaður verður mörgum að falli Björn segir það algengara en ætla mætti að fólk sólundi upphæðum á borð við þá sem íslenski lottóspilarinn vann í gær. „Það er heilmikil reynsla af þessu. Það hefur verið fylgst með fólki og það hefur verið rannsakað og skoðað hvernig stórir vinningshafar hafa farið með sína peninga. Þetta virðist oft vera tiltölulega svipað. Það er auðvitað verið að eyða miklum peningum en það er líka hreinlega verið að fjárfesta í eignum þar sem rekstrarkostnaðurinn er mjög mikill og rekstrarkostnaðurinn verður meiri en sem nemur tekjum sem viðkomandi hefur,“ segir Björn Berg. Algengt sé að vinningshafar hárra upphæða hætti að vinna eða búi svo um að þeir fái lága vexti. Þannig „leki“ hægt og rólega af upphæðinni og vinningurinn skreppi saman. Sem dæmi um eignir með háan rekstrarkostnað nefnir Björn Berg dýrar fasteignir, óvandaðar fjárfestingar, báta, flugvélar, dýra bíla og starfsfólk. „Hár rekstrarkostnaður vegur ákaflega þungt þegar svona peningur á að endast í áratugi. Þá er mikilvægt að reikna þetta í heild sinni í upphafi og passa sérstaklega upp á það að nú verði ekki farið í einhverja vegferð sem skilar manni á sama stað og NBA-leikmaðurinn sem stendur uppi snauður eftir að hann hættir í deildinni og var á toppi heimsins.“ Sjálfur segir Björn að það fyrsta sem hann sjálfur myndi gera, stæði hann í sporum sigurvegarans, væri að greiða niður lán. „Það dýrmætasta sem við getum gert við mikla peninga er að vera örugg og að kaupa okkur öryggi með þeim. Það að greiða niður lán og losa sig við allar skuldir dregur auðvitað gríðarlega mikið úr allri áhættu við okkar daglegu heimilisfjármál. Það er að mínu mati besta fjárfestingin.“ Fjármál heimilisins Fjárhættuspil Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Viðkomandi vann til annars vinnings í Víkinglottó og fékk hátt í 1,3 milljarða króna í sinn hlut. Björn Berg var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að mikilvægt sé að gera hlutina rétt, ef ætlunin er að láta upphæðina endast eins lengi og kostur er. „Það er alveg ljóst að þetta gjörbreytir lífi viðkomandi ef vel er haldið á spilunum. Það sem ég myndi telja mikilvægt að gera er að kynna sér og læra af reynslu annarra,“ segir Björn Berg. Viðkomandi sé ekki sá fyrsti í sögunni til þess að fá fyrirvaralaust háa fjárhæð í fangið. Sagan sýni að stundum endist fjárhæðir sem fólki áskotnast með þessum hætti, að vinna í lottó, ekki jafn lengi og fólk myndi halda. „Þegar við hugsum um svona fjárhæð þá finnst okkur alveg útilokað að það sé með nokkrum hætti hægt að eyða þessu. Að þetta hljóti nú bara að endast fólki út lífsleiðina. Það er nú samt þannig að í gegnum tíðina hafa vinningshafar stórra lottóvinninga eins og þessara margir tapað sínum peningum á tiltölulega skömmum tíma,“ segir Björn Berg. Hann segir, að þótt ótrúlegt megi virðast, sé hægt að spæna í gegnum 1,3 milljarðar króna á skömmum tíma, hafi fólk hugmyndaflug í það. Hann bendir til að mynda á afreksíþróttafólk í vinsælustu íþróttum heims, sem er oft með miklar tekjur. Dæmi séu um að íþróttamenn sem þénað hafi háar fjárhæðir meðan á ferlinum stóð fari í gjaldþrot eftir að honum lýkur. Sömu sögu sé að segja um vinningshafa stórra happdrættisvinninga. „Auðvitað er gaman að eyða þessum peningum. Ég geri ráð fyrir að viðkomandi sé bara kominn í Smáralindina. En það þarf að velta því fyrir sér hvernig hægt er að tryggja það að þessi peningur muni endast lengi og hvernig hann getur sinnt því hlutverki sem er dýrmætast við svona vinning, sem er ofboðslegt fjárhagslegt öryggi.“ Til þess að það megi verða að veruleika þurfi að setjast niður, reikna, koma peningunum fyrir þannig að þeir séu öruggir og ávaxtist. „Ef við hugsum ekki út í það, þá er aldrei að vita nema að kortið sé bara orðið [tómt].“ Rekstrarkostnaður verður mörgum að falli Björn segir það algengara en ætla mætti að fólk sólundi upphæðum á borð við þá sem íslenski lottóspilarinn vann í gær. „Það er heilmikil reynsla af þessu. Það hefur verið fylgst með fólki og það hefur verið rannsakað og skoðað hvernig stórir vinningshafar hafa farið með sína peninga. Þetta virðist oft vera tiltölulega svipað. Það er auðvitað verið að eyða miklum peningum en það er líka hreinlega verið að fjárfesta í eignum þar sem rekstrarkostnaðurinn er mjög mikill og rekstrarkostnaðurinn verður meiri en sem nemur tekjum sem viðkomandi hefur,“ segir Björn Berg. Algengt sé að vinningshafar hárra upphæða hætti að vinna eða búi svo um að þeir fái lága vexti. Þannig „leki“ hægt og rólega af upphæðinni og vinningurinn skreppi saman. Sem dæmi um eignir með háan rekstrarkostnað nefnir Björn Berg dýrar fasteignir, óvandaðar fjárfestingar, báta, flugvélar, dýra bíla og starfsfólk. „Hár rekstrarkostnaður vegur ákaflega þungt þegar svona peningur á að endast í áratugi. Þá er mikilvægt að reikna þetta í heild sinni í upphafi og passa sérstaklega upp á það að nú verði ekki farið í einhverja vegferð sem skilar manni á sama stað og NBA-leikmaðurinn sem stendur uppi snauður eftir að hann hættir í deildinni og var á toppi heimsins.“ Sjálfur segir Björn að það fyrsta sem hann sjálfur myndi gera, stæði hann í sporum sigurvegarans, væri að greiða niður lán. „Það dýrmætasta sem við getum gert við mikla peninga er að vera örugg og að kaupa okkur öryggi með þeim. Það að greiða niður lán og losa sig við allar skuldir dregur auðvitað gríðarlega mikið úr allri áhættu við okkar daglegu heimilisfjármál. Það er að mínu mati besta fjárfestingin.“
Fjármál heimilisins Fjárhættuspil Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira