Menning

Vertu úlfur sópaði til sín Grímuverðlaunum

Árni Sæberg skrifar
Björn Thors átti leiksigur í sýningunni Vertu úlfur.
Björn Thors átti leiksigur í sýningunni Vertu úlfur. Þjóðleikhúsið

Einleikurinn Vertu úlfur stóð uppi sem ótvíræður sigurvegari kvöldsins þegar Íslensku sviðslistaverðlaunin voru veitt í kvöld.

Grímuverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói í kvöld. Langflest verðlaun, sjö talsins, hlaut sýningin Vertu úlfur sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í vetur. Verkið er eftir þau Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðin Unnsteinsson, en það er byggt á samnefndri bók Héðins.

Björn Thors var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir einleik sinn í Vertu úlfur. Edda Björg Eyjólfsdóttir hlaut verðlaun sem leikkona ársins í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Haukur og Lilja – Opnun.

Bestu leikarar í aukahlutverkum voru þau Birna Pétursdóttir, fyrir hlutverk sitt í Benedikti búálfi, og Kjartan Darri Kristjánsson, fyrir hlutverk sitt í Kafbáti.

Hallveigu Thorlacius og Þórhalli Sigurðssyni voru veitt heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands, fyrir framlag þeirra til íslensks barnaleikhúss.

Sigurvegarar allra flokka:

Sýning ársins: Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðinn Unnsteinsson í sviðsetningu Þjóðleikhússins.

Leikrit ársins: Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðinn Unnsteinsson.

Leikstjóri ársins: Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins.

Leikkona ársins í aðalhlutverki: Edda Björg Eyjólfsdóttir, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Haukur og Lilja - Opnun í sviðsetningu EP Sviðslistahóps.

Leikari ársins í aðalhlutverki: Björn Thors, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins.

Leikkona ársins í aukahlutverki: Birna Pétursdóttir, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Benedikt Búálfur í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.

Leikari ársins í aukahlutverki: Kjartan Darri Kristjánsson, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Kafbátur í sviðsetningu Þjóðleikhússins.

Leikmynd ársins: Elín Hansdóttir, fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins.

Búningar ársins: María Th. Ólafsdóttir, fyrir sýninguna Kardemommubærinn í sviðsetningu Þjóðleikhússins.

Lýsing ársins: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Halldór Örn Óskarsson, fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins.

Tónlist ársins: Friðrik Margrétar Guðmundsson, fyrir sýninguna Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó.

Hljóðmynd ársins: Elvar Geir Sævarsson og Valgeir Sigurðsson, fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins.

Söngvari eða söngkona ársins: María Sól Ingólfsdóttir, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó.

Dans- og sviðshreyfingar ársins: Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Kvaran, Nick Candy, Bryndís Torfadóttir og Thomas Burke, fyrir sýninguna Allra veðra von í sviðsetningu Hringleiks í samstarfi við Tjarnarbíó.

Dansari ársins: Inga Maren Rúnarsdóttir, fyrir hlutverk sitt í sýningunni ÆVI í sviðsetningu Íslenska dansflokksins.

Danshöfundur ársins: Inga Maren Rúnarsdóttir, fyrir sýninguna ÆVI í sviðsetningu Íslenska dansflokksins.

Sproti ársins: Leikhópurinn PólÍs.

Barnasýning ársins: Kafbátur, eftir Gunnar Eiríksson í sviðsetningu Þjóðleikhússins.

Útvarpsverk ársins: Með tík á heiði, eftir Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur í leikstjórn Silju Haukdsdóttur, í sviðsetningu útvarpsleikhússins og RÚV.

Heiðursverðlaun: Hallveig Thorlacius og Þórhallur Sigurðsson, fyrir framlag þeirra til íslensks barnaleikhúss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.