Skítakuldi í kortum næstu þrjár vikurnar að minnsta kosti Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 12:28 Þó það kunni að freista einhverra að praktísera lýðskrum í veðurspám sínum lætur Einar Sveinbjörnsson það ekki eftir sér. Það er kuldi í kortum næstu þrjár vikurnar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur veigrar sér ekki við því að bjóða upp á vont veður og segir kulda í kortum næstu vikurnar. Veðurfræðingar eru í sérkennilegri stöðu, þeir eru sagðir ljúga í vinsælum dægurlögum, þeir eru sakaðir um leiðindi vegna vondra veðra og svo eru þeir líka til sem praktísera lýðskrum í spám sínum. Og fegra stöðuna til að friðþægja landsmenn og ekki síst þá sem standa fyrir útihátíðum. Einar er ekki einn af þeim. „Ég fæ stundum að heyra það að spá ekki nógu góðu og skemmtulegu veðri – vera ekki með þessi leiðindi svona þegar allt sumarið er framundan! Það má alveg velja sér þar hlutskipti sem veðurfræðingur að pakka saman og láta sig hverfa þegar leiðinlegt veður er í aðsigi og spretta síðan fram glaðhlakkalegur og sóla sig í góðri veðurspá,“ segir Einar í pistli sem hann birtir á Facebook. Einar er staddur í Borgarnesi og segir að eftir sumarlegan sudda þar, með suðlægum áttum hafi hann nú vaknað við norðan kælu og ekki nema 5 stiga hita. Norðlendingar og Vestfirðingar sjá í hvíta fjallstoppa. „Auðvitað ekki skemmtilegt, en svona er þetta nú bara og þessi umskipti voru fyrirséð með margra daga fyrirvara.“ Einar telur þessi orð nauðsynlegan inngang að nýrri þriggja vikna spá sem hann skellir fram, þó það kynni að kalla á mögulegar óvinsældir og almenn leiðindi. Hér fer spá Einars og þetta er, svo það sé nú bara sagt, alveg glatað: Næsta vika 14- 21. júní: Ríkjandi N-átt og kalt í veðri, jafnvel óvenju kalt fyrir árstímann. Hiti á Akureyri lengst af um 5°C eða um 4 stigum undir meðallagi árstímans. Sólríkt syðra og þokkalegir dagar sunnan undir í skjóli. Vika 2: 21. -28. júní: Meira um grunnar lægðir og með SV-og V-áttir í bland við N-áttir. Þó aðeins hlýni, verður samt svalt á landinu og fremur skúra- eða rigningarsamt. Einna skást austan- og suðaustanlands. Vika 3: 28. júní - 5. júlí: Metnar um 60% líkur á að áfram haldist fremur svalt veður og nær kuldinn frá norðurhjaranum yfir Skandinavíu og suður á meginland Evrópu. N-áttir og aftur fremur þurrt, en þoka tíð norðanlands. Um 30-40% líkur taldar á snúist til betri tíðar og fari hlýnandi veður með S-lægum vindáttum. Kortin eru frá ECMWF sýna annars vegar spá um frávik hita vikuna 21. -28. júní og hins vegar spá um lægðarsvægju yfir landinu í 500hPa sömu viku ásamt fráviki frá hæð flatarins. Veður Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Veðurfræðingar eru í sérkennilegri stöðu, þeir eru sagðir ljúga í vinsælum dægurlögum, þeir eru sakaðir um leiðindi vegna vondra veðra og svo eru þeir líka til sem praktísera lýðskrum í spám sínum. Og fegra stöðuna til að friðþægja landsmenn og ekki síst þá sem standa fyrir útihátíðum. Einar er ekki einn af þeim. „Ég fæ stundum að heyra það að spá ekki nógu góðu og skemmtulegu veðri – vera ekki með þessi leiðindi svona þegar allt sumarið er framundan! Það má alveg velja sér þar hlutskipti sem veðurfræðingur að pakka saman og láta sig hverfa þegar leiðinlegt veður er í aðsigi og spretta síðan fram glaðhlakkalegur og sóla sig í góðri veðurspá,“ segir Einar í pistli sem hann birtir á Facebook. Einar er staddur í Borgarnesi og segir að eftir sumarlegan sudda þar, með suðlægum áttum hafi hann nú vaknað við norðan kælu og ekki nema 5 stiga hita. Norðlendingar og Vestfirðingar sjá í hvíta fjallstoppa. „Auðvitað ekki skemmtilegt, en svona er þetta nú bara og þessi umskipti voru fyrirséð með margra daga fyrirvara.“ Einar telur þessi orð nauðsynlegan inngang að nýrri þriggja vikna spá sem hann skellir fram, þó það kynni að kalla á mögulegar óvinsældir og almenn leiðindi. Hér fer spá Einars og þetta er, svo það sé nú bara sagt, alveg glatað: Næsta vika 14- 21. júní: Ríkjandi N-átt og kalt í veðri, jafnvel óvenju kalt fyrir árstímann. Hiti á Akureyri lengst af um 5°C eða um 4 stigum undir meðallagi árstímans. Sólríkt syðra og þokkalegir dagar sunnan undir í skjóli. Vika 2: 21. -28. júní: Meira um grunnar lægðir og með SV-og V-áttir í bland við N-áttir. Þó aðeins hlýni, verður samt svalt á landinu og fremur skúra- eða rigningarsamt. Einna skást austan- og suðaustanlands. Vika 3: 28. júní - 5. júlí: Metnar um 60% líkur á að áfram haldist fremur svalt veður og nær kuldinn frá norðurhjaranum yfir Skandinavíu og suður á meginland Evrópu. N-áttir og aftur fremur þurrt, en þoka tíð norðanlands. Um 30-40% líkur taldar á snúist til betri tíðar og fari hlýnandi veður með S-lægum vindáttum. Kortin eru frá ECMWF sýna annars vegar spá um frávik hita vikuna 21. -28. júní og hins vegar spá um lægðarsvægju yfir landinu í 500hPa sömu viku ásamt fráviki frá hæð flatarins.
Næsta vika 14- 21. júní: Ríkjandi N-átt og kalt í veðri, jafnvel óvenju kalt fyrir árstímann. Hiti á Akureyri lengst af um 5°C eða um 4 stigum undir meðallagi árstímans. Sólríkt syðra og þokkalegir dagar sunnan undir í skjóli. Vika 2: 21. -28. júní: Meira um grunnar lægðir og með SV-og V-áttir í bland við N-áttir. Þó aðeins hlýni, verður samt svalt á landinu og fremur skúra- eða rigningarsamt. Einna skást austan- og suðaustanlands. Vika 3: 28. júní - 5. júlí: Metnar um 60% líkur á að áfram haldist fremur svalt veður og nær kuldinn frá norðurhjaranum yfir Skandinavíu og suður á meginland Evrópu. N-áttir og aftur fremur þurrt, en þoka tíð norðanlands. Um 30-40% líkur taldar á snúist til betri tíðar og fari hlýnandi veður með S-lægum vindáttum. Kortin eru frá ECMWF sýna annars vegar spá um frávik hita vikuna 21. -28. júní og hins vegar spá um lægðarsvægju yfir landinu í 500hPa sömu viku ásamt fráviki frá hæð flatarins.
Veður Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira