Í fyrsta skipti sem England vinnur fyrsta leik á Evópumóti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júní 2021 15:00 Raheem Sterling fagnar marki sínu vel og innilega. Justin Tallis - Pool/Getty Images England og Króatía áttust við í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Mark Raheem Sterling á 57.mínútu reyndist eina mark leiksins og það voru því Englendingar sem fóru með 1-0 sigur af hólmi. Eins og allir leikir Englands í riðlinum fór viðureign þeirra gegn Króatí fram á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga. Þeir ensku byrjuðu betur og Phil Foden var ansi nálægt því að koma þeim yfir strax á sjöttu mínútu. Þá fékk hann sendinu inn fyrir frá Raheem Sterling, en skot hans hafnaði í innanverðri stönginni. Króatar náðu að hægja á sóknarleik Englendinga um miðjan fyrri hálfleik og nokkuð jafnræði ríkti þar til flautað var til hálfleiks. Á 57.mínútu leit opnunarmark leiksins loksins ljós. Kalvin Phillips fékk þá boltann á miðjum vallarhelmingi Króata og frábær stungusending hans fann Raheem Sterling inni í teig Króata. Sterling gerði virkilega vel og kom boltanum fram hjá Dominik Livakovic í marki Króata. Á 82. mínútu kom Bellingham inn af varamannabekk Englendinga fyrir fyrirliða liðsins, Harry Kane. Bellingham varð þar með yngsti leikmaður sögunnar til að spila leik á Evrópumóti, aðeins 17 ára og 349 ára gamall. 17 years, 349 days Jude Bellingham comes on for #ENG and becomes the youngest player to ever feature in a European Championship #EURO2020 pic.twitter.com/0ORSCFcefF— B/R Football (@brfootball) June 13, 2021 Hvort sem þið trúið því eða ekki þá er þetta er í fyrsta skipti sem England vinnur opnunarleik sinn á Evrópumeistaramóti. For the first-ever time, England have won their opening game of a European Championships tournament.It s coming home. pic.twitter.com/BWLjNOsiWu— William Hill (@WilliamHill) June 13, 2021 Næsti leikur Króata er gegn Tékkum næstkomandi föstudag klukkan 16:00 áður en Englendingar mæta nágrönnum sínum, Skotum, klukkan 19:00 sama dag. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta
England og Króatía áttust við í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Mark Raheem Sterling á 57.mínútu reyndist eina mark leiksins og það voru því Englendingar sem fóru með 1-0 sigur af hólmi. Eins og allir leikir Englands í riðlinum fór viðureign þeirra gegn Króatí fram á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga. Þeir ensku byrjuðu betur og Phil Foden var ansi nálægt því að koma þeim yfir strax á sjöttu mínútu. Þá fékk hann sendinu inn fyrir frá Raheem Sterling, en skot hans hafnaði í innanverðri stönginni. Króatar náðu að hægja á sóknarleik Englendinga um miðjan fyrri hálfleik og nokkuð jafnræði ríkti þar til flautað var til hálfleiks. Á 57.mínútu leit opnunarmark leiksins loksins ljós. Kalvin Phillips fékk þá boltann á miðjum vallarhelmingi Króata og frábær stungusending hans fann Raheem Sterling inni í teig Króata. Sterling gerði virkilega vel og kom boltanum fram hjá Dominik Livakovic í marki Króata. Á 82. mínútu kom Bellingham inn af varamannabekk Englendinga fyrir fyrirliða liðsins, Harry Kane. Bellingham varð þar með yngsti leikmaður sögunnar til að spila leik á Evrópumóti, aðeins 17 ára og 349 ára gamall. 17 years, 349 days Jude Bellingham comes on for #ENG and becomes the youngest player to ever feature in a European Championship #EURO2020 pic.twitter.com/0ORSCFcefF— B/R Football (@brfootball) June 13, 2021 Hvort sem þið trúið því eða ekki þá er þetta er í fyrsta skipti sem England vinnur opnunarleik sinn á Evrópumeistaramóti. For the first-ever time, England have won their opening game of a European Championships tournament.It s coming home. pic.twitter.com/BWLjNOsiWu— William Hill (@WilliamHill) June 13, 2021 Næsti leikur Króata er gegn Tékkum næstkomandi föstudag klukkan 16:00 áður en Englendingar mæta nágrönnum sínum, Skotum, klukkan 19:00 sama dag. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti