Innlent

Hafa gengið að rótum gígsins og flúið undan flæðandi hrauni

Atli Ísleifsson skrifar
Frá elsstöðvunum í Fagradalsfjalli.
Frá elsstöðvunum í Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm

Lögreglu- og björgunarsveitarmenn í Grindavík hafa í dag hafa þurft að hafa afskipti af nokkrum einstaklingum sem hafa gengið út á nýstorknað hraunið, milli útsýnisstaða, og að rótum sjálfs stóra gígsins í Fagradalsfjalli.

Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarfélagsins Þorbjarnar í Grindavík, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Þeir hafa verið að labba yfir hraunið á milli útsýnishólanna. Ég kalla þó góða að hafa sloppið.“

Á vefmyndavél mbl.is má sjá hvernig einn maður tekur til fótanna og flýr undan hrauninu sem flæðir niður skömmu eftir klukkan 11 í morgun.

Bogi segist mjög undrandi á slíkri hegðun enda stórhættuleg. „Ég hélt að þetta væri ekki eitthvað sem þyrfti að passa. Sannkallaðir snillingar greinilega þarna á ferð,“ segir Bogi í miklum hæðnistón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×