Reyni gert að þola að vera sakaður um lygafréttir og að fólk gráti úr sér augun þeirra vegna Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 14:59 Reynir Traustason kærði Arnþrúði fyrir meiðyrði. Hún var sek fundin í héraði en Landsréttur snéri þeirri niðurstöðu og nú fagnar Arnþrúður. Landsréttur snéri dómi sem féll í héraði og er nú Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu saklaus af því að hafa látið meiðyrði falla um ritstjórann. Reynir fagnaði sigri eftir að niðurstaða féll í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann kærði Arnþrúði fyrir eftirfarandi ummæli: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Og svo: „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Ummælin voru dæmd dauð og ómerk og Arnþrúði gert að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur auk þess að reiða fram 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun lögmanns Reynis. En Landsréttur vildi meta málin á aðra lund. Litið til samhengis sem var umræða um athugasemdakerfi Í niðurstöðu dóms Landsréttar var vísað til 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrár þar sem segir að tjáningarfrelsið sé takmarkað vegna réttinda eða mannorðs annarra. Það er þó ávallt skilyrði að þær skorður séu nauðsynlegar og samræmist lýðræðishefðum. Ummælin eru sögð hafa fallið í tengslum við umræður þáttastjórnendanna um orðræðu fólks á netmiðlum og í athugasemdakerfum fjölmiðla. „Netmiðlarnir sem slíkir, DV, Vísir og Stundin hafa átt það sammerkt að þeir eru eins og sko, þeir bara taka fyrir fólk það sem þeim dettur í hug og síðan treysta þeir því að athugasemdakerfið sjái um að afgreiða líf fólks eftir það. Athugasemdakerfið sér um það. Það er ormagryfja.“ Framangreint málefni á erindi til almennings og er hluti mikilvægrar þjóðfélagsumræðu. Verður mönnum því játað rúmu frelsi til tjáningar af þeim sökum.“ Reynir frægur og verður að þola þetta Litið er til þessa samhengis og að almennt njóti menn rýmra tjáningarfrelsis þegar gildisdómar eru felldir en þegar staðhæfingar eru hafðar uppi um staðreyndir. Og það hafi þýðingu að hverjum ummælin beinast og hvaða stöðu viðkomandi hefur sem ber þau fram. Reynir sé þjóðþekktur maður sem starfað hefur sem blaðamaður og ritstjóri í tæp 30 ár. „Hann hefur verið áberandi í störfum sínum og hafa hann og fjölmiðlar undir hans stjórn ekki veigrað sér við að fjalla með hvössum og gagnrýnum hætti um menn og málefni líðandi stundar. Fyrir liggur að stefnda hefur ítrekað verið stefnt fyrir ærumeiðingar og var stefndi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2013 í máli nr. E-220/2013 dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðandi aðdróttanir,“ segir meðal annars í dómsorði. Reynir segir í stuttu samtali við fréttastofu að hann muni áfrýja málinu umsvifalaust til Hæstaréttar. Dómsmál Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður segir sig og Útvarp Sögu á dauðalista Djúpríkisins Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri segir meiðyrðadóminn að engu hafandi. 12. febrúar 2020 10:33 Arnþrúður áfrýjar meiðyrðadómi sem féll í dag Reynir Traustason segir fyrir öllu að búið er að dæma Arnþrúði ómerking. 11. febrúar 2020 14:58 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Reynir fagnaði sigri eftir að niðurstaða féll í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann kærði Arnþrúði fyrir eftirfarandi ummæli: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Og svo: „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Ummælin voru dæmd dauð og ómerk og Arnþrúði gert að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur auk þess að reiða fram 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun lögmanns Reynis. En Landsréttur vildi meta málin á aðra lund. Litið til samhengis sem var umræða um athugasemdakerfi Í niðurstöðu dóms Landsréttar var vísað til 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrár þar sem segir að tjáningarfrelsið sé takmarkað vegna réttinda eða mannorðs annarra. Það er þó ávallt skilyrði að þær skorður séu nauðsynlegar og samræmist lýðræðishefðum. Ummælin eru sögð hafa fallið í tengslum við umræður þáttastjórnendanna um orðræðu fólks á netmiðlum og í athugasemdakerfum fjölmiðla. „Netmiðlarnir sem slíkir, DV, Vísir og Stundin hafa átt það sammerkt að þeir eru eins og sko, þeir bara taka fyrir fólk það sem þeim dettur í hug og síðan treysta þeir því að athugasemdakerfið sjái um að afgreiða líf fólks eftir það. Athugasemdakerfið sér um það. Það er ormagryfja.“ Framangreint málefni á erindi til almennings og er hluti mikilvægrar þjóðfélagsumræðu. Verður mönnum því játað rúmu frelsi til tjáningar af þeim sökum.“ Reynir frægur og verður að þola þetta Litið er til þessa samhengis og að almennt njóti menn rýmra tjáningarfrelsis þegar gildisdómar eru felldir en þegar staðhæfingar eru hafðar uppi um staðreyndir. Og það hafi þýðingu að hverjum ummælin beinast og hvaða stöðu viðkomandi hefur sem ber þau fram. Reynir sé þjóðþekktur maður sem starfað hefur sem blaðamaður og ritstjóri í tæp 30 ár. „Hann hefur verið áberandi í störfum sínum og hafa hann og fjölmiðlar undir hans stjórn ekki veigrað sér við að fjalla með hvössum og gagnrýnum hætti um menn og málefni líðandi stundar. Fyrir liggur að stefnda hefur ítrekað verið stefnt fyrir ærumeiðingar og var stefndi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2013 í máli nr. E-220/2013 dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðandi aðdróttanir,“ segir meðal annars í dómsorði. Reynir segir í stuttu samtali við fréttastofu að hann muni áfrýja málinu umsvifalaust til Hæstaréttar.
Dómsmál Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður segir sig og Útvarp Sögu á dauðalista Djúpríkisins Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri segir meiðyrðadóminn að engu hafandi. 12. febrúar 2020 10:33 Arnþrúður áfrýjar meiðyrðadómi sem féll í dag Reynir Traustason segir fyrir öllu að búið er að dæma Arnþrúði ómerking. 11. febrúar 2020 14:58 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Arnþrúður segir sig og Útvarp Sögu á dauðalista Djúpríkisins Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri segir meiðyrðadóminn að engu hafandi. 12. febrúar 2020 10:33
Arnþrúður áfrýjar meiðyrðadómi sem féll í dag Reynir Traustason segir fyrir öllu að búið er að dæma Arnþrúði ómerking. 11. febrúar 2020 14:58