„Ég er orðinn einhver sérkapítuli í þessu landi“ Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 15:50 Reynir Traustason í dómsal, í málaferlum við Arnþrúði Karlsdóttir, ásamt lögmanni sínum Gunnari Inga Jóhannssyni. Þeir vilja áfrýja málinu en Landsréttur snéri við dómi héraðs í meiðyrðamáli Reynis á hendur Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu. vísir/vilhelm Reynir Traustason segir dóm Landsréttar óskiljanlegan með öllu og vill áfrýja. Eins og Vísir greindi frá nú fyrir stundu sneri Landsréttur dómi sem féll yfir Arnþrúði Karlsdóttur í héraði þar sem hún hafði verið dæmd fyrir meiðyrði um Reyni Traustason. Í dómsorði er það meðal annars metið svo að Reynir hafi verið áberandi í störfum sínum sem blaðamaður undanfarin þrjátíu árin. „… og hafa hann og fjölmiðlar undir hans stjórn ekki veigrað sér við að fjalla með hvössum og gagnrýnum hætti um menn og málefni líðandi stundar. Fyrir liggur að stefnda hefur ítrekað verið stefnt fyrir ærumeiðingar og var stefndi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2013 í máli nr. E-220/2013 dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðandi aðdróttanir.“ Svo segir meðal annars í niðurstöðukafla dómsorðs. Rýmra tjáningarfrelsi gagnvart Reyni en öðrum Reynir segir þetta engan veginn fá staðist, fráleitt í raun. „Dómarinn segir að mér hafi verið stefnt fyrir meiðyrði en ég var sýknaður af því öllu saman. Í öllum siðuðum samfélögum er sýknaður maður saklaus. ekki talað um að hann hafi verið kærður.“ Það sem hins vegar er verra að mati Reynis er að svo virðist sem ekki séu allir menn jafnir fyrir lögum. „Þetta þýðir að það má gagnvart mér og fleirum segja nánast hvað sem er meðan aðrir þegnar lúta öðrum lögmálum. Eg er svo svakalega opinber persóna að það má halda því fram að ég hafi drepið mann. En ef þetta er sagt um Palla rafvirkja eru þung viðurlög gagnvart því.“ Reynir utan laga og réttar Reynir segir, að höfðu samráði við lögmann sinn, að ekki sé um neitt annað að ræða en áfrýja málinu. En ekki er sjálfgefið að áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar fáist? „Það er önnur saga, þá er þetta bara þannig og þarf að skoða hvort við förum með þetta fyrir Evrópudómsstólinn. Hún dómarinn segir, jú, að ummælin séu á mörkunum og í því ljósi er felldur niður málskostnaður. Arnþrúður þarf að bera sinn málskostnað sjálf en dómurinn er einskonar núll núll. Svo koma þessi fáránlegu rök að af því að ég hafi verið hvassyrtur í gegnum tíðina og stefnt oft þá verði að rýmka tjáningarfrelsi þeirra sem tjá sig sérstaklega um mig. Ég er orðinn sér kapítuli í þessu landi, utan við lög og rétt,“ segir Reynir og telur þetta engan veginn standast skoðun. Dómsmál Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá nú fyrir stundu sneri Landsréttur dómi sem féll yfir Arnþrúði Karlsdóttur í héraði þar sem hún hafði verið dæmd fyrir meiðyrði um Reyni Traustason. Í dómsorði er það meðal annars metið svo að Reynir hafi verið áberandi í störfum sínum sem blaðamaður undanfarin þrjátíu árin. „… og hafa hann og fjölmiðlar undir hans stjórn ekki veigrað sér við að fjalla með hvössum og gagnrýnum hætti um menn og málefni líðandi stundar. Fyrir liggur að stefnda hefur ítrekað verið stefnt fyrir ærumeiðingar og var stefndi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2013 í máli nr. E-220/2013 dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðandi aðdróttanir.“ Svo segir meðal annars í niðurstöðukafla dómsorðs. Rýmra tjáningarfrelsi gagnvart Reyni en öðrum Reynir segir þetta engan veginn fá staðist, fráleitt í raun. „Dómarinn segir að mér hafi verið stefnt fyrir meiðyrði en ég var sýknaður af því öllu saman. Í öllum siðuðum samfélögum er sýknaður maður saklaus. ekki talað um að hann hafi verið kærður.“ Það sem hins vegar er verra að mati Reynis er að svo virðist sem ekki séu allir menn jafnir fyrir lögum. „Þetta þýðir að það má gagnvart mér og fleirum segja nánast hvað sem er meðan aðrir þegnar lúta öðrum lögmálum. Eg er svo svakalega opinber persóna að það má halda því fram að ég hafi drepið mann. En ef þetta er sagt um Palla rafvirkja eru þung viðurlög gagnvart því.“ Reynir utan laga og réttar Reynir segir, að höfðu samráði við lögmann sinn, að ekki sé um neitt annað að ræða en áfrýja málinu. En ekki er sjálfgefið að áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar fáist? „Það er önnur saga, þá er þetta bara þannig og þarf að skoða hvort við förum með þetta fyrir Evrópudómsstólinn. Hún dómarinn segir, jú, að ummælin séu á mörkunum og í því ljósi er felldur niður málskostnaður. Arnþrúður þarf að bera sinn málskostnað sjálf en dómurinn er einskonar núll núll. Svo koma þessi fáránlegu rök að af því að ég hafi verið hvassyrtur í gegnum tíðina og stefnt oft þá verði að rýmka tjáningarfrelsi þeirra sem tjá sig sérstaklega um mig. Ég er orðinn sér kapítuli í þessu landi, utan við lög og rétt,“ segir Reynir og telur þetta engan veginn standast skoðun.
Dómsmál Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira