Fótbolti

Stuðnings­yfir­lýsingum rignir yfir Erik­sen

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Christian Eriksen fyrir leikinn í dag.
Christian Eriksen fyrir leikinn í dag. Stuart Franklin/Pool

Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins sem hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í dag, er með meðvitund og getur talað. Hann er nú staddur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.

Segja má að knattspyrnuheimurinn hafi beðið með öndina í hálsinum meðan samherjar Eriksen og læknar danska liðsins hófu endurlífgunartilraunir. Eriksen var að endingu fluttur af velli og á sjúkrahús. Leikurinn var tímabundið flautaður af en er nú farinn aftur af stað.

Stuðningsyfirlýsingum hefur hreinlega rignt yfir Eriksen víða að úr knattspyrnuheiminum. Eftir að Eriksen var borinn af velli tóku stuðningsmenn finnska liðsins til að mynda upp á því að kyrja fyrra nafn hans yfir völlinn, og þeir dönsku svöruðu með eftirnafni hans.

Þá hafa þau lið sem Eriksen hefur spilað með á sínum atvinnumannaferli öll sent honum stuðningsyfirlýsingu. Eriksen leikur með Inter Milan á Ítalíu en lék áður með Tottenham á Englandi og Ajax í Hollandi.

Þá hafa fleiri sent Eriksen hlýja strauma, knattspyrnusambönd, lið, þjálfarar og leikmenn. Hér að neðan má sjá lítið brot af þeim baráttukveðjum sem Eriksen hafa verið sendar frá því atvikið átti sér stað.


Tengdar fréttir

Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld

Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×