Leikurinn var í járnum þegar Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn var samstundis stöðvaður og ljóst var að ekki væri í lagi með Eriksen. Kjær var snöggur til og tókst að koma í veg fyrir að Eriksen myndi gleypa tungu sína áður en sjúkraliðar komust að Eriksen.
Þá skorðaði Kjær liðsfélaga sinn rétt af ásamt því að tala við konu hans er hún kom tárvot inn á völlinn.
Eriksen var kominn til meðvitundar er hann var borinn af velli og skömmu síðar var staðfest að líðan hans væri stöðug. Eflaust má þakka Kjær fyrir það.
When Christian Eriksen collapsed on the pitch, Kjær was first to help him and summon the medical team to quickly get onto the pitch. After, he guided his teammates to cover Eriksen while he received medical treatment and consoled Eriksen's wife Sabrina.
— 433 (@433) June 12, 2021
Nothing but respect. pic.twitter.com/GrY8oCXc4D
Leikur Danmerkur og Finnlands var flautaður á að nýju klukkan 18.30 eftir samtal Evrópska knattspyrnusambandsins við leikmenn beggja liða.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.