Fótbolti

Castagne ekki meira með Belgum á EM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Timothy Castagne liggur eftir að hann og Daler Kuzyayev rákust saman. Nú er ljóst að Castagne spilar ekki meira á EM.
Timothy Castagne liggur eftir að hann og Daler Kuzyayev rákust saman. Nú er ljóst að Castagne spilar ekki meira á EM. EPA-EFE/Anton Vaganov

Bakvörðurinn Timothy Castagne meiddist í er Belgía lagði Rússland 3-0 í gær og mun ekki spila meira á EM.

Hinn 25 ára gamli Castagne byrjaði leik gærkvöldsins í hægri vængbakverði en þurfti að fara af velli strax á 27. mínútu leiksins vegna meiðslanna. 

Í ljós hefur komið að hann er brotið bein í kringum augntóftina og getur því ekki leikið meira með liðinu á mótinu.

Varamaðurinn Thomas Meunier kom inn í liðið af krafti en hann bæði skoraði og lagði upp í þægilegum 3-0 sigri Belga.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.


Tengdar fréttir

Belgar krupu en Rússar ekki

Athygli vakti fyrir leik Belgíu og Rússlands að síðarnefnda liðið kraup ekki með Belgum fyrir leik. Belgía vann leikinn 3-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×