Schick gaf Tékkum draumabyrjun með stórkostlegum tilþrifum Sindri Sverrisson skrifar 14. júní 2021 14:52 Patrik Schick fagnar seinna marki sínu gegn Skotum. Getty Schick skoraði fyrra mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks. Þessi 25 ára gamli leikmaður Leverkusen skoraði þá með góðum skalla. og Tékkar voru 1-0 yfir eftir frekar jafnan fyrri hálfleik. Jack Hendry var svo afar nálægt því að jafna metin í upphafi seinni hálfleiks þegar hann átti sláarskot og Tomás Vaclík bjargaði með frábærri markvörslu, áður en Schick skoraði seinna markið magnaða. Markið kom úr fullkomnu skoti frá miðju, yfir David Marshall sem kastaði sér aftur í markið til að reyna að verja en greip í tómt. Skotar fengu fáein góð færi til að minnka muninn en tókst ekki að nýta sér þau. Tékkland og England eru því efst í riðlinum með þrjú stig hvort en Skotland og Króatía án stiga. Næstu leikir í riðlinum eru á föstudaginn þegar Króatía mætir Tékklandi á Hampden Park en England og Skotland mætast á Wembley. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta
Schick skoraði fyrra mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks. Þessi 25 ára gamli leikmaður Leverkusen skoraði þá með góðum skalla. og Tékkar voru 1-0 yfir eftir frekar jafnan fyrri hálfleik. Jack Hendry var svo afar nálægt því að jafna metin í upphafi seinni hálfleiks þegar hann átti sláarskot og Tomás Vaclík bjargaði með frábærri markvörslu, áður en Schick skoraði seinna markið magnaða. Markið kom úr fullkomnu skoti frá miðju, yfir David Marshall sem kastaði sér aftur í markið til að reyna að verja en greip í tómt. Skotar fengu fáein góð færi til að minnka muninn en tókst ekki að nýta sér þau. Tékkland og England eru því efst í riðlinum með þrjú stig hvort en Skotland og Króatía án stiga. Næstu leikir í riðlinum eru á föstudaginn þegar Króatía mætir Tékklandi á Hampden Park en England og Skotland mætast á Wembley. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti