Rasísk merki og húðflúr gerð óheimil eftir fánamálið Snorri Másson skrifar 14. júní 2021 13:45 Lögreglukona sem bar þrjá fána sem notaðir hafa verið á vettvangi öfgahreyfinga sagðist ekki hafa vitað að þau hefðu neikvæða skírskotun, þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um málið. Ljósmynd af lögreglukonunni vakti hörð viðbrögð í vetur og sagði lögreglan að þetta væru alls ekki skilaboðin sem hún vildi senda frá sér. Eggert Jóhannesson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur hert reglur um einkennisfatnað íslenskra lögreglumanna. Lögreglumönnum er nú samkvæmt reglugerð óheimilt að bera sýnileg merki eða húðflúr „sem almennt þykja til þess fallin að ýta undir mismunun eða öfgahyggju.“ Ef ágreiningur myndast um það hvað telst til slíkra merkja er það lögreglustjóra að meta það. Hann getur síðan skotið málum til ríkislögreglustjóra, segir í reglugerðinni. Ný reglugerð var undirrituð í maí en í október í fyrra vakti það hörð viðbrögð þegar lögreglukona bar þrjá fána á búning sínum sem tengdir hafa verið við hatursorðræðu hvers konar. Sömu fánar höfðu verið notaðir af rasískum öfgasamtökum. Áslaug Arna sagði þá að haturstákn yrðu ekki liðin innan lögreglunnar og að það væri lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki slík merki frá sér. Nú hefur hún breytt reglugerðinni svo að sérstaklega sé kveðið á um þetta, en í eldri reglugerð var ekki vikið að utanaðkomandi einkennismerkjum. Önnur breyting í reglugerðinni er sú að lögreglumönnum er einfaldlega bannað að bera önnur merki og tákn en þau sem tilheyra almennum einkennisfatnaði þeirra. Merkin á þeim einkennisfatnaði eru lögreglumerki eru á báðum ermum. Á baki og hægra megin á brjósti er merkið „Lögreglan“ en vinstra megin á brjósti merkið „Police“. Ríkislögreglustjóra er heimilt í sérstökum tilvikum að merkja einnig með merkinu „Police“ á baki. Endurskinsmerkingar eru heimilar. Notkun annarra merkja eða tákna á einkennisfatnað eða búnað lögreglu er óheimil, nema sem heimiluð er sérstaklega skv. reglugerð þessari eða reglna settra af ríkislögreglustjóra, segir í reglugerðinni. Það er alveg skýrt, haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. Ef við þurfum að auka menntun eða taka á því með einhverjum hætti sem yfirstjórn lögreglunnar telur rétt, þá gerum við það.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 22, 2020 Efsti fáninn á búning lögreglukonunnar er svarthvít útgáfa af íslenska fánanum með blárri línu sem hefur erlendis þótt taka pólitíska afstöðu með „blue lives matter“ hreyfingunni gegn „black lives matter“. Þannig hefur hann verið tengdur við hvíta þjóðernishyggju. Þriðji fáninn er svokallaður Vínlandsfáni sem hefur verið tekinn upp af hvítum öfgahópum og nýnasistum. Höfuðkúpumerkið er þá „The Punisher“ sem er merki sem hefur verið notaður í samhengi við gróft ofbeldi í baráttunni gegn glæpum. Lögreglan Húðflúr Kynþáttafordómar Tengdar fréttir „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 „Lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það alveg vera skýrt að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. 22. október 2020 11:27 Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Lögreglumönnum er nú samkvæmt reglugerð óheimilt að bera sýnileg merki eða húðflúr „sem almennt þykja til þess fallin að ýta undir mismunun eða öfgahyggju.“ Ef ágreiningur myndast um það hvað telst til slíkra merkja er það lögreglustjóra að meta það. Hann getur síðan skotið málum til ríkislögreglustjóra, segir í reglugerðinni. Ný reglugerð var undirrituð í maí en í október í fyrra vakti það hörð viðbrögð þegar lögreglukona bar þrjá fána á búning sínum sem tengdir hafa verið við hatursorðræðu hvers konar. Sömu fánar höfðu verið notaðir af rasískum öfgasamtökum. Áslaug Arna sagði þá að haturstákn yrðu ekki liðin innan lögreglunnar og að það væri lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki slík merki frá sér. Nú hefur hún breytt reglugerðinni svo að sérstaklega sé kveðið á um þetta, en í eldri reglugerð var ekki vikið að utanaðkomandi einkennismerkjum. Önnur breyting í reglugerðinni er sú að lögreglumönnum er einfaldlega bannað að bera önnur merki og tákn en þau sem tilheyra almennum einkennisfatnaði þeirra. Merkin á þeim einkennisfatnaði eru lögreglumerki eru á báðum ermum. Á baki og hægra megin á brjósti er merkið „Lögreglan“ en vinstra megin á brjósti merkið „Police“. Ríkislögreglustjóra er heimilt í sérstökum tilvikum að merkja einnig með merkinu „Police“ á baki. Endurskinsmerkingar eru heimilar. Notkun annarra merkja eða tákna á einkennisfatnað eða búnað lögreglu er óheimil, nema sem heimiluð er sérstaklega skv. reglugerð þessari eða reglna settra af ríkislögreglustjóra, segir í reglugerðinni. Það er alveg skýrt, haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. Ef við þurfum að auka menntun eða taka á því með einhverjum hætti sem yfirstjórn lögreglunnar telur rétt, þá gerum við það.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 22, 2020 Efsti fáninn á búning lögreglukonunnar er svarthvít útgáfa af íslenska fánanum með blárri línu sem hefur erlendis þótt taka pólitíska afstöðu með „blue lives matter“ hreyfingunni gegn „black lives matter“. Þannig hefur hann verið tengdur við hvíta þjóðernishyggju. Þriðji fáninn er svokallaður Vínlandsfáni sem hefur verið tekinn upp af hvítum öfgahópum og nýnasistum. Höfuðkúpumerkið er þá „The Punisher“ sem er merki sem hefur verið notaður í samhengi við gróft ofbeldi í baráttunni gegn glæpum.
Lögreglan Húðflúr Kynþáttafordómar Tengdar fréttir „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 „Lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það alveg vera skýrt að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. 22. október 2020 11:27 Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51
„Lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það alveg vera skýrt að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. 22. október 2020 11:27
Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58