Innlent

Full­bólu­sett for­seta­frú með regn­boga­grímu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Forsetafrúin sendir þakkir til alls heilbrigðisstarfsfólks á landinu.
Forsetafrúin sendir þakkir til alls heilbrigðisstarfsfólks á landinu. Facebook/Eliza Reid

Eliza Jean Reid for­seta­frú var bólu­sett með bólu­efni Jan­sen í Laugar­dals­höll í dag. Hún var nokkuð seinni til að fá bólu­setningu en eigin­maður sinn Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands, en hann var bólu­settur með fyrri sprautu AstraZene­ca fyrir rúmum mánuði síðan.

Hann á enn eftir að fá sína seinni sprautu og er því ekki full­bólu­settur eins og Eliza er eftir Jan­sen-efnið sem veitir fulla vörn eftir eina sprautu.

Lát­laus bolur en gríma sem sendir skila­boð 

Klæða­burður for­setans við bólu­setninguna vakti nokkra at­hygli en hann mætti í Laugar­dals­höllina í hvítum stutt­erma­bol sem á var mynd Hug­leiks Dags­sonar af stuðnings­manni ís­lenska lands­liðsins í knatt­spyrnu sem kallar „HÚ!“.

Eins og flestir vita er fólk beðið um að mæta í bol þegar það á að fá bólu­setningu til að heil­brigðis­starfs­fólk á staðnum geti látið ferlið ganga hratt og vel fyrir sig.

Eliza var ekki alveg eins þjóð­leg og eigin­maðurinn í klæða­burði við bólu­setninguna og var klædd í lát­lausan svartan stutt­erma­bol.

Hún bar þó grímu í regn­boga­litunum réttinda­bar­áttu hin­segin fólks til stuðnings en for­seta­hjónin hafa verið afar dug­leg við að bera merki hin­segin fólks í em­bættis­heim­sóknum og á opin­berum við­burðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×