Aðför Samherja einsdæmi á Norðurlöndum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. júní 2021 22:45 Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks, hélt erindi á málþinginu þar sem hann lýsti aðför Samherja gegn sér. blaðamannafélag íslands Norrænir fjölmiðlar virðast flestir kannast við hótanir, ofbeldi og hatur í sinn garð, sem stórt vandamál. Enginn þeirra hefur þó heyrt af eins alvarlegum árásum fyrirtækis á hendur fjölmiðlafólki og þeim sem Samherji réðst í eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um Namibíumálið. Samherjamálið var mikið rætt á norrænu málþingi sem fór fram í dag um fjölmiðlafrelsi á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Málþingið var haldið af Blaðamannafélagi Íslands í samstarfi við norrænu sendiráðin og héldu þar ýmsir fulltrúar norrænna blaðamannafélaga erindi. Fjandsamlegt viðhorf eins fyrirtækis eða stærra vandamál? Þeirra á meðal var Olav Njaastad hjá Norrænu blaðamannamiðstöðinni en aðspurður hvort hann þekkti nokkur dæmi um sambærilega framgöngu fyrirtækja gegn blaðamönnum og þá sem Samherji hafði uppi sagði hann: „Nei, þetta er stórfurðuleg staða. Ég hef aldrei heyrt um neitt af þessari stærðargráðu.“ Olav hélt erindi sitt um fjölmiðlafrelsi í gegn um fjarfundabúnað.blaðamannafélag íslands Helgi Seljan, blaðamaður hjá Kveik, sem var á meðal þeirra sem upplýstu um Samherjamálið hélt erindi á málþinginu í dag þar sem hann lýsti árásum sjávarútvegsfyrirtækisins gegn sér. Áður hefur verið fjallað um þær í íslenskum fjölmiðlum; hvernig Samherji réð fyrrverandi rannsóknarlögreglumann til að njósna um Helga og hafa í hótunum við hann. Þá réðst fyrirtækið í herferð, með birtingum myndbanda sem voru ranlega sett fram sem fréttir, sem virðist helst hafa snúist um að koma óorði á Helga persónulega og draga starfsheiður hans og andlega heilsu í efa. Nú síðast var greint frá „skæruliðadeild Samherja“ svokallaðri sem rak áróðursstríðið fyrir fyrirtækið en í því teymi voru ráðgjafar og lögfræðingar fyrirtækisins auk sjómanns nokkurs sem var notaður sem leppur fyrir ýmis greinaskrif. Ljóst er að forstjórar Samherja áttu í miklum samskiptum við þetta teymi og stjórnuðu því efni sem kom frá því. Olav Njaastad velti því fyrir sér hvort þessi framganga væri hluti af stærra vandamáli á Íslandi eða hvort hún væri aðeins lýsandi fyrir fjandsamlegt viðhorf þessa tiltekna fyrirtækis til fjölmiðla. Hér má finna upptöku af málþinginu í heild sinni. Kannast öll við hótanir og hatursorðræðu Aðrir fulltrúar norrænna fjölmiðla könnuðust heldur ekki við annað eins frá sínum heimalöndum. Ulrika Hyllert, formaður Blaðamannafélags Svíþjóðar og forseti Norrænu Blaðamannasamtakanna, sagðist reyndar muna eftir einu dæmi um að blaðamaður á héraðsblaði í Svíþjóð hafi verið hrakinn úr starfi eftir að hafa fjallað á gagnrýninn hátt um stjórnmálamenn og spillingu. Einn stjórnmálaflokkanna hafði þá ítök á blaðinu sem hún vann hjá. Jón Brian Hvidtfelt, formaður Blaðamannafélags Færeyja, og Maria Pettersson, ritstjóri Journalisti, blaðs finnsku blaðamannasamtakanna, sögðu þá að hatursorðræða, hótanir, ofbeldi og almennt hatur í garð fjölmiðla viðgengist í sínum löndum en þekktu þó ekki eins alvarleg dæmi og árásir Samherja á fjölmiðlamenn. Fulltrúar Morgunblaðsins afþökkuðu boð um þátttöku á málþinginu.blaðamannafélag íslands Rekstrarumhverfi fjölmiðla var einnig rætt á málþinginu og héldu ritstjórarnir Þórður Snær Júlíusson hjá Kjarnanum, Jón Þórisson hjá Fréttablaðinu og Þórir Guðmundsson hjá fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, erindi. Fulltrúum Morgunblaðsins, elsta dagblaðs landsins, var boðið að sækja málþingið en höfðu ekki áhuga á því. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Samherjamálið var mikið rætt á norrænu málþingi sem fór fram í dag um fjölmiðlafrelsi á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Málþingið var haldið af Blaðamannafélagi Íslands í samstarfi við norrænu sendiráðin og héldu þar ýmsir fulltrúar norrænna blaðamannafélaga erindi. Fjandsamlegt viðhorf eins fyrirtækis eða stærra vandamál? Þeirra á meðal var Olav Njaastad hjá Norrænu blaðamannamiðstöðinni en aðspurður hvort hann þekkti nokkur dæmi um sambærilega framgöngu fyrirtækja gegn blaðamönnum og þá sem Samherji hafði uppi sagði hann: „Nei, þetta er stórfurðuleg staða. Ég hef aldrei heyrt um neitt af þessari stærðargráðu.“ Olav hélt erindi sitt um fjölmiðlafrelsi í gegn um fjarfundabúnað.blaðamannafélag íslands Helgi Seljan, blaðamaður hjá Kveik, sem var á meðal þeirra sem upplýstu um Samherjamálið hélt erindi á málþinginu í dag þar sem hann lýsti árásum sjávarútvegsfyrirtækisins gegn sér. Áður hefur verið fjallað um þær í íslenskum fjölmiðlum; hvernig Samherji réð fyrrverandi rannsóknarlögreglumann til að njósna um Helga og hafa í hótunum við hann. Þá réðst fyrirtækið í herferð, með birtingum myndbanda sem voru ranlega sett fram sem fréttir, sem virðist helst hafa snúist um að koma óorði á Helga persónulega og draga starfsheiður hans og andlega heilsu í efa. Nú síðast var greint frá „skæruliðadeild Samherja“ svokallaðri sem rak áróðursstríðið fyrir fyrirtækið en í því teymi voru ráðgjafar og lögfræðingar fyrirtækisins auk sjómanns nokkurs sem var notaður sem leppur fyrir ýmis greinaskrif. Ljóst er að forstjórar Samherja áttu í miklum samskiptum við þetta teymi og stjórnuðu því efni sem kom frá því. Olav Njaastad velti því fyrir sér hvort þessi framganga væri hluti af stærra vandamáli á Íslandi eða hvort hún væri aðeins lýsandi fyrir fjandsamlegt viðhorf þessa tiltekna fyrirtækis til fjölmiðla. Hér má finna upptöku af málþinginu í heild sinni. Kannast öll við hótanir og hatursorðræðu Aðrir fulltrúar norrænna fjölmiðla könnuðust heldur ekki við annað eins frá sínum heimalöndum. Ulrika Hyllert, formaður Blaðamannafélags Svíþjóðar og forseti Norrænu Blaðamannasamtakanna, sagðist reyndar muna eftir einu dæmi um að blaðamaður á héraðsblaði í Svíþjóð hafi verið hrakinn úr starfi eftir að hafa fjallað á gagnrýninn hátt um stjórnmálamenn og spillingu. Einn stjórnmálaflokkanna hafði þá ítök á blaðinu sem hún vann hjá. Jón Brian Hvidtfelt, formaður Blaðamannafélags Færeyja, og Maria Pettersson, ritstjóri Journalisti, blaðs finnsku blaðamannasamtakanna, sögðu þá að hatursorðræða, hótanir, ofbeldi og almennt hatur í garð fjölmiðla viðgengist í sínum löndum en þekktu þó ekki eins alvarleg dæmi og árásir Samherja á fjölmiðlamenn. Fulltrúar Morgunblaðsins afþökkuðu boð um þátttöku á málþinginu.blaðamannafélag íslands Rekstrarumhverfi fjölmiðla var einnig rætt á málþinginu og héldu ritstjórarnir Þórður Snær Júlíusson hjá Kjarnanum, Jón Þórisson hjá Fréttablaðinu og Þórir Guðmundsson hjá fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, erindi. Fulltrúum Morgunblaðsins, elsta dagblaðs landsins, var boðið að sækja málþingið en höfðu ekki áhuga á því.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira