Bjarni ánægður með fjölmennasta hluthafahóp landsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. júní 2021 12:16 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/Vilhelm Hluthafar Íslandsbanka verða um tuttugu og fjögur þúsund eftir hlutafjárútboð bankans og fleiri en í nokkru öðru skráðu fyrirtæki. Umfram eftirspurn eftir hlutabréfum var margföld og fjármálaráðherra segir stóran eigendahóp hafa mikla þýðingu fyrir samfélagslega sátt söluna. Hlutafjárútboðið hófst á mánudaginn í síðustu viku og lauk á hádegi í gær. Þetta er stærsta frumútboð hlutabréfa sem farið hefur fram á Íslandi og óhætt er að segja að áhuginn hafi verið gríðarlegur. Margföld umfram eftirspurn var eftir hlutum og eru hluthafar Ísalndsbanka nú þeir flestu meðal skráðra fyrirtækja. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra, segist ánægður með dreift eignarhald. „Við erum að fá um tuttugu og fjögur þúsund nýja hluthafa í bankanum og erum að enda í efri mörkum verðbilsins sem lagt var upp með, þannig þetta stefnir í að verða afar vel heppnað,“ segir Bjarni. Hann segir góða þátttöku og stóran eigendahóp skipta máli upp á samfélagslega sátt um eignarhaldið. „Ég held að við viljum ekki bara tryggja fólki tækifæri til þess að taka þátt, eins og við gerðum í þessu útboði með því að hafa lágmarks þátttöku þröskuldinn fimmtíu þúsund krónur, heldur viljum við líka sjá að stór kerfislega mikilvæg fyrirtæki séu í sem dreifðasti eignaraðild,“ segir Bjarni og bendir á að einstaklingar geti þá í krafti eignarhalds komið á framfæri sjónarmiðum um reksturinn. Tilboð undir einni milljón króna verða ekki skert. „En það þýðir meðal annar að vegna þessarar miklu eftirspurnar er mjög mikil skerðing á aðra. Aðra en þá sem valdir voru sérstaklega fyrst í ferlinu sem sérstakir hornsteinsfjárfestar. En skerðingin er afleiðing af því að það er mjög mikil umfram eftirspurn.“ Ríkið mun fá um 55,3 milljarða króna fyrir 35 prósenta hlutinn sem boðinn var til sölu. Bjarni segir það hafa mikla þýðingu fyrir ríkissjóð. „Þetta eykur trúðverðugleika okkar við að fjármagna þau verkefni sem við stöndum núna í. Við erum að takast á við afleiðingar heimsfaraldurs og höfum viljað halda úti öflugri opinberri þjónustu án þess að fara í niðurskurð,“ segir Bjarni. Tókst þú þátt? „Ég tók ekki þátt í útboðinu að þessu sinni,“ segir Bjarni. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hlutafjárútboðið hófst á mánudaginn í síðustu viku og lauk á hádegi í gær. Þetta er stærsta frumútboð hlutabréfa sem farið hefur fram á Íslandi og óhætt er að segja að áhuginn hafi verið gríðarlegur. Margföld umfram eftirspurn var eftir hlutum og eru hluthafar Ísalndsbanka nú þeir flestu meðal skráðra fyrirtækja. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra, segist ánægður með dreift eignarhald. „Við erum að fá um tuttugu og fjögur þúsund nýja hluthafa í bankanum og erum að enda í efri mörkum verðbilsins sem lagt var upp með, þannig þetta stefnir í að verða afar vel heppnað,“ segir Bjarni. Hann segir góða þátttöku og stóran eigendahóp skipta máli upp á samfélagslega sátt um eignarhaldið. „Ég held að við viljum ekki bara tryggja fólki tækifæri til þess að taka þátt, eins og við gerðum í þessu útboði með því að hafa lágmarks þátttöku þröskuldinn fimmtíu þúsund krónur, heldur viljum við líka sjá að stór kerfislega mikilvæg fyrirtæki séu í sem dreifðasti eignaraðild,“ segir Bjarni og bendir á að einstaklingar geti þá í krafti eignarhalds komið á framfæri sjónarmiðum um reksturinn. Tilboð undir einni milljón króna verða ekki skert. „En það þýðir meðal annar að vegna þessarar miklu eftirspurnar er mjög mikil skerðing á aðra. Aðra en þá sem valdir voru sérstaklega fyrst í ferlinu sem sérstakir hornsteinsfjárfestar. En skerðingin er afleiðing af því að það er mjög mikil umfram eftirspurn.“ Ríkið mun fá um 55,3 milljarða króna fyrir 35 prósenta hlutinn sem boðinn var til sölu. Bjarni segir það hafa mikla þýðingu fyrir ríkissjóð. „Þetta eykur trúðverðugleika okkar við að fjármagna þau verkefni sem við stöndum núna í. Við erum að takast á við afleiðingar heimsfaraldurs og höfum viljað halda úti öflugri opinberri þjónustu án þess að fara í niðurskurð,“ segir Bjarni. Tókst þú þátt? „Ég tók ekki þátt í útboðinu að þessu sinni,“ segir Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira