NBA dagsins: Kevin Durant sýndi okkur það í nótt að hann er sá besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 16:31 Giannis Antetokounmpo horfir hér á Kevin Durant fagna en Grikkinn sagði Durant vera besta leikmann heims eftir frammistöðuna með Brooklyn Nets í nótt. AP/Kathy Willens Það er erfitt að finna betri leik í úrslitakeppni NBA deildarinnar en Kevin Durant átti í nótt. Í algjörum lykilleik og þegar liðið hans mætti vængbrotið til leiks steig hann fram og sýndi og sannaði hversu stórbrotinn leikmaður hann er. Það er ekkert skrýtið að spekingar og aðrir keppist við það að lýsa því yfir að Kevin Durant sé besti körfuboltamaður heims. Þetta var fyrsta alvöru yfirlýsing hans eftir að hann kom til baka eftir hásinarslit. Kevin Durant played all 48 minutes tonight in Game 5, the first time a player has done so in an #NBAPlayoffs game since LeBron James during Game 7 of the Eastern Conference Finals on May 27, 2018! #NBAVault pic.twitter.com/GqJA1PWesb— NBA History (@NBAHistory) June 16, 2021 Kevin Durant var með 49 stiga þrennu í átta stiga sigri á Milwaukee Bucks sem kom Brooklyn Nets í 3-2 Nets liðið vann lokaleikhlutann með tólf stigum þar sem Durant skoraði 20 stig eða aðeins stigi minna en allt Bucks liðið til samans. „Hann er besti leikmaður í heimi akkúrat núna og við þurfum að vinna hann sem eitt lið,“ sagði Giannis Antetokounmpo sem var með 34 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir Bucks liðið. Last two players to score 48+ points while playing all 48 minutes in a regulation playoff game:Kevin Durant, tonightKobe Bryant, 2001LEGENDARY. pic.twitter.com/w6nOiLBP5R— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) June 16, 2021 Brooklyn Nets lenti mest sautján stigum undir og saknaði mikið stórstjörnunnar Kyrie Irving. James Harden lék sinn fyrsta leik í einvíginu en var ekki sami Harden og við erum vön að sjá. Þetta stóð því allt og féll með Kevin Durant. Hann brást ekki á úrslitastundu. Durant var með 17 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum og bauð upp á sjötíu prósent skotnýtingu og 81 prósent vítanýtingu. Þetta er það mesta sem hann hefur skorað, tekið af fráköstum og gefið á stoðsendingum í úrslitakeppninni til þessa. Það kom allt í sama leiknum. Kevin Durant finished Tuesday's game against the Bucks with 49 pts, 17 rebs & 10 ast. @KDTrey5 is the 4th player in NBA playoff history to play the entire game & lead both teams outright in pts, rebs & ast joining LeBron james (2x), Wilt Chamberlain & Oscar Robertson pic.twitter.com/4INZFtuCCW— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 16, 2021 Steve Nash tók Durant aldrei út af í leiknum. „Hvað get ég sagt ykkur. Þetta er engin óskastaða en ef við hefðum ekki spilað honum í 48 mínútur þá hefðum við líklega ekki unnið í kvöld. Þetta var erfið ákvörðun eða frekar auðveld ákvörðun sem var mjög erfið að taka,“ sagði Steve Nash, þjálfari Brooklyn Nets. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum í nótt en þetta var eini leikur kvöldsins. Klippa: NBA dagsins (frá 15. júní 2021) NBA Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin Sjá meira
Það er ekkert skrýtið að spekingar og aðrir keppist við það að lýsa því yfir að Kevin Durant sé besti körfuboltamaður heims. Þetta var fyrsta alvöru yfirlýsing hans eftir að hann kom til baka eftir hásinarslit. Kevin Durant played all 48 minutes tonight in Game 5, the first time a player has done so in an #NBAPlayoffs game since LeBron James during Game 7 of the Eastern Conference Finals on May 27, 2018! #NBAVault pic.twitter.com/GqJA1PWesb— NBA History (@NBAHistory) June 16, 2021 Kevin Durant var með 49 stiga þrennu í átta stiga sigri á Milwaukee Bucks sem kom Brooklyn Nets í 3-2 Nets liðið vann lokaleikhlutann með tólf stigum þar sem Durant skoraði 20 stig eða aðeins stigi minna en allt Bucks liðið til samans. „Hann er besti leikmaður í heimi akkúrat núna og við þurfum að vinna hann sem eitt lið,“ sagði Giannis Antetokounmpo sem var með 34 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir Bucks liðið. Last two players to score 48+ points while playing all 48 minutes in a regulation playoff game:Kevin Durant, tonightKobe Bryant, 2001LEGENDARY. pic.twitter.com/w6nOiLBP5R— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) June 16, 2021 Brooklyn Nets lenti mest sautján stigum undir og saknaði mikið stórstjörnunnar Kyrie Irving. James Harden lék sinn fyrsta leik í einvíginu en var ekki sami Harden og við erum vön að sjá. Þetta stóð því allt og féll með Kevin Durant. Hann brást ekki á úrslitastundu. Durant var með 17 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum og bauð upp á sjötíu prósent skotnýtingu og 81 prósent vítanýtingu. Þetta er það mesta sem hann hefur skorað, tekið af fráköstum og gefið á stoðsendingum í úrslitakeppninni til þessa. Það kom allt í sama leiknum. Kevin Durant finished Tuesday's game against the Bucks with 49 pts, 17 rebs & 10 ast. @KDTrey5 is the 4th player in NBA playoff history to play the entire game & lead both teams outright in pts, rebs & ast joining LeBron james (2x), Wilt Chamberlain & Oscar Robertson pic.twitter.com/4INZFtuCCW— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 16, 2021 Steve Nash tók Durant aldrei út af í leiknum. „Hvað get ég sagt ykkur. Þetta er engin óskastaða en ef við hefðum ekki spilað honum í 48 mínútur þá hefðum við líklega ekki unnið í kvöld. Þetta var erfið ákvörðun eða frekar auðveld ákvörðun sem var mjög erfið að taka,“ sagði Steve Nash, þjálfari Brooklyn Nets. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum í nótt en þetta var eini leikur kvöldsins. Klippa: NBA dagsins (frá 15. júní 2021)
NBA Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin Sjá meira