Höfða mál á hendur klámrisa vegna myndbanda án samþykkis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2021 23:21 Inni á vefnum er að finna ógrynni kláms sem tæki mun meira en heila mannsævi að horfa á. Gabe Ginsberg/FilmMagic Á fjórða tug kvenna hafa höfðað hópmál gegn fyrirtækinu Mindgeek, sem á og rekur klámsíðuna Pornhub. Konurnar segja vefsíðuna hýsa myndbönd af þeim, sem var hlaðið upp án þeirra samþykkis. Málið er höfðað í Kaliforníuríki en í málsgögnum er Mindgeek sakað um að vera glæpafyrirtæki. Pornhub hefur gefið út yfirlýsingu þar sem öllum ásökunum er hafnað og þær sagðar „rangar, fáránlegar og óábyrgar.“ „Pornhub hefur enga þolinmæði fyrir ólöglegu efni og rannsakar allar kvartanir eða ásakanir er varða efni á okkar miðlum,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins, sem segir að hvert einasta myndband sem hlaðið er upp á vefinn sé yfirfarið af manneskjum. BBC greinir þó frá því að Pornhub geri ekki kröfu um að aldur fólks sem birtist í myndböndum á síðunni sé kannaður, og þannig liggi ekki alltaf fyrir hvort um ólögráða einstaklinga sé að ræða í myndböndunum, og þar af leiðandi barnaklám. Þá liggi ekki fyrir hvort fólk í myndböndunum hafi yfir höfuð gefið samþykki fyrir því að myndböndunum yrði hlaðið upp á vefinn. Ein kvennanna sem höfða málið segist hafa verið 17 ára þegar kærasti hennar gekk á eftir henni um að gera myndband þar sem hún var nakin. Konan, sem kom ekki fram undir sínu rétta nafni í viðtalinu, segir að myndbandinu hafi í kjölfarið verið hlaðið upp á klámsíðuna án sinnar vitundar. Árið 2019 voru heimsóknir á síðuna 42 milljarðar talsins, og mátti þar finna 6,83 milljónir myndbanda, sem samanlagt tæki 169 ár að horfa á. Pornhub hefur ekki gefið upp hversu marga starfsmenn þeir eru með í vinnu hjá sér við að fara yfir efni sem hlaðið er upp á vefinn. Í desember á síðasta ári virtust niðurstöður rannsóknar á vegum New York Times þá sýna að á síðunni væri að finna fjöldann allan af myndböndum sem sýndu barnaníð og jafnvel nauðganir, en forsvarsmenn síðunnar höfnuðu þeim ásökunum jafnt sem öðrum. Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05 Fjörutíu fórnarlömb mansals í mál við Pornhub Fjörutíu konur, sem allar birtust í myndböndum Girls Do Porn, hafa höfðað mál gegn Pornhub. Fullyrða konurnar að Pornhub og móðurfélag þess, MindGeek, hafi vitað að þeim ásökunum sem fram voru komnar um að konunum hefði verið ógnað og þær kúgaðar til þess að taka þátt í myndböndunum. 16. desember 2020 20:22 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Málið er höfðað í Kaliforníuríki en í málsgögnum er Mindgeek sakað um að vera glæpafyrirtæki. Pornhub hefur gefið út yfirlýsingu þar sem öllum ásökunum er hafnað og þær sagðar „rangar, fáránlegar og óábyrgar.“ „Pornhub hefur enga þolinmæði fyrir ólöglegu efni og rannsakar allar kvartanir eða ásakanir er varða efni á okkar miðlum,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins, sem segir að hvert einasta myndband sem hlaðið er upp á vefinn sé yfirfarið af manneskjum. BBC greinir þó frá því að Pornhub geri ekki kröfu um að aldur fólks sem birtist í myndböndum á síðunni sé kannaður, og þannig liggi ekki alltaf fyrir hvort um ólögráða einstaklinga sé að ræða í myndböndunum, og þar af leiðandi barnaklám. Þá liggi ekki fyrir hvort fólk í myndböndunum hafi yfir höfuð gefið samþykki fyrir því að myndböndunum yrði hlaðið upp á vefinn. Ein kvennanna sem höfða málið segist hafa verið 17 ára þegar kærasti hennar gekk á eftir henni um að gera myndband þar sem hún var nakin. Konan, sem kom ekki fram undir sínu rétta nafni í viðtalinu, segir að myndbandinu hafi í kjölfarið verið hlaðið upp á klámsíðuna án sinnar vitundar. Árið 2019 voru heimsóknir á síðuna 42 milljarðar talsins, og mátti þar finna 6,83 milljónir myndbanda, sem samanlagt tæki 169 ár að horfa á. Pornhub hefur ekki gefið upp hversu marga starfsmenn þeir eru með í vinnu hjá sér við að fara yfir efni sem hlaðið er upp á vefinn. Í desember á síðasta ári virtust niðurstöður rannsóknar á vegum New York Times þá sýna að á síðunni væri að finna fjöldann allan af myndböndum sem sýndu barnaníð og jafnvel nauðganir, en forsvarsmenn síðunnar höfnuðu þeim ásökunum jafnt sem öðrum.
Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05 Fjörutíu fórnarlömb mansals í mál við Pornhub Fjörutíu konur, sem allar birtust í myndböndum Girls Do Porn, hafa höfðað mál gegn Pornhub. Fullyrða konurnar að Pornhub og móðurfélag þess, MindGeek, hafi vitað að þeim ásökunum sem fram voru komnar um að konunum hefði verið ógnað og þær kúgaðar til þess að taka þátt í myndböndunum. 16. desember 2020 20:22 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05
Fjörutíu fórnarlömb mansals í mál við Pornhub Fjörutíu konur, sem allar birtust í myndböndum Girls Do Porn, hafa höfðað mál gegn Pornhub. Fullyrða konurnar að Pornhub og móðurfélag þess, MindGeek, hafi vitað að þeim ásökunum sem fram voru komnar um að konunum hefði verið ógnað og þær kúgaðar til þess að taka þátt í myndböndunum. 16. desember 2020 20:22