Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 29-34 | Frábærir Valsmenn Íslandsmeistarar í 23. sinn Ingvi Þór Sæmundsson og Andri Már Eggertsson skrifa 18. júní 2021 21:30 Alexander Júlíusson, fyrirliði Vals, lyftir Íslandsmeistarabikarnum. Vísir/Hulda Margrét Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í handbolta karla í 23. sinn eftir sigur á Haukum, 29-34, á Ásvöllum. Valur vann einnig fyrri leik liðanna á þriðjudaginn, 32-29, og úrslitaeinvígið, 66-58 samanlagt. Valsmenn léku frábærlega í leiknum í kvöld og jafn vel enn betur en á þriðjudaginn. Eftir misjafnt tímabil toppuðu Valsmenn á réttum tíma og leikirnir gegn Haukum voru þeirra bestu í vetur. Anton Rúnarsson var frábær í kveðjuleik sínum með Val og skoraði tíu mörk. Agnar Smári Jónsson skoraði sjö mörk og Vignir Stefánsson sex. Martin Nagy varði fjórtán skot í marki Vals, nær öll í seinni hálfleik, en innkoma hans þá verður lengi í minnum höfð. Eins og Valsliðið átti Nagy erfitt uppdráttar framan af tímabili en sprakk út í vor og hefur verið frábær síðustu vikurnar. Anton Rúnarsson kvaddi Val með stjörnuleik og Íslandsmeistaratitli.vísir/hulda margrét Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur í liði Hauka með átta mörk. Darri Aronsson og Geir Guðmundsson skoruðu fjögur mörk hvor. Tímabilinu hjá Val svipaði mjög til tímabilsins 2016-17 þegar liðið varð síðast Íslandsmeistari. Valsmenn voru ekki besta liðið um veturinn en komust á svakalega gott skrið undir lok tímabilsins og þá réði enginn við þá. Tímabilið hjá Haukum var aftur á móti svipað og síðustu tímabil. Haukar voru góðir í deildakeppninni en því stærri sem leikirnir urðu því minni urðu Haukar. Eftir að hafa rústað Olís-deildinni og unnið fimmtán leiki í röð hrundi spilamennska þeirra og þeir töpuðu síðustu þremur leikjum sínum á tímabilinu. Einar Þorsteinn Ólafsson, ein af óvæntari hetjum tímabilsins.vísir/hulda margrét Til að eiga möguleika í leiknum í kvöld þurftu Haukar að byrja vel og setja strax pressu á Valsmenn. En hið þveröfuga gerðist. Gestirnir voru miklu beittari í upphafi leiks, leiddir áfram af Róberti Aroni Hostert sem skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum þeirra. Fyrri hálfleikurinn var eins og spegilmynd af fyrri hálfleiknum í fyrri leiknum. Valsmenn voru miklu beittari og snarpari í öllum sínum aðgerðum og útfærðu sína leikáætlun frábærlega. Á meðan virkuðu Haukar ráðþrota, yfirspenntir og hreinlega ekki hafa mikla trú á endurkomu. Valur komst í 2-6 og var alltaf með frumkvæðið. Öll áhlaup Hauka, ef áhlaup skildi kalla, voru aum og Valsmenn voru með fullkomna stjórn á aðstæðum. Markvarsla beggja liða var slök í fyrri hálfleik en Valsvörnin var mun sterkari en Haukavörnin. vísir/hulda margrét Eins og í fyrri leiknum keyrðu Valsmenn grimmt í bakið á Haukum sem virtust ekki hafa lært sína lexíu og áfram mjög lengi aftur til baka í vörn. Staða Hauka var erfið fyrir leik og enn erfiðari í hálfleik enda Valur með þriggja marka forystu, 15-18, og sex mörkum yfir samanlagt. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og minnkuðu muninn í eitt mark, 19-20. Þá setti Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, Nagy aftur í markið og þá snerist leikurinn. Ungverjinn varði fyrstu þrjú skotin sem hann fékk á sig og Haukar fundu hreinlega ekki leiðina framhjá honum. Valsmenn skoruðu þrjú mörk í röð, komust í 19-23 og þá var björninn unninn. Síðasti stundarfjórðungurinn var bara formsatriði sem þurfti að klára og eina spurningin hversu stór sigurinn yrði. Gestirnir gáfu ekkert eftir og unnu á endanum fimm marka sigur, 29-34, og fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í þriðja sinn í röð í Hafnarfirði. vísir/hulda margrét Af hverju vann Valur? Valsmenn gáfu tóninn strax í upphafi leiks og náðu forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Haukar áttu engin svör og settu aldrei alvöru pressu á Valsmenn. Heimamenn náðu smá áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks en Nagy var snöggur að stöðva það. Eftirleikurinn var svo næsta auðveldur. Hverjir stóðu upp úr? Anton átti sennilega sinn besta leik í vetur, stýrði sóknarleik Vals af festu og skoraði tíu mörk úr þrettán skotum. Anton var frábær í báðum leikjunum gegn Haukum og skoraði samtals nítján mörk í þeim. Agnar Smári náði sér engan veginn á strik í fyrri leiknum en var frábær í kvöld með sjö mörk. Vignir var flottur í vinstra horninu og Róbert Aron gaf tóninn í byrjun leiks. Frammistöðu Nagys hefur verið getið og þá léku uppöldu Valsararnir Þorgils Jón Svölu Baldursson, Einar Þorsteinn Ólafsson og Alexander Örn Júlíusson feykilega vel í vörninni. Orri var langbesti leikmaður Hauka í sínum síðasta leik fyrir félagið, allavega í bili. Atli Már Báruson átti einnig ágæta kafla. Hvað gekk illa? Frammistaða Hauka olli gríðarlega miklum vonbrigðum og stóru póstarnir í liði þeirra klikkuðu þegar mest á reyndi. Vörnin var afleit og markverðirnir vörðu ekki neitt. Tjörvi Þorgeirsson var svo skugginn af sjálfum sér og Hauka vantaði betri og meira afgerandi frammistöðu frá útispilurunum sínum. Hvað gerist næst? Við taka verðskulduð fagnaðarlæti hjá Valsmönnum á meðan Haukum sleikja sárin næstu daga. vísir/hulda margrét Leikurinn fyrir norðan gegn KA í deildinni var vendipunkturinn Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarþjálfari Vals var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn „Það er frábært að ljúka þessu með Íslandsmeistaratitli, þetta hefur verið langt, ég vill þakka Haukunum fyrir frábæra keppni þeir urðu deildarmeistarar og voru góðir í vetur." „Við fengum alla okkar leikmenn heila í úrslitakeppninni og toppuðum á réttum tíma, við forum frábærir í öllum leikjunum nánast," sagði Óskar Bjarni. Það hefur mikið gengið á í herbúðum Vals á löngu tímabili og voru margir farnir að afskrifa þá í byrjun árs. „Við vorum gagnrýndir, eðlilega voru margir sem höfðu áhyggjur af okkur. Mér fannst allt breytast hjá okkur í deildarleiknum gegn KA fyrir norðan." „Gegn KA fengum við Einar Þorstein Ólafsson í vörnina sem breytti miklu fyrir okkur, þetta var í raun fyrsti leikurinn sem hann spilar í þrist í vörn bæði þá tel ég U lið og þriðja flokk með líka, það gerði breiddina okkar meiri og því mikill vendipunktur," sagði Óskar Bjarni. Óskar sagði að það gekk allt upp í Vals liðinu í þessu einvígi gegn Haukum, Óskar talaði líka um að það munaði um að hafa alla heila í hans liði á meðan Haukar misstu Stefán Rafn og Brynjólf í meiðsli. „Það var mikilvægt að byrja þennan leik vel. Við fengum strax fullt af aukaköstum, Róbert Aron sprengdi sig strax og þurfti eðlilega að hvíla sig síðan og á endanum unnum við leikinn," sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Haukar Valur
Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í handbolta karla í 23. sinn eftir sigur á Haukum, 29-34, á Ásvöllum. Valur vann einnig fyrri leik liðanna á þriðjudaginn, 32-29, og úrslitaeinvígið, 66-58 samanlagt. Valsmenn léku frábærlega í leiknum í kvöld og jafn vel enn betur en á þriðjudaginn. Eftir misjafnt tímabil toppuðu Valsmenn á réttum tíma og leikirnir gegn Haukum voru þeirra bestu í vetur. Anton Rúnarsson var frábær í kveðjuleik sínum með Val og skoraði tíu mörk. Agnar Smári Jónsson skoraði sjö mörk og Vignir Stefánsson sex. Martin Nagy varði fjórtán skot í marki Vals, nær öll í seinni hálfleik, en innkoma hans þá verður lengi í minnum höfð. Eins og Valsliðið átti Nagy erfitt uppdráttar framan af tímabili en sprakk út í vor og hefur verið frábær síðustu vikurnar. Anton Rúnarsson kvaddi Val með stjörnuleik og Íslandsmeistaratitli.vísir/hulda margrét Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur í liði Hauka með átta mörk. Darri Aronsson og Geir Guðmundsson skoruðu fjögur mörk hvor. Tímabilinu hjá Val svipaði mjög til tímabilsins 2016-17 þegar liðið varð síðast Íslandsmeistari. Valsmenn voru ekki besta liðið um veturinn en komust á svakalega gott skrið undir lok tímabilsins og þá réði enginn við þá. Tímabilið hjá Haukum var aftur á móti svipað og síðustu tímabil. Haukar voru góðir í deildakeppninni en því stærri sem leikirnir urðu því minni urðu Haukar. Eftir að hafa rústað Olís-deildinni og unnið fimmtán leiki í röð hrundi spilamennska þeirra og þeir töpuðu síðustu þremur leikjum sínum á tímabilinu. Einar Þorsteinn Ólafsson, ein af óvæntari hetjum tímabilsins.vísir/hulda margrét Til að eiga möguleika í leiknum í kvöld þurftu Haukar að byrja vel og setja strax pressu á Valsmenn. En hið þveröfuga gerðist. Gestirnir voru miklu beittari í upphafi leiks, leiddir áfram af Róberti Aroni Hostert sem skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum þeirra. Fyrri hálfleikurinn var eins og spegilmynd af fyrri hálfleiknum í fyrri leiknum. Valsmenn voru miklu beittari og snarpari í öllum sínum aðgerðum og útfærðu sína leikáætlun frábærlega. Á meðan virkuðu Haukar ráðþrota, yfirspenntir og hreinlega ekki hafa mikla trú á endurkomu. Valur komst í 2-6 og var alltaf með frumkvæðið. Öll áhlaup Hauka, ef áhlaup skildi kalla, voru aum og Valsmenn voru með fullkomna stjórn á aðstæðum. Markvarsla beggja liða var slök í fyrri hálfleik en Valsvörnin var mun sterkari en Haukavörnin. vísir/hulda margrét Eins og í fyrri leiknum keyrðu Valsmenn grimmt í bakið á Haukum sem virtust ekki hafa lært sína lexíu og áfram mjög lengi aftur til baka í vörn. Staða Hauka var erfið fyrir leik og enn erfiðari í hálfleik enda Valur með þriggja marka forystu, 15-18, og sex mörkum yfir samanlagt. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og minnkuðu muninn í eitt mark, 19-20. Þá setti Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, Nagy aftur í markið og þá snerist leikurinn. Ungverjinn varði fyrstu þrjú skotin sem hann fékk á sig og Haukar fundu hreinlega ekki leiðina framhjá honum. Valsmenn skoruðu þrjú mörk í röð, komust í 19-23 og þá var björninn unninn. Síðasti stundarfjórðungurinn var bara formsatriði sem þurfti að klára og eina spurningin hversu stór sigurinn yrði. Gestirnir gáfu ekkert eftir og unnu á endanum fimm marka sigur, 29-34, og fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í þriðja sinn í röð í Hafnarfirði. vísir/hulda margrét Af hverju vann Valur? Valsmenn gáfu tóninn strax í upphafi leiks og náðu forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Haukar áttu engin svör og settu aldrei alvöru pressu á Valsmenn. Heimamenn náðu smá áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks en Nagy var snöggur að stöðva það. Eftirleikurinn var svo næsta auðveldur. Hverjir stóðu upp úr? Anton átti sennilega sinn besta leik í vetur, stýrði sóknarleik Vals af festu og skoraði tíu mörk úr þrettán skotum. Anton var frábær í báðum leikjunum gegn Haukum og skoraði samtals nítján mörk í þeim. Agnar Smári náði sér engan veginn á strik í fyrri leiknum en var frábær í kvöld með sjö mörk. Vignir var flottur í vinstra horninu og Róbert Aron gaf tóninn í byrjun leiks. Frammistöðu Nagys hefur verið getið og þá léku uppöldu Valsararnir Þorgils Jón Svölu Baldursson, Einar Þorsteinn Ólafsson og Alexander Örn Júlíusson feykilega vel í vörninni. Orri var langbesti leikmaður Hauka í sínum síðasta leik fyrir félagið, allavega í bili. Atli Már Báruson átti einnig ágæta kafla. Hvað gekk illa? Frammistaða Hauka olli gríðarlega miklum vonbrigðum og stóru póstarnir í liði þeirra klikkuðu þegar mest á reyndi. Vörnin var afleit og markverðirnir vörðu ekki neitt. Tjörvi Þorgeirsson var svo skugginn af sjálfum sér og Hauka vantaði betri og meira afgerandi frammistöðu frá útispilurunum sínum. Hvað gerist næst? Við taka verðskulduð fagnaðarlæti hjá Valsmönnum á meðan Haukum sleikja sárin næstu daga. vísir/hulda margrét Leikurinn fyrir norðan gegn KA í deildinni var vendipunkturinn Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarþjálfari Vals var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn „Það er frábært að ljúka þessu með Íslandsmeistaratitli, þetta hefur verið langt, ég vill þakka Haukunum fyrir frábæra keppni þeir urðu deildarmeistarar og voru góðir í vetur." „Við fengum alla okkar leikmenn heila í úrslitakeppninni og toppuðum á réttum tíma, við forum frábærir í öllum leikjunum nánast," sagði Óskar Bjarni. Það hefur mikið gengið á í herbúðum Vals á löngu tímabili og voru margir farnir að afskrifa þá í byrjun árs. „Við vorum gagnrýndir, eðlilega voru margir sem höfðu áhyggjur af okkur. Mér fannst allt breytast hjá okkur í deildarleiknum gegn KA fyrir norðan." „Gegn KA fengum við Einar Þorstein Ólafsson í vörnina sem breytti miklu fyrir okkur, þetta var í raun fyrsti leikurinn sem hann spilar í þrist í vörn bæði þá tel ég U lið og þriðja flokk með líka, það gerði breiddina okkar meiri og því mikill vendipunktur," sagði Óskar Bjarni. Óskar sagði að það gekk allt upp í Vals liðinu í þessu einvígi gegn Haukum, Óskar talaði líka um að það munaði um að hafa alla heila í hans liði á meðan Haukar misstu Stefán Rafn og Brynjólf í meiðsli. „Það var mikilvægt að byrja þennan leik vel. Við fengum strax fullt af aukaköstum, Róbert Aron sprengdi sig strax og þurfti eðlilega að hvíla sig síðan og á endanum unnum við leikinn," sagði Óskar Bjarni að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti