Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Prófessor í ónæmisfræði gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hætta að skima bólusetta á landamærum. Enn sé hætta sé á öðrum faraldri.

Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá verður rætt við íslenska konu búsetta í New York sem kveðst heppin að vera á lífi eftir að hún missti aleiguna í eldsvoða. 

Bæjarstjóri Grindavíkur segir að of dýrt hefði orðið að verja Suðurstrandarveg. Unnið er að hönnun varnarvirkja ef ske kynni að hraun úr Geldingadölum færi í átt að Grindavíkurbæ eða Reykjanesbraut.

Þá tökum við púlsinn á útskriftarathöfnum dagsins, þar sem sögulegur fjöldi háskólanema var brautskráður, fjöllum um forsetakosningar í Íran og ræðum við afkastamikla saumakonu á Hvolsvelli, sem saumað hefur á annan tug þjóðbúninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×