Áhuginn á að smíða strigaskó kviknaði á unglingsárunum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. júní 2021 15:01 Helgi Líndal sagði frá hönnun sinni í þættinum Ísland í dag. Ísland í dag Helgi Líndal er ungur og upprennandi hönnuður sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Hann fékk snemma áhuga á fatahönnun og síðar skóhönnun. „Ég var örugglega fimmtán eða sextán ára þegar ég fékk áhuga á strigaskóm,“ segir Helgi um það hvernig þetta ævintýri byrjaði. Á þeim tíma var hann mikið að hanna föt og ætlaði að læra fatahönnun. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að gera eitthvða með höndunum. Lego, playmó og að skapa einhvern heim sem krakki og svo þróast það yfir í list og var mikið að teikna. Svo fann ég að ég var mjög góður í smíðum og saumum og finnst skemmtilegt að sauma.“ Eva Laufey Kjaran hitti Helga nú á dögunum og fékk að fylgjast með honum sauma skó en hann er rúmlega 40 klukkustundir með eitt skópar. Eftir að frétta af manni í Los Angeles sem smíðar strigaskó, fór Helgi út á námskeið hjá honum árið 2017. Þar lærði hann að smíða Stan Smith skó. „Ég fékk styrk frá alls konar fólki í samfélaginu og fyrirtækjum sem var geggjað. Það var æðislegt og ég verð ævinlega þakklátur fyrir það.“ Helgi er mikið fyrir flottar litasamsetningar og sækir oft innblástur í Ísland.Ísland í dag Hann fór svo á annað námskeið og lærði að smíða Air Jordan skó. Í kjölfarið tók Helgi þátt í keppni á vegum námskeiðshaldarans, The Shoe Surgeon. Kosið var um sigurvegarann og voru skór Helga þar hlutskarpastir. Þeir voru í kjölfarið settir í framleiðslu í takmörkuðu upplagi. „Þeir voru mjög dýrir svo það voru ekki margir sem keyptu skóna.“ Helgi hefur meðal annars verið að breyta skóm fyrir fólk og gerði sérstaka útgáfu af skóm með Emmsjé Gauta sem seldir voru í Húrra. Innslag Ísland í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tíska og hönnun Ísland í dag Tengdar fréttir Reyndu að svindla sér í bólusetningu með strikamerki frá öðrum Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er manneskjan á bak við bólusetningarnar. Hún hefur séð til þess að allt ferlið gangi vel frá a til ö. 21. júní 2021 16:00 Mælir með því að nota gerviblóm á pallinum Stílistinn Þórunn Högnadóttir fer oft ótroðnar slóðir við að skreyta heimilið og umhverfið sitt sem gaman er að fylgjast með og hefur hún sýnt meðal annars hvernig hægt er að breyta ýmsu tengt heimilum á ódýran hátt. 18. júní 2021 07:00 Solla og Elli selja drauma einbýlishús í Hafnarfirði Athafnahjónin Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson, eða Solla og Elli eins og þau eru oftast kölluð, hafa sett einstakt einbýlishús sitt á sölu. 21. júní 2021 10:30 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Ég var örugglega fimmtán eða sextán ára þegar ég fékk áhuga á strigaskóm,“ segir Helgi um það hvernig þetta ævintýri byrjaði. Á þeim tíma var hann mikið að hanna föt og ætlaði að læra fatahönnun. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að gera eitthvða með höndunum. Lego, playmó og að skapa einhvern heim sem krakki og svo þróast það yfir í list og var mikið að teikna. Svo fann ég að ég var mjög góður í smíðum og saumum og finnst skemmtilegt að sauma.“ Eva Laufey Kjaran hitti Helga nú á dögunum og fékk að fylgjast með honum sauma skó en hann er rúmlega 40 klukkustundir með eitt skópar. Eftir að frétta af manni í Los Angeles sem smíðar strigaskó, fór Helgi út á námskeið hjá honum árið 2017. Þar lærði hann að smíða Stan Smith skó. „Ég fékk styrk frá alls konar fólki í samfélaginu og fyrirtækjum sem var geggjað. Það var æðislegt og ég verð ævinlega þakklátur fyrir það.“ Helgi er mikið fyrir flottar litasamsetningar og sækir oft innblástur í Ísland.Ísland í dag Hann fór svo á annað námskeið og lærði að smíða Air Jordan skó. Í kjölfarið tók Helgi þátt í keppni á vegum námskeiðshaldarans, The Shoe Surgeon. Kosið var um sigurvegarann og voru skór Helga þar hlutskarpastir. Þeir voru í kjölfarið settir í framleiðslu í takmörkuðu upplagi. „Þeir voru mjög dýrir svo það voru ekki margir sem keyptu skóna.“ Helgi hefur meðal annars verið að breyta skóm fyrir fólk og gerði sérstaka útgáfu af skóm með Emmsjé Gauta sem seldir voru í Húrra. Innslag Ísland í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tíska og hönnun Ísland í dag Tengdar fréttir Reyndu að svindla sér í bólusetningu með strikamerki frá öðrum Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er manneskjan á bak við bólusetningarnar. Hún hefur séð til þess að allt ferlið gangi vel frá a til ö. 21. júní 2021 16:00 Mælir með því að nota gerviblóm á pallinum Stílistinn Þórunn Högnadóttir fer oft ótroðnar slóðir við að skreyta heimilið og umhverfið sitt sem gaman er að fylgjast með og hefur hún sýnt meðal annars hvernig hægt er að breyta ýmsu tengt heimilum á ódýran hátt. 18. júní 2021 07:00 Solla og Elli selja drauma einbýlishús í Hafnarfirði Athafnahjónin Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson, eða Solla og Elli eins og þau eru oftast kölluð, hafa sett einstakt einbýlishús sitt á sölu. 21. júní 2021 10:30 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Reyndu að svindla sér í bólusetningu með strikamerki frá öðrum Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er manneskjan á bak við bólusetningarnar. Hún hefur séð til þess að allt ferlið gangi vel frá a til ö. 21. júní 2021 16:00
Mælir með því að nota gerviblóm á pallinum Stílistinn Þórunn Högnadóttir fer oft ótroðnar slóðir við að skreyta heimilið og umhverfið sitt sem gaman er að fylgjast með og hefur hún sýnt meðal annars hvernig hægt er að breyta ýmsu tengt heimilum á ódýran hátt. 18. júní 2021 07:00
Solla og Elli selja drauma einbýlishús í Hafnarfirði Athafnahjónin Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson, eða Solla og Elli eins og þau eru oftast kölluð, hafa sett einstakt einbýlishús sitt á sölu. 21. júní 2021 10:30