Vara fólk við „lífshættulegum fíflaskap“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2021 15:03 Nokkuð hefur borið á því að fólk klifri og gangi á hrauninu sem myndast hefur í gosinu í Geldingadölum. Þessa mynd af manni sem var gripinn glóðvolgur við slíka iðju fékk Vísir senda í apríl. Kévin Pagès Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu með yfirskriftinni „Lífshættulegur fíflaskapur – ekki hetjuskapur,“ þar sem því er beint til fólks sem leggur leið sína upp að gosstöðvunum í Geldingadölum að ganga ekki á nýstorknuðu hrauninu sem þar er að finna. Í tilkynningunni, sem send var út á Facebook, segir að viðbragðsaðilar hafi frá því gosið hófst lagt sig alla fram um að koma í veg fyrir að slys verði á fólki sem heimsækir svæðið, ýmist með leiðbeiningum á staðnum eða með aðstoð frétta- og samfélagsmiðla. Þá hafi gönguleiðir verið stikaðar og þær lagfærðar, hættuleg svæði afmörkuð og grannt fylgst með hraunrennsli og gasmengun sem fólki gæti stafað hætta af. „Eldgosasvæði er hættulegur staður að vera á og almenn skynsemi ætti því að segja fólki að nauðsynlegt er að gæta varúðar, hlusta á og fara eftir ráðleggingum viðbragðsaðila og vísindamanna. Sem betur fer hafa ekki orðið mjög alvarleg slys á fólki, þó að stundum hafi ekki mátt miklu muna. Nú hefur borið hefur á því undanfarið að fólk gangi út á hraunið á gosstöðvunum. Ekki þarf að fjölyrða um hversu hættulegt athæfi þetta er. Algjörlega er óvíst hvort nýstorknað yfirborð hrauns haldi og undir því getur verið rauðglóandi kvika,“ segir í tilkynningunni. Þá er því bætt við að með því að fara út á hraunið sé fólk að setja björgunaraðila í „algjörlega vonlausa stöðu,“ fari hlutirnir á versta veg. „Maðurinn má sín lítils gagnvart náttúruöflunum sem þarna eru á ferðinni, ef eitthvað fer úrskeiðis. Á gossvæðinu er hættan raunveruleg og þarna er fólk statt í raunveruleikanum, en ekki fyrir framan tölvu þar sem hlutirnir ganga út á sýndarveruleika og hægt er að kaupa sér líf.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglan Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Sagt að hypja sig úr landi og koma aldrei aftur Bandaríkjamaðurinn Vincent Reynolds, maðurinn sem komst í fréttir hér á landi þegar hann gekk upp að gígnum í Geldingadölum og hljóp síðan niður þegar hraun tók að streyma úr gígnum, segist ekki hafa ætlað að móðga nokkurn mann eða særa með athæfi sínu. 13. júní 2021 22:25 Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 „Hann hoppaði upp á þennan stall með glóandi hraunið undir sér“ Hermann Helguson, leiðsögumaður og ljósmyndari, var staddur við gosstöðvarnar í Geldingadal rétt fyrir klukkan hálf tvö í nótt þegar hann varð vitni að því að karlmaður steig upp á hraunið sem vall úr eldfjallinu. Undir storknuðum pallinum, sem maðurinn stóð á, má sjá glóandi hraun vella fram. 3. júní 2021 18:16 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Sjá meira
Í tilkynningunni, sem send var út á Facebook, segir að viðbragðsaðilar hafi frá því gosið hófst lagt sig alla fram um að koma í veg fyrir að slys verði á fólki sem heimsækir svæðið, ýmist með leiðbeiningum á staðnum eða með aðstoð frétta- og samfélagsmiðla. Þá hafi gönguleiðir verið stikaðar og þær lagfærðar, hættuleg svæði afmörkuð og grannt fylgst með hraunrennsli og gasmengun sem fólki gæti stafað hætta af. „Eldgosasvæði er hættulegur staður að vera á og almenn skynsemi ætti því að segja fólki að nauðsynlegt er að gæta varúðar, hlusta á og fara eftir ráðleggingum viðbragðsaðila og vísindamanna. Sem betur fer hafa ekki orðið mjög alvarleg slys á fólki, þó að stundum hafi ekki mátt miklu muna. Nú hefur borið hefur á því undanfarið að fólk gangi út á hraunið á gosstöðvunum. Ekki þarf að fjölyrða um hversu hættulegt athæfi þetta er. Algjörlega er óvíst hvort nýstorknað yfirborð hrauns haldi og undir því getur verið rauðglóandi kvika,“ segir í tilkynningunni. Þá er því bætt við að með því að fara út á hraunið sé fólk að setja björgunaraðila í „algjörlega vonlausa stöðu,“ fari hlutirnir á versta veg. „Maðurinn má sín lítils gagnvart náttúruöflunum sem þarna eru á ferðinni, ef eitthvað fer úrskeiðis. Á gossvæðinu er hættan raunveruleg og þarna er fólk statt í raunveruleikanum, en ekki fyrir framan tölvu þar sem hlutirnir ganga út á sýndarveruleika og hægt er að kaupa sér líf.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglan Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Sagt að hypja sig úr landi og koma aldrei aftur Bandaríkjamaðurinn Vincent Reynolds, maðurinn sem komst í fréttir hér á landi þegar hann gekk upp að gígnum í Geldingadölum og hljóp síðan niður þegar hraun tók að streyma úr gígnum, segist ekki hafa ætlað að móðga nokkurn mann eða særa með athæfi sínu. 13. júní 2021 22:25 Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 „Hann hoppaði upp á þennan stall með glóandi hraunið undir sér“ Hermann Helguson, leiðsögumaður og ljósmyndari, var staddur við gosstöðvarnar í Geldingadal rétt fyrir klukkan hálf tvö í nótt þegar hann varð vitni að því að karlmaður steig upp á hraunið sem vall úr eldfjallinu. Undir storknuðum pallinum, sem maðurinn stóð á, má sjá glóandi hraun vella fram. 3. júní 2021 18:16 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Sjá meira
Sagt að hypja sig úr landi og koma aldrei aftur Bandaríkjamaðurinn Vincent Reynolds, maðurinn sem komst í fréttir hér á landi þegar hann gekk upp að gígnum í Geldingadölum og hljóp síðan niður þegar hraun tók að streyma úr gígnum, segist ekki hafa ætlað að móðga nokkurn mann eða særa með athæfi sínu. 13. júní 2021 22:25
Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37
„Hann hoppaði upp á þennan stall með glóandi hraunið undir sér“ Hermann Helguson, leiðsögumaður og ljósmyndari, var staddur við gosstöðvarnar í Geldingadal rétt fyrir klukkan hálf tvö í nótt þegar hann varð vitni að því að karlmaður steig upp á hraunið sem vall úr eldfjallinu. Undir storknuðum pallinum, sem maðurinn stóð á, má sjá glóandi hraun vella fram. 3. júní 2021 18:16