Gæti verið „fjölskyldumynd“ ársins í íslenska fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2021 09:31 Orri Steinn Óskarsson fagnar markinu sínu en á bak við er móðir hans að hringja heim til Íslands. Instagram/@fc_kobenhavn Gróttustrákurinn Orri Steinn Óskarsson varð í gær Danmerkurmeistari með sautján ára liði FC Kaupmannahafnar. Reyndar getur liðið stærðfræðilega misst titilinn í lokaumferðinni en þá þarf næsta lið að vinna upp 32 mörk í síðasta leiknum. Orri Steinn hefur raðað inn mörkum á leiktíðinni og skoraði annað mark FCK í 2-0 sigri á Nordsjælland í gærkvöldi. Markið hans kom fimmtán mínútum fyrir leikslok og gulltryggði sigurinn. FCK strákarnir héldu þrátt fyrir sigurinn að þeir gætu ekki tryggt sér titilinn fyrr en í lokaumferðinni þegar þeir mæta Bröndby. Annað kom á daginn því FC Midtjylland tapaði á móti Silkeborg á sama tíma. View this post on Instagram A post shared by F.C. København (@fc_kobenhavn) FCK er því með þriggja stiga forskot og 32 marka forskot fyrir lokaumferðina og því er aðeins stærðfræðin sem kemur í veg fyrir að liðið vinni titilinn. Orri hefur alls skorað 26 mörk í 16 leikjum í deildinni eða níu mörkum meira en næsti maður í liðinu. Orri Steinn verður sautján ára gamall í haust en hann er á sínu öðru ári með danska liðinu eftir að hafa farið út í kjölfarið á því að hjálpa Gróttu að vinna sér sæti í Pepsi Max deildinni í fyrsta skiptið. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Orra, birti mjög skemmtilega mynd á samfélagsmiðlum eftir leikinn í gær og þar gæti mögulega verið á ferðinni „fjölskyldumynd“ ársins í íslenska fótboltanum. Orri Steinn sést þar fagna markinu sínu í leiknum en á bak við hann sést líka móðir hans, Laufey Kristjánsdóttir , vera að tala við föður hans Óskar Hrafn Þorvaldsson heima á Íslandi og segja honum væntanlega frá því að strákurinn hefði skorað mark. Óskar Hrafn stýrði Breiðabliki í Mjólkurbikarnum í gær en það gekk ekki eins vel hjá honum og stráknum. Svo segir alla vega Magnús Agnar í færslu sinni sem sjá má hér fyrir neðan. Danski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Orri Steinn hefur raðað inn mörkum á leiktíðinni og skoraði annað mark FCK í 2-0 sigri á Nordsjælland í gærkvöldi. Markið hans kom fimmtán mínútum fyrir leikslok og gulltryggði sigurinn. FCK strákarnir héldu þrátt fyrir sigurinn að þeir gætu ekki tryggt sér titilinn fyrr en í lokaumferðinni þegar þeir mæta Bröndby. Annað kom á daginn því FC Midtjylland tapaði á móti Silkeborg á sama tíma. View this post on Instagram A post shared by F.C. København (@fc_kobenhavn) FCK er því með þriggja stiga forskot og 32 marka forskot fyrir lokaumferðina og því er aðeins stærðfræðin sem kemur í veg fyrir að liðið vinni titilinn. Orri hefur alls skorað 26 mörk í 16 leikjum í deildinni eða níu mörkum meira en næsti maður í liðinu. Orri Steinn verður sautján ára gamall í haust en hann er á sínu öðru ári með danska liðinu eftir að hafa farið út í kjölfarið á því að hjálpa Gróttu að vinna sér sæti í Pepsi Max deildinni í fyrsta skiptið. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Orra, birti mjög skemmtilega mynd á samfélagsmiðlum eftir leikinn í gær og þar gæti mögulega verið á ferðinni „fjölskyldumynd“ ársins í íslenska fótboltanum. Orri Steinn sést þar fagna markinu sínu í leiknum en á bak við hann sést líka móðir hans, Laufey Kristjánsdóttir , vera að tala við föður hans Óskar Hrafn Þorvaldsson heima á Íslandi og segja honum væntanlega frá því að strákurinn hefði skorað mark. Óskar Hrafn stýrði Breiðabliki í Mjólkurbikarnum í gær en það gekk ekki eins vel hjá honum og stráknum. Svo segir alla vega Magnús Agnar í færslu sinni sem sjá má hér fyrir neðan.
Danski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira