Innlent

Sprengi­­sandur: Tekist á um söluna á Ís­lands­banka og af­­glæpa­­væðingu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til tólf í dag. Hægt verður að hlusta á þáttinn í útvarpi, en einnig hér á Vísi. Hér að neðan má hlusta á þáttinn.

Sveinn Helgason, sem lengi var fréttamaður á Ríkisútvarpinu, er fyrsti gestur þáttarins og mun hann fjalla ýtarlega um grein sem hann hefur skrifað um Litháen og stöðuna þar eftir að hafa dvalist í landinu á vegum Nató.

Konráð Guðjónsson og Ásgeir Brynjar Torfason rökræða söluna á 35% hlut í Íslandsbanka, verðið, tímasetninguna, markmiðið, hugmyndafræðina og framkvæmdina.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skyggnist yfir pólitíska sviðið, gerir upp kjörtímabilið og svarar því hvort hún vilji sitja áfram í samskonar ríkisstjórn.

Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, og Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, ræða afglæpavæðingu neysluskammta sem Miðflokkurinn hefur gagnrýnt harkalega og kallað lögleiðingu fíkniefna og skref í kolranga átt.

Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd -:-
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið



      Fleiri fréttir

      Sjá meira


      ×