Átti von á að fá byssukúlu í bakið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2021 15:09 Kaffistofa Samhjálpar í Borgartúni. Vísir/ArnarHalldórs Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. Það var á tólfta tímanum sem lögregla fékk tilkynningu um að karlmaður væri vopnaður byssu við kaffistofuna sem er spölkorn frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Fréttastofu barst ábending um að Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri áfangaheimilisins Verndar fyrir fanga, hefði verið sá sem ógnað var. Þráinn staðfestir það í samtali við Vísi og féllst á að lýsa atburðarásinni eins og hún horfði við honum. Hann hefði starfs síns vegna verið á staðnum að ræða við mann í porti við kaffistofuna þegar byssumanninn bar að garði. Þekkir marga en ekki þennan „Þar sem ég er staddur í þessu porti, og er að ræða þar við mann, þá kemur allt í einu maður gangandi inn í portið mjög hröðum skrefum. Hann er með skammbyssu á lofti,“ segir Þráinn sem var augljóslega brugðið. „Ég auðvitað get ekkert lesið öðruvísi í aðstæður en hann sé kominn til að nota skammbyssuna.“ Fjöldi fólks sækir í aðstoð Samhjálpar á degi hverjum.Vísir/ArnarHalldórs Draga mætti þá ályktun að Þráinn þekkti líklega til mannsins, vegna starfa sinna með afbrotamönnum. Svo var þó ekki. „Ég þekki auðvitað flesta sem að fara í gegnum svona kerfi en ég kannaðist ekki við þennan,“ segir Þráinn. Hann er með byssu! Karlmaðurinn sem Þráinn var að spjalla við öskraði að maður væri með skammbyssu. Við það hafi komið fát á hann eitt augnablik. „Við flúðum á bak við bíl og biðum af okkur smá stund þar. Svo hlupum við inn í kaffistofuna. Þá kemur styggð að honum og hann fer aftur út úr portinu,“ segir Þráinn. Hann hafi notað tækifærið og hringt í lögreglu. Um leið hafi hann fylgst með manninum í gegnum rimlana. „Eftir smástund kemur hann bara hlaupandi aftur inn í portið með skammbyssuna á lofti. Þá var bara tekin ákvörðun um að loka, nota hurð á stórum kæli til að loka þeim möguleika að hann kæmist inn.“ Maðurinn hafi svo farið af vettvangi. Þráinn segir að honum og fjölmörgum öðrum á svæðinu hafi ekki verið létt fyrr en lögregla staðfesti að maðurinn hefði verið handtekinn. „Auðvitað er fullt af fólki á staðnum sem verður skelkað og hrætt.“ Rauðagerðismálið í fersku minni Þráinn segist hafa búist við að fá kúlu í bakið. „Ef maður hleypur í burtu frá manni vopnuðum skammbyssu þá á maður ekki von á öðru en að hann sé kominn til að gera eitthvað.“ Lögregla staðfesti við Vísi að skammbyssan hefði verið hlaðin. Þráinn segist ekki hafa verið meðvitaður um hvort alvöru vopn væri að ræða eða ekki, og þá hvort byssan væri hlaðin. Hann hafi þó ekki velt því fyrir sér á þeim tíma sem hann flúði undan byssumanni. Frá vettvangi morðsins í Rauðagerði.Vísir Morðið í Rauðagerði fyrr á árinu er fólki enn í fersku minni. Þar var manni ráðinn bani með skammbyssu fyrir utan heimili sitt. „Það rennur yfir mann um leið og maður sér svona atburðarás fara af stað. Af þessu stafar gríðarleg ógn og ótti, viðbrögðin eru í samræmi við það.“ Hann segist reglulega verða var við hnífa í umferð. Byssur sjái hann aðeins á gæsaveiðum. „Allt í einu verður heimurinn öðruvísi.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Það var á tólfta tímanum sem lögregla fékk tilkynningu um að karlmaður væri vopnaður byssu við kaffistofuna sem er spölkorn frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Fréttastofu barst ábending um að Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri áfangaheimilisins Verndar fyrir fanga, hefði verið sá sem ógnað var. Þráinn staðfestir það í samtali við Vísi og féllst á að lýsa atburðarásinni eins og hún horfði við honum. Hann hefði starfs síns vegna verið á staðnum að ræða við mann í porti við kaffistofuna þegar byssumanninn bar að garði. Þekkir marga en ekki þennan „Þar sem ég er staddur í þessu porti, og er að ræða þar við mann, þá kemur allt í einu maður gangandi inn í portið mjög hröðum skrefum. Hann er með skammbyssu á lofti,“ segir Þráinn sem var augljóslega brugðið. „Ég auðvitað get ekkert lesið öðruvísi í aðstæður en hann sé kominn til að nota skammbyssuna.“ Fjöldi fólks sækir í aðstoð Samhjálpar á degi hverjum.Vísir/ArnarHalldórs Draga mætti þá ályktun að Þráinn þekkti líklega til mannsins, vegna starfa sinna með afbrotamönnum. Svo var þó ekki. „Ég þekki auðvitað flesta sem að fara í gegnum svona kerfi en ég kannaðist ekki við þennan,“ segir Þráinn. Hann er með byssu! Karlmaðurinn sem Þráinn var að spjalla við öskraði að maður væri með skammbyssu. Við það hafi komið fát á hann eitt augnablik. „Við flúðum á bak við bíl og biðum af okkur smá stund þar. Svo hlupum við inn í kaffistofuna. Þá kemur styggð að honum og hann fer aftur út úr portinu,“ segir Þráinn. Hann hafi notað tækifærið og hringt í lögreglu. Um leið hafi hann fylgst með manninum í gegnum rimlana. „Eftir smástund kemur hann bara hlaupandi aftur inn í portið með skammbyssuna á lofti. Þá var bara tekin ákvörðun um að loka, nota hurð á stórum kæli til að loka þeim möguleika að hann kæmist inn.“ Maðurinn hafi svo farið af vettvangi. Þráinn segir að honum og fjölmörgum öðrum á svæðinu hafi ekki verið létt fyrr en lögregla staðfesti að maðurinn hefði verið handtekinn. „Auðvitað er fullt af fólki á staðnum sem verður skelkað og hrætt.“ Rauðagerðismálið í fersku minni Þráinn segist hafa búist við að fá kúlu í bakið. „Ef maður hleypur í burtu frá manni vopnuðum skammbyssu þá á maður ekki von á öðru en að hann sé kominn til að gera eitthvað.“ Lögregla staðfesti við Vísi að skammbyssan hefði verið hlaðin. Þráinn segist ekki hafa verið meðvitaður um hvort alvöru vopn væri að ræða eða ekki, og þá hvort byssan væri hlaðin. Hann hafi þó ekki velt því fyrir sér á þeim tíma sem hann flúði undan byssumanni. Frá vettvangi morðsins í Rauðagerði.Vísir Morðið í Rauðagerði fyrr á árinu er fólki enn í fersku minni. Þar var manni ráðinn bani með skammbyssu fyrir utan heimili sitt. „Það rennur yfir mann um leið og maður sér svona atburðarás fara af stað. Af þessu stafar gríðarleg ógn og ótti, viðbrögðin eru í samræmi við það.“ Hann segist reglulega verða var við hnífa í umferð. Byssur sjái hann aðeins á gæsaveiðum. „Allt í einu verður heimurinn öðruvísi.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent