Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í fréttum Stöðvar 2 verður rætt við Jón Þór Ólafsson formann stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag.

Lögmaður mannsins sem dæmdur var til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg síðasta sumar segir hann sæta ómannúðlegri meðferð á réttargeðdeild. Sótt hefur verið um leyfi til að áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar.

Landsvirkjun hefur sótt um virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana.

Hjólahvíslarinn svokallaði tók málin í eigin hendur á dögunum þegar hjólaþjófar voru farnir að hóta honum afleiðingum fyrir að sinna sínu starfi. Hann stendur í ströngu þessa dagana í því sem kallað hefur verið hjólaþjófnaðarfaraldur.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18:30. Þær má einnig heyra á Bylgjunni og Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×