Ráðgátan um metan á Mars enn óleyst Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2021 07:00 Vélmennið Curiosity á yfirborði Mars. NASA/JPL-Caltech/MSSS Vísindamenn Geimvísindastofnana Bandaríkjanna og Evrópu (NASA og ESA) telja sig nærri því að leysa ráðgátuna um metan á Mars, þó stórum spurningum sé enn ósvarað. Allt frá því gasið greindist fyrst á plánetunni rauðu hafa vísindamenn leitað að uppruna þess, sem gæti mögulega verið lífverur eða hitavirkni neðanjarðar. Hér á jörðinni mynda örverur í maga dýra sem éta plöntur mikið metan. Því gasi er svo prumpað og ropað út í andrúmsloftið. Eins og segir í grein á vef NASA þykir fundur metans ekki til marks um að húsdýr eins og kýr og kindur megi finna á Mars, heldur megi mögulega finna örverur á plánetunni. Sömuleiðis gæti gasið myndast við jarðhitaferla. Mælitæki vélmennisins Curiosity hafa reglulega greint metan á yfir Galegígnum en þrátt fyrir það hefur gervihnöttur Geimvísindastofnunar Evrópu sem var sérstaklega hannaður til að finna metan, ekki getað greint gasið hærra í andrúmslofti Mars. Sjá einnig: Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðum Haft er eftir einum vísindamanni í grein NASA að hann hafi búist við því að áðurnefndur gervihnöttur, sem kallast Trace gas Orbite, myndi greina metan alls staðar í andrúmslofti Mars þegar hann var tekinn í notkun árið 2016. Curiosity hefur greint metan í bæði litlu og í gífurlegu magni en TGO hefur þrátt fyrir það ekki fundið neitt. Curiosity hefur einnig greint lífrænar sameinendir á yfirborði Mars. Uppgötvunin var þó ekki bein vísbending um að líf hafi eitt sinn verið á Mars eða finna megi líf þar núna en sameindirnar geta orðið til án lífs. Á vef NASA segir að vísindamenn hafi talið mögulegt að vélmennið sjálft væri að mynda gasið, mögulega með því að keyra yfir grjót eða með öðrum leiðum, en rannsóknir hafi ekki sýnt fram á það. Í niðurstöðum rannsóknar vísindamanna NASA eru líkur leiddar að því að það skipti máli hvenær mælingarnar séu teknar. Mælitæki Curiosity séu notuð að nóttu til og þá vegna þess hve orkufrekar mælingarnar eru. Þá sé þó tiltölulega lítill vindur á Mars. TGO er hins vegar notaður að degi til því myndavélar gervihnattarins þurfi sólarljós til að greina metan í andrúmslofti Mars í um fimm kílómetra hæð. Þá sé vindur þó meiri. Með því að láta Curiosity einnig rannsaka andrúmsloftið að degi til var hægt að sýna fram á að svo virðist sem tími mælinganna skipti sannarlega máli. Gasið virðist myndast sífellt en að degi til blandast það út í andrúmsloftið svo það greinist ekki úr geimnum. Ekki vitað hvað verður um gasið Það leysir þó ekki ráðgátuna um metan á Mars. Alls ekki. Í fyrsta lagi er enn ekki vitað hvernig metan myndast á mars og þar að auki er ekki vitað hvað verður um gasið. Metan er stöðugt og ætti það að endast í andrúmslofti Mars í um 300 ár, áður en það eyðist vegna geislunar frá sólinni. Vísindamenn NASA telja að metan beri úr jörðu á Mars og engin ástæða þykir til að telja að Galegígurinn sé einstakur að því leiti. Því ætti andrúmsloft Mars að vera mettað af metani. NASA segir vísindamenn gruna að eitthvað á Mars valdi því að metan eyðist hraðar og er meðal annars verið að rannsaka hvort það sé vegna veikra rafstrauma sem finna má á Mars, meðal annars vegna ryks á plánetunni. Sömuleiðis er verið að skoða hvort súrefni við yfirborð Mars eyði metani áður en það getur borist ofar í andrúmsloftið. Geimurinn Mars Tengdar fréttir Fundu mögulegar vísbendingar um líf á Venusi Gastegund sem gæti verið afurð örvera fannst við rannsóknir á reikistjörnunni Venusi. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að líf gæti mögulega þrifist í efri lögum lofthjúps reikistjörnunnar en þetta er í fyrsta skipti sem mögulegar vísbendingar um líf þar hafa fundist. 14. september 2020 15:00 Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars: Ætla að fljúga lítilli þyrlu og leita lífs Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir á að skjóta geimfari af stað til Mars í vikunni. 28. júlí 2020 11:30 Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40 Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Hér á jörðinni mynda örverur í maga dýra sem éta plöntur mikið metan. Því gasi er svo prumpað og ropað út í andrúmsloftið. Eins og segir í grein á vef NASA þykir fundur metans ekki til marks um að húsdýr eins og kýr og kindur megi finna á Mars, heldur megi mögulega finna örverur á plánetunni. Sömuleiðis gæti gasið myndast við jarðhitaferla. Mælitæki vélmennisins Curiosity hafa reglulega greint metan á yfir Galegígnum en þrátt fyrir það hefur gervihnöttur Geimvísindastofnunar Evrópu sem var sérstaklega hannaður til að finna metan, ekki getað greint gasið hærra í andrúmslofti Mars. Sjá einnig: Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðum Haft er eftir einum vísindamanni í grein NASA að hann hafi búist við því að áðurnefndur gervihnöttur, sem kallast Trace gas Orbite, myndi greina metan alls staðar í andrúmslofti Mars þegar hann var tekinn í notkun árið 2016. Curiosity hefur greint metan í bæði litlu og í gífurlegu magni en TGO hefur þrátt fyrir það ekki fundið neitt. Curiosity hefur einnig greint lífrænar sameinendir á yfirborði Mars. Uppgötvunin var þó ekki bein vísbending um að líf hafi eitt sinn verið á Mars eða finna megi líf þar núna en sameindirnar geta orðið til án lífs. Á vef NASA segir að vísindamenn hafi talið mögulegt að vélmennið sjálft væri að mynda gasið, mögulega með því að keyra yfir grjót eða með öðrum leiðum, en rannsóknir hafi ekki sýnt fram á það. Í niðurstöðum rannsóknar vísindamanna NASA eru líkur leiddar að því að það skipti máli hvenær mælingarnar séu teknar. Mælitæki Curiosity séu notuð að nóttu til og þá vegna þess hve orkufrekar mælingarnar eru. Þá sé þó tiltölulega lítill vindur á Mars. TGO er hins vegar notaður að degi til því myndavélar gervihnattarins þurfi sólarljós til að greina metan í andrúmslofti Mars í um fimm kílómetra hæð. Þá sé vindur þó meiri. Með því að láta Curiosity einnig rannsaka andrúmsloftið að degi til var hægt að sýna fram á að svo virðist sem tími mælinganna skipti sannarlega máli. Gasið virðist myndast sífellt en að degi til blandast það út í andrúmsloftið svo það greinist ekki úr geimnum. Ekki vitað hvað verður um gasið Það leysir þó ekki ráðgátuna um metan á Mars. Alls ekki. Í fyrsta lagi er enn ekki vitað hvernig metan myndast á mars og þar að auki er ekki vitað hvað verður um gasið. Metan er stöðugt og ætti það að endast í andrúmslofti Mars í um 300 ár, áður en það eyðist vegna geislunar frá sólinni. Vísindamenn NASA telja að metan beri úr jörðu á Mars og engin ástæða þykir til að telja að Galegígurinn sé einstakur að því leiti. Því ætti andrúmsloft Mars að vera mettað af metani. NASA segir vísindamenn gruna að eitthvað á Mars valdi því að metan eyðist hraðar og er meðal annars verið að rannsaka hvort það sé vegna veikra rafstrauma sem finna má á Mars, meðal annars vegna ryks á plánetunni. Sömuleiðis er verið að skoða hvort súrefni við yfirborð Mars eyði metani áður en það getur borist ofar í andrúmsloftið.
Geimurinn Mars Tengdar fréttir Fundu mögulegar vísbendingar um líf á Venusi Gastegund sem gæti verið afurð örvera fannst við rannsóknir á reikistjörnunni Venusi. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að líf gæti mögulega þrifist í efri lögum lofthjúps reikistjörnunnar en þetta er í fyrsta skipti sem mögulegar vísbendingar um líf þar hafa fundist. 14. september 2020 15:00 Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars: Ætla að fljúga lítilli þyrlu og leita lífs Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir á að skjóta geimfari af stað til Mars í vikunni. 28. júlí 2020 11:30 Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40 Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Fundu mögulegar vísbendingar um líf á Venusi Gastegund sem gæti verið afurð örvera fannst við rannsóknir á reikistjörnunni Venusi. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að líf gæti mögulega þrifist í efri lögum lofthjúps reikistjörnunnar en þetta er í fyrsta skipti sem mögulegar vísbendingar um líf þar hafa fundist. 14. september 2020 15:00
Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars: Ætla að fljúga lítilli þyrlu og leita lífs Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir á að skjóta geimfari af stað til Mars í vikunni. 28. júlí 2020 11:30
Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40
Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00