Ráðgátan um metan á Mars enn óleyst Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2021 07:00 Vélmennið Curiosity á yfirborði Mars. NASA/JPL-Caltech/MSSS Vísindamenn Geimvísindastofnana Bandaríkjanna og Evrópu (NASA og ESA) telja sig nærri því að leysa ráðgátuna um metan á Mars, þó stórum spurningum sé enn ósvarað. Allt frá því gasið greindist fyrst á plánetunni rauðu hafa vísindamenn leitað að uppruna þess, sem gæti mögulega verið lífverur eða hitavirkni neðanjarðar. Hér á jörðinni mynda örverur í maga dýra sem éta plöntur mikið metan. Því gasi er svo prumpað og ropað út í andrúmsloftið. Eins og segir í grein á vef NASA þykir fundur metans ekki til marks um að húsdýr eins og kýr og kindur megi finna á Mars, heldur megi mögulega finna örverur á plánetunni. Sömuleiðis gæti gasið myndast við jarðhitaferla. Mælitæki vélmennisins Curiosity hafa reglulega greint metan á yfir Galegígnum en þrátt fyrir það hefur gervihnöttur Geimvísindastofnunar Evrópu sem var sérstaklega hannaður til að finna metan, ekki getað greint gasið hærra í andrúmslofti Mars. Sjá einnig: Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðum Haft er eftir einum vísindamanni í grein NASA að hann hafi búist við því að áðurnefndur gervihnöttur, sem kallast Trace gas Orbite, myndi greina metan alls staðar í andrúmslofti Mars þegar hann var tekinn í notkun árið 2016. Curiosity hefur greint metan í bæði litlu og í gífurlegu magni en TGO hefur þrátt fyrir það ekki fundið neitt. Curiosity hefur einnig greint lífrænar sameinendir á yfirborði Mars. Uppgötvunin var þó ekki bein vísbending um að líf hafi eitt sinn verið á Mars eða finna megi líf þar núna en sameindirnar geta orðið til án lífs. Á vef NASA segir að vísindamenn hafi talið mögulegt að vélmennið sjálft væri að mynda gasið, mögulega með því að keyra yfir grjót eða með öðrum leiðum, en rannsóknir hafi ekki sýnt fram á það. Í niðurstöðum rannsóknar vísindamanna NASA eru líkur leiddar að því að það skipti máli hvenær mælingarnar séu teknar. Mælitæki Curiosity séu notuð að nóttu til og þá vegna þess hve orkufrekar mælingarnar eru. Þá sé þó tiltölulega lítill vindur á Mars. TGO er hins vegar notaður að degi til því myndavélar gervihnattarins þurfi sólarljós til að greina metan í andrúmslofti Mars í um fimm kílómetra hæð. Þá sé vindur þó meiri. Með því að láta Curiosity einnig rannsaka andrúmsloftið að degi til var hægt að sýna fram á að svo virðist sem tími mælinganna skipti sannarlega máli. Gasið virðist myndast sífellt en að degi til blandast það út í andrúmsloftið svo það greinist ekki úr geimnum. Ekki vitað hvað verður um gasið Það leysir þó ekki ráðgátuna um metan á Mars. Alls ekki. Í fyrsta lagi er enn ekki vitað hvernig metan myndast á mars og þar að auki er ekki vitað hvað verður um gasið. Metan er stöðugt og ætti það að endast í andrúmslofti Mars í um 300 ár, áður en það eyðist vegna geislunar frá sólinni. Vísindamenn NASA telja að metan beri úr jörðu á Mars og engin ástæða þykir til að telja að Galegígurinn sé einstakur að því leiti. Því ætti andrúmsloft Mars að vera mettað af metani. NASA segir vísindamenn gruna að eitthvað á Mars valdi því að metan eyðist hraðar og er meðal annars verið að rannsaka hvort það sé vegna veikra rafstrauma sem finna má á Mars, meðal annars vegna ryks á plánetunni. Sömuleiðis er verið að skoða hvort súrefni við yfirborð Mars eyði metani áður en það getur borist ofar í andrúmsloftið. Geimurinn Mars Tengdar fréttir Fundu mögulegar vísbendingar um líf á Venusi Gastegund sem gæti verið afurð örvera fannst við rannsóknir á reikistjörnunni Venusi. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að líf gæti mögulega þrifist í efri lögum lofthjúps reikistjörnunnar en þetta er í fyrsta skipti sem mögulegar vísbendingar um líf þar hafa fundist. 14. september 2020 15:00 Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars: Ætla að fljúga lítilli þyrlu og leita lífs Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir á að skjóta geimfari af stað til Mars í vikunni. 28. júlí 2020 11:30 Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40 Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Hér á jörðinni mynda örverur í maga dýra sem éta plöntur mikið metan. Því gasi er svo prumpað og ropað út í andrúmsloftið. Eins og segir í grein á vef NASA þykir fundur metans ekki til marks um að húsdýr eins og kýr og kindur megi finna á Mars, heldur megi mögulega finna örverur á plánetunni. Sömuleiðis gæti gasið myndast við jarðhitaferla. Mælitæki vélmennisins Curiosity hafa reglulega greint metan á yfir Galegígnum en þrátt fyrir það hefur gervihnöttur Geimvísindastofnunar Evrópu sem var sérstaklega hannaður til að finna metan, ekki getað greint gasið hærra í andrúmslofti Mars. Sjá einnig: Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðum Haft er eftir einum vísindamanni í grein NASA að hann hafi búist við því að áðurnefndur gervihnöttur, sem kallast Trace gas Orbite, myndi greina metan alls staðar í andrúmslofti Mars þegar hann var tekinn í notkun árið 2016. Curiosity hefur greint metan í bæði litlu og í gífurlegu magni en TGO hefur þrátt fyrir það ekki fundið neitt. Curiosity hefur einnig greint lífrænar sameinendir á yfirborði Mars. Uppgötvunin var þó ekki bein vísbending um að líf hafi eitt sinn verið á Mars eða finna megi líf þar núna en sameindirnar geta orðið til án lífs. Á vef NASA segir að vísindamenn hafi talið mögulegt að vélmennið sjálft væri að mynda gasið, mögulega með því að keyra yfir grjót eða með öðrum leiðum, en rannsóknir hafi ekki sýnt fram á það. Í niðurstöðum rannsóknar vísindamanna NASA eru líkur leiddar að því að það skipti máli hvenær mælingarnar séu teknar. Mælitæki Curiosity séu notuð að nóttu til og þá vegna þess hve orkufrekar mælingarnar eru. Þá sé þó tiltölulega lítill vindur á Mars. TGO er hins vegar notaður að degi til því myndavélar gervihnattarins þurfi sólarljós til að greina metan í andrúmslofti Mars í um fimm kílómetra hæð. Þá sé vindur þó meiri. Með því að láta Curiosity einnig rannsaka andrúmsloftið að degi til var hægt að sýna fram á að svo virðist sem tími mælinganna skipti sannarlega máli. Gasið virðist myndast sífellt en að degi til blandast það út í andrúmsloftið svo það greinist ekki úr geimnum. Ekki vitað hvað verður um gasið Það leysir þó ekki ráðgátuna um metan á Mars. Alls ekki. Í fyrsta lagi er enn ekki vitað hvernig metan myndast á mars og þar að auki er ekki vitað hvað verður um gasið. Metan er stöðugt og ætti það að endast í andrúmslofti Mars í um 300 ár, áður en það eyðist vegna geislunar frá sólinni. Vísindamenn NASA telja að metan beri úr jörðu á Mars og engin ástæða þykir til að telja að Galegígurinn sé einstakur að því leiti. Því ætti andrúmsloft Mars að vera mettað af metani. NASA segir vísindamenn gruna að eitthvað á Mars valdi því að metan eyðist hraðar og er meðal annars verið að rannsaka hvort það sé vegna veikra rafstrauma sem finna má á Mars, meðal annars vegna ryks á plánetunni. Sömuleiðis er verið að skoða hvort súrefni við yfirborð Mars eyði metani áður en það getur borist ofar í andrúmsloftið.
Geimurinn Mars Tengdar fréttir Fundu mögulegar vísbendingar um líf á Venusi Gastegund sem gæti verið afurð örvera fannst við rannsóknir á reikistjörnunni Venusi. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að líf gæti mögulega þrifist í efri lögum lofthjúps reikistjörnunnar en þetta er í fyrsta skipti sem mögulegar vísbendingar um líf þar hafa fundist. 14. september 2020 15:00 Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars: Ætla að fljúga lítilli þyrlu og leita lífs Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir á að skjóta geimfari af stað til Mars í vikunni. 28. júlí 2020 11:30 Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40 Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Fundu mögulegar vísbendingar um líf á Venusi Gastegund sem gæti verið afurð örvera fannst við rannsóknir á reikistjörnunni Venusi. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að líf gæti mögulega þrifist í efri lögum lofthjúps reikistjörnunnar en þetta er í fyrsta skipti sem mögulegar vísbendingar um líf þar hafa fundist. 14. september 2020 15:00
Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars: Ætla að fljúga lítilli þyrlu og leita lífs Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir á að skjóta geimfari af stað til Mars í vikunni. 28. júlí 2020 11:30
Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40
Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00