Tíska og hönnun

Láta drauminn rætast og setja á markað eigin förðunarvörur

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Heiður Ósk og Ingunn Sig stofnuðu saman HI beauty.
Heiður Ósk og Ingunn Sig stofnuðu saman HI beauty. HI beauty

„Við erum að búa til okkar eigin förðunarvörur,“ tilkynntu förðunarfræðingarnir Heiður Ósk og Ingunn Sig í nýjasta hlaðvarpsþætti HI beauty. Heiður Ósk og Ingunn Sig hafa unnið að þessu verkefni í eitt og hálft ár en hafa þó aldrei sagt frá þessu opinberlega fyrr en í þættinum.

Heiður og Ingunn hafa unnið saman í nokkur ár og halda úti Instagramsíðu, hlaðvarpi og reka saman Reykjavík Makeup School auk þess sem þær hafa verið með þættina Snyrtiborðið með HI beauty hér á Vísi.

„Þetta tekur sinn tíma og Covid var ekki að hjálpa okkur,“ segir Heiður um þetta stóra verkefni. Ingunn bætir við að fullkomnunarárátta þeirra sé líka á háu stigi.

„Það er gott en líka hættulegt.“

Þær þekkja snyrtivöruheiminn vel, en þekkja þó persónulega engan sem hefur framleitt eigin snyrtivörur. Fyrsta skrefið þeirra var því mikil rannsóknarvinna svo þær gætu undibúið sig sem best. Báðar eru lærðir viðskiptafræðingar og gerðu því tuttugu síðna viðskiptaáætlun. Ingunn og Heiður segja að það sé enn mikil vinna eftir en þær stefna á að gefa fyrstu vöruna út í byrjun næsta árs.

Nánar má heyra um verkefnið í nýjasta hlaðvarpsþættinum þeirra.  Þátturinn er kominn á Spotify og má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: HI Beauty hlaðvarp - Tilkynning

Tengdar fréttir

Ómissandi snyrtivörur fyrir ferðalag innanlands

Nú er tíminn til að ferðast innanlands. Margir velja að taka snyrtivörur með í ferðalagið og HI beauty tók saman nokkrar sniðugar vörur til að taka með sér.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.