Tímamótasamningur sem þýðir að Meistaradeild kvenna verður í opinni dagskrá á Youtube Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2021 14:20 Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu. EPA-EFE/BJORN LARSSON Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur samið við streymisveituna DAZN og Youtube um að sýna frá Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu næstu fjögur árin. Tilkynning þess efnis að UEFA hefði valið DAZN, stærsta streymisveitu heims á íþróttaefni, og Youtube til að sýna frá Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu var gefin út í dag. Um er að ræða tímamótasamning sem mun gera öllum kleift, sama hvar í heiminum, að horfa á Meistaradeild Evrópu. Helst þetta í hendur við breytingar á Meistaradeild Evrópu en í ár munu 16 lið taka þátt í riðlakeppni í fyrsta sinn. Er fyrirkomulagið nú líkt og þekkist karla megin en áður hefur eingöngu verið um útsláttarkeppni að ræða. DAZN and @YouTube to bring @UWCL to fans worldwide DAZN is proud to be named the new global broadcaster of the competition for the next 4 seasons and to enter a game-changing partnership with @YouTube to make the competition free for the world to see.https://t.co/TLwKu2ZYEP— DAZN (@dazngroup) June 30, 2021 DAZN fær réttinn frá árinu í ár, 2021, til ársins 2025. Ætlar streymisveitan sér einnig að vinna meira „bakvið tjöldin“ efni svo áhorfendur fái meiri tilfinningu fyrir því sem gerist á leikdegi. Fyrstu tvö árin [2021-2023] verða allir leikir í riðla- sem og útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu, 61 talsins, í opinni dagskrá á Youtube-rás DAZN. Seinni tvö ár samningsins [2023-2025] verða allir leikir riðla- og útsláttarkeppninnar í beinni útsendingu en sérstaklega valdir 19 leikir sem verða sýndir í opinni dagskrá. Hér að neðan má sjá auglýsingarherferðina „We ALL Rise With More Eyes” þar sem segir einfaldlega að markmið samningsins sé að auka umfjöllun í kringum Meistaradeild kvenna í knattspyrnu og þannig kvennaknattspyrnu í heild sinni. Þá er vert að taka fram að sjá má landsliðsfyrirliða Íslands - Söru Björk Gunnarsdóttur, leikmann Lyon - í myndbandinu. Íslandsmeistarar Breiðabliks og Valur taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í sumar. Fari svo að þau komist alla leið í riðlakeppnina er ljóst að liðin gætu grætt á tá og fingri. Fréttatilkynningu DAZN í heild sinni má finna hér. Fótbolti Meistaradeild Evrópu UEFA Fjölmiðlar Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Tilkynning þess efnis að UEFA hefði valið DAZN, stærsta streymisveitu heims á íþróttaefni, og Youtube til að sýna frá Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu var gefin út í dag. Um er að ræða tímamótasamning sem mun gera öllum kleift, sama hvar í heiminum, að horfa á Meistaradeild Evrópu. Helst þetta í hendur við breytingar á Meistaradeild Evrópu en í ár munu 16 lið taka þátt í riðlakeppni í fyrsta sinn. Er fyrirkomulagið nú líkt og þekkist karla megin en áður hefur eingöngu verið um útsláttarkeppni að ræða. DAZN and @YouTube to bring @UWCL to fans worldwide DAZN is proud to be named the new global broadcaster of the competition for the next 4 seasons and to enter a game-changing partnership with @YouTube to make the competition free for the world to see.https://t.co/TLwKu2ZYEP— DAZN (@dazngroup) June 30, 2021 DAZN fær réttinn frá árinu í ár, 2021, til ársins 2025. Ætlar streymisveitan sér einnig að vinna meira „bakvið tjöldin“ efni svo áhorfendur fái meiri tilfinningu fyrir því sem gerist á leikdegi. Fyrstu tvö árin [2021-2023] verða allir leikir í riðla- sem og útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu, 61 talsins, í opinni dagskrá á Youtube-rás DAZN. Seinni tvö ár samningsins [2023-2025] verða allir leikir riðla- og útsláttarkeppninnar í beinni útsendingu en sérstaklega valdir 19 leikir sem verða sýndir í opinni dagskrá. Hér að neðan má sjá auglýsingarherferðina „We ALL Rise With More Eyes” þar sem segir einfaldlega að markmið samningsins sé að auka umfjöllun í kringum Meistaradeild kvenna í knattspyrnu og þannig kvennaknattspyrnu í heild sinni. Þá er vert að taka fram að sjá má landsliðsfyrirliða Íslands - Söru Björk Gunnarsdóttur, leikmann Lyon - í myndbandinu. Íslandsmeistarar Breiðabliks og Valur taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í sumar. Fari svo að þau komist alla leið í riðlakeppnina er ljóst að liðin gætu grætt á tá og fingri. Fréttatilkynningu DAZN í heild sinni má finna hér.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu UEFA Fjölmiðlar Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira