Fasteignafélag stofnað utan um húsnæði Háskóla Íslands Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2021 11:40 Jón Atli Benediktsson og Bjarni Benediktsson við undirritun stofnsamnings um nýtt fasteignafélag. Stjórnarráðið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, gengu í gær formlega frá stofnun sérstaks fasteignafélags um eignarhald og umsjá fasteigna sem nýttar eru í starfsemi skólans. Fasteignir skólans verða nú færðar í fasteignafélag sem mun rukka skólann um leigu fyrir afnot fasteignanna. Miðað verður við að leigan verði hóflegt endurgjald eða jafnvel raunkostnaður. Með þessu er verið að uppfylla þau grunnsjónarmið sem koma fram í lögum um opinber fjármál um sérhæfða eignaumsýslu og fjárhagslegt gagnsæi við húsnæðisrekstur. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, er þakklátur öllum þeim sem komið hafa að stofnun félagsins síðastliðin tvö ár. „Lögð var rík áhersla á að rekstur fasteigna undir starfsemi Háskólans yrði sem næst stjórnsýslu hans enda hefur verið staðið vel að uppbyggingu fasteigna undir starfsemina allt frá stofnun skólans. Af þessum sökum óskaði Háskólinn eftir því að stofnað yrði sérstakt félag utan fasteignirnar og er það mjög ánægjulegt að stjórnvöld hafi orðið við þeirri beiðni háskólans með stofnun þessa félags,“ segir hann. Fasteignasafnið þjóni sem best hagsmunum Háskólans Í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að á undanförnum árum hafi markvisst verið unnið að því að byggja upp miðlæga og faglega umsýslu á eignasafni ríkisins ásamt því að auka fjárhagslegt gagnsæi við rekstur fasteigna. Með stofnun fasteignafélags um fasteignir Háskóla Íslands sé mikilvægt skref stigið í þá átt að ljúka þeirri vinnu. Breyttu fyrirkomulagi er ætlað að tryggja að nauðsynleg sérþekking sé til staðar í tengslum við viðhald og umsýslu sérhæfðra eigna háskólans sem eru nátengd starfseminni og koma í veg fyrir að viðhaldsskuld geti myndast í fasteignarekstrinum. „Með stofnun fasteignafélagsins er tryggt að kostnaður við rekstur fasteignanna verður sýnilegur án þess að það komi niður á fjárhagslegri getu háskólans til veita þá þjónustu sem honum er ætlað að veita. Þetta skapar fjárhagslegt aðhald og hvata til hagræðingar í rekstri húsnæðis, bæði með betri nýtingu og með þróun fasteignasafnsins þannig að það þjóni sem best hagsmunum háskólans,“ segir Bjarni Benediktsson um stofnun fasteignafélagsins. Háskólinn er um hundrað þúsund fermetrar Háskóli Íslands nýtir um 100 þúsund fermetra af húsnæði fyrir starfsemi sína í dag í nokkrum tugum bygginga. Til viðbótar leigir háskólinn um fimm þúsund fermetra. Til samanburðar þá nýtir Landspítalinn um 162 þúsund fermetra undir sína starfsemi og Ríkiseignir eru með yfir 500 þúsund fermetra í sinni umsýslu víðsvegar um landið. Háskólar Skóla - og menntamál Húsnæðismál Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Fasteignir skólans verða nú færðar í fasteignafélag sem mun rukka skólann um leigu fyrir afnot fasteignanna. Miðað verður við að leigan verði hóflegt endurgjald eða jafnvel raunkostnaður. Með þessu er verið að uppfylla þau grunnsjónarmið sem koma fram í lögum um opinber fjármál um sérhæfða eignaumsýslu og fjárhagslegt gagnsæi við húsnæðisrekstur. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, er þakklátur öllum þeim sem komið hafa að stofnun félagsins síðastliðin tvö ár. „Lögð var rík áhersla á að rekstur fasteigna undir starfsemi Háskólans yrði sem næst stjórnsýslu hans enda hefur verið staðið vel að uppbyggingu fasteigna undir starfsemina allt frá stofnun skólans. Af þessum sökum óskaði Háskólinn eftir því að stofnað yrði sérstakt félag utan fasteignirnar og er það mjög ánægjulegt að stjórnvöld hafi orðið við þeirri beiðni háskólans með stofnun þessa félags,“ segir hann. Fasteignasafnið þjóni sem best hagsmunum Háskólans Í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að á undanförnum árum hafi markvisst verið unnið að því að byggja upp miðlæga og faglega umsýslu á eignasafni ríkisins ásamt því að auka fjárhagslegt gagnsæi við rekstur fasteigna. Með stofnun fasteignafélags um fasteignir Háskóla Íslands sé mikilvægt skref stigið í þá átt að ljúka þeirri vinnu. Breyttu fyrirkomulagi er ætlað að tryggja að nauðsynleg sérþekking sé til staðar í tengslum við viðhald og umsýslu sérhæfðra eigna háskólans sem eru nátengd starfseminni og koma í veg fyrir að viðhaldsskuld geti myndast í fasteignarekstrinum. „Með stofnun fasteignafélagsins er tryggt að kostnaður við rekstur fasteignanna verður sýnilegur án þess að það komi niður á fjárhagslegri getu háskólans til veita þá þjónustu sem honum er ætlað að veita. Þetta skapar fjárhagslegt aðhald og hvata til hagræðingar í rekstri húsnæðis, bæði með betri nýtingu og með þróun fasteignasafnsins þannig að það þjóni sem best hagsmunum háskólans,“ segir Bjarni Benediktsson um stofnun fasteignafélagsins. Háskólinn er um hundrað þúsund fermetrar Háskóli Íslands nýtir um 100 þúsund fermetra af húsnæði fyrir starfsemi sína í dag í nokkrum tugum bygginga. Til viðbótar leigir háskólinn um fimm þúsund fermetra. Til samanburðar þá nýtir Landspítalinn um 162 þúsund fermetra undir sína starfsemi og Ríkiseignir eru með yfir 500 þúsund fermetra í sinni umsýslu víðsvegar um landið.
Háskólar Skóla - og menntamál Húsnæðismál Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira