Vonar að Þorsteinn Már eða börn hans kaupi málverkið Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2021 13:10 Bjarni Benediktsson er listmanninum hugstæður. Þrándur segir að það sé alltaf verið að spyrja hvar nýja stjórnarskráin sé? Hún er, að sögn listamannsins, að finna í myndmáli þessa verks. aðsend Þrándur Þórarinsson listmálari segist sjaldan eða aldrei fengið eins mikil viðbrögð við nokkru verka sinna og því af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja. Verkið hefur farið eins og eldur um sinu um samfélagsmiðla undanfarna daga en það er hluti sýningar listamannsins sem opnar á morgun í Gallerí Porti. Þar má sjá Bjarna kyssa hring Þorsteins Más, svona eins og til að votta honum órofa hollustu. Myndin talar beint inn í hitamál í samfélaginu og virkar þannig stuðandi; margir eru afar hrifnir, aðrir síður eins og gefur að skilja – verða hreinlega reiðir. „Jájá, maður reynir,“ segir Þrándur. Hann segist þó ekki verða var við mikla reiði í sinn garð. Ekki beint. „Ekki nema svona úr fjarlægð í einhverjum kommentum á samfélagsmiðlum.“ Verkið fjallar meðal annars um ást Það kumrar í listamanninum þegar því er slegið fram að þetta sé grjóthart. „Jájá, en það er ást í þessu. Ég kom fyrir litlu bleiku (kaldhæðnu) hjarta þarna, til að kalla fram ástina. Ég er að reyna að sjá ástina, hvert sem maður lítur.“ Hin umdeilda mynd. Ef vel er að gáð hefur listamaðurinn myndað hjarta þar sem skór þeirra Bjarna og Þorsteins Más mætast, listamaðurinn leitast við að sjá ástina hvarvetna.aðsend Þannig er á listamanninum að skilja að þarna sé jafnvel ekki alveg allt sem sýnist þó víst sé að ekki þurfi lærðar ritgerðir listfræðinga til að komast til botns í táknmáli myndarinnar sem er tiltölulega stór: 75 sentímetrar á breiddina og 110 á hæðina. Hefði ekkert á móti því að Þorsteinn Már hefði samband Og ekkert skortir á að væntanlegir kaupendur hafi sýnt verkinu áhuga. „Margir hafa spurt, falast eftir henni og vilja vita hvað hún kostar. Lendingin verður líklega sú að ég láti bjóða í hana. Ég verð með netuppboð á heimasíðunni minni. Það væri heppilegast fyrir mig ef ég fengi væna fúlgu af Samherjapeningum fyrir hana. Ef Þorsteinn Már myndi vilji kaupa hana sjálfur væri það ákjósanlegt en ég veit ekki hversu raunsætt það er. Ég vona að hann hafi húmor fyrir þessu. Eða kannski börnin hans? Hafa þessa fínu mynd af pabba sínum á skrifstofunni. Verkin hafa safnast upp, eru afrakstur vinnu listamannsins á farsóttartímum. Frjó er friðsæl stund, segir Þrándur.aðsend Svo er þetta kjörið fyrir kosningaskrifstofur nú þegar kosningar eru að hefjast. Mótframboð Sjálfstæðisflokksins, þetta myndi sóma sér vel þar,“ segir Þrándur og sér ýmsa möguleika í stöðunni. Hún gæti víða átt heima að mati myndlistarmannsins. Listamenn almennt forðast að rugga bátum Listamenn hafa upp til hópa á undanförnum árum og áratugum forðast að fjalla um (flokks)pólitísk álitaefni. En það á ekki við um Þránd. „Einhver verður að vaða í skítverkin. Ég tek þetta þá bara á mig. En jú, það er ekki oft sem maður verður var við svona rammpólitíska list og ekki flokkspólitíska. Það mætti sjá meira af því.“ Þrándur telur það skýrast af því að listamenn vilji ekki styggja tilvonandi kaupendur, flóknara sé það nú ekki – þeir vilja ekki takmarka möguleika sína. En svo má fara dýpra í þá sálma, sem þá snýr að hugtakinu list og svo áróðri. Hugtakið list þiggur merkingu sína í viðtökunni, að hver og einn geti lagt sinn skilning í verkið og mátað sig við það. Þrándur segir að ekki öll verk sín séu ögrandi. Hér er eitt nýlegt verk sem verður á sýningunni.aðsend „Jájá, fæstir listamenn vilja mata listina eða boðskap ofan í neytendur. Vilja skilja þetta eftir opið en það er ekkert gaman að elta strauminn alltaf. Ef allir fara þá leið, þá fer ég hina.“ Bjarni Benediktsson listamanninum hugleikinn Sýningin hefst klukkan fjögur í Gallery Port eins og áður sagði en þar mun Þrándur sýna hátt í fjörutíu verk. Hann gefur ekki mikið fyrir það að hann megi þannig teljast afkastamikill málari. Á farsóttartímum hefur ekki verið hægt að sýna, þetta er afrakstur heils árs. „Frjó er friðsæl stund,“ segir listamaðurinn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verk eftir Þránd reynist umdeilt né heldur í fyrsta skipti sem Bjarni er viðfangsefni listamannsins. Þannig varð uppi fótur og fit, myndin Nábrókin þótti fyrir neðan öll velsæmismörk og var Þrándi gert að taka hana niður af forstöðumönnum Hannesarholts þar sem til stóð að sýna verkið. Þrándur var á myndlistarbraut í menntaskólanum á Akureyri og þá var línan lögð. Hann fór í LHÍ, flosnaði þaðan úr námi en fór svo og var við nám hjá sjálfum Odd Nerdrum, þeim stórbrotna og einstaka norska myndlistarmanni. Þrándur þrætir ekki fyrir það að vera undir miklum áhrifum frá honum. Þetta eru ekki friðsæl verk sem þú gerir? „Ekki öll, en sum þeirra. Er ekki ást og friður í þessu? Maður hefur séð mikið þetta myllumerki, hvar er nýja stjórnarskráin? Ég vil bara benda á hvar hún er. Það er partur af þessu, þetta strandar þarna, vil ég meina.“ Myndlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Verkið hefur farið eins og eldur um sinu um samfélagsmiðla undanfarna daga en það er hluti sýningar listamannsins sem opnar á morgun í Gallerí Porti. Þar má sjá Bjarna kyssa hring Þorsteins Más, svona eins og til að votta honum órofa hollustu. Myndin talar beint inn í hitamál í samfélaginu og virkar þannig stuðandi; margir eru afar hrifnir, aðrir síður eins og gefur að skilja – verða hreinlega reiðir. „Jájá, maður reynir,“ segir Þrándur. Hann segist þó ekki verða var við mikla reiði í sinn garð. Ekki beint. „Ekki nema svona úr fjarlægð í einhverjum kommentum á samfélagsmiðlum.“ Verkið fjallar meðal annars um ást Það kumrar í listamanninum þegar því er slegið fram að þetta sé grjóthart. „Jájá, en það er ást í þessu. Ég kom fyrir litlu bleiku (kaldhæðnu) hjarta þarna, til að kalla fram ástina. Ég er að reyna að sjá ástina, hvert sem maður lítur.“ Hin umdeilda mynd. Ef vel er að gáð hefur listamaðurinn myndað hjarta þar sem skór þeirra Bjarna og Þorsteins Más mætast, listamaðurinn leitast við að sjá ástina hvarvetna.aðsend Þannig er á listamanninum að skilja að þarna sé jafnvel ekki alveg allt sem sýnist þó víst sé að ekki þurfi lærðar ritgerðir listfræðinga til að komast til botns í táknmáli myndarinnar sem er tiltölulega stór: 75 sentímetrar á breiddina og 110 á hæðina. Hefði ekkert á móti því að Þorsteinn Már hefði samband Og ekkert skortir á að væntanlegir kaupendur hafi sýnt verkinu áhuga. „Margir hafa spurt, falast eftir henni og vilja vita hvað hún kostar. Lendingin verður líklega sú að ég láti bjóða í hana. Ég verð með netuppboð á heimasíðunni minni. Það væri heppilegast fyrir mig ef ég fengi væna fúlgu af Samherjapeningum fyrir hana. Ef Þorsteinn Már myndi vilji kaupa hana sjálfur væri það ákjósanlegt en ég veit ekki hversu raunsætt það er. Ég vona að hann hafi húmor fyrir þessu. Eða kannski börnin hans? Hafa þessa fínu mynd af pabba sínum á skrifstofunni. Verkin hafa safnast upp, eru afrakstur vinnu listamannsins á farsóttartímum. Frjó er friðsæl stund, segir Þrándur.aðsend Svo er þetta kjörið fyrir kosningaskrifstofur nú þegar kosningar eru að hefjast. Mótframboð Sjálfstæðisflokksins, þetta myndi sóma sér vel þar,“ segir Þrándur og sér ýmsa möguleika í stöðunni. Hún gæti víða átt heima að mati myndlistarmannsins. Listamenn almennt forðast að rugga bátum Listamenn hafa upp til hópa á undanförnum árum og áratugum forðast að fjalla um (flokks)pólitísk álitaefni. En það á ekki við um Þránd. „Einhver verður að vaða í skítverkin. Ég tek þetta þá bara á mig. En jú, það er ekki oft sem maður verður var við svona rammpólitíska list og ekki flokkspólitíska. Það mætti sjá meira af því.“ Þrándur telur það skýrast af því að listamenn vilji ekki styggja tilvonandi kaupendur, flóknara sé það nú ekki – þeir vilja ekki takmarka möguleika sína. En svo má fara dýpra í þá sálma, sem þá snýr að hugtakinu list og svo áróðri. Hugtakið list þiggur merkingu sína í viðtökunni, að hver og einn geti lagt sinn skilning í verkið og mátað sig við það. Þrándur segir að ekki öll verk sín séu ögrandi. Hér er eitt nýlegt verk sem verður á sýningunni.aðsend „Jájá, fæstir listamenn vilja mata listina eða boðskap ofan í neytendur. Vilja skilja þetta eftir opið en það er ekkert gaman að elta strauminn alltaf. Ef allir fara þá leið, þá fer ég hina.“ Bjarni Benediktsson listamanninum hugleikinn Sýningin hefst klukkan fjögur í Gallery Port eins og áður sagði en þar mun Þrándur sýna hátt í fjörutíu verk. Hann gefur ekki mikið fyrir það að hann megi þannig teljast afkastamikill málari. Á farsóttartímum hefur ekki verið hægt að sýna, þetta er afrakstur heils árs. „Frjó er friðsæl stund,“ segir listamaðurinn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verk eftir Þránd reynist umdeilt né heldur í fyrsta skipti sem Bjarni er viðfangsefni listamannsins. Þannig varð uppi fótur og fit, myndin Nábrókin þótti fyrir neðan öll velsæmismörk og var Þrándi gert að taka hana niður af forstöðumönnum Hannesarholts þar sem til stóð að sýna verkið. Þrándur var á myndlistarbraut í menntaskólanum á Akureyri og þá var línan lögð. Hann fór í LHÍ, flosnaði þaðan úr námi en fór svo og var við nám hjá sjálfum Odd Nerdrum, þeim stórbrotna og einstaka norska myndlistarmanni. Þrándur þrætir ekki fyrir það að vera undir miklum áhrifum frá honum. Þetta eru ekki friðsæl verk sem þú gerir? „Ekki öll, en sum þeirra. Er ekki ást og friður í þessu? Maður hefur séð mikið þetta myllumerki, hvar er nýja stjórnarskráin? Ég vil bara benda á hvar hún er. Það er partur af þessu, þetta strandar þarna, vil ég meina.“
Myndlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira