Verklagsreglur varðandi uppsetningu Skrímslisins á Akureyri í ólestri Jakob Bjarnar og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 2. júlí 2021 16:59 Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, segir að aldrei hafi komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra segir að aldrei hafi komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. Um sjötíu börn voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í gær en Vísir greindi ítarlega frá atvikinu. Sex börn voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið. Sex ára gamalt barn var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og liggur nú mikið slasað á gjörgæsludeild hátt fall úr kastalanum. Alfreð segir í samtali við fréttastofu fyrirliggjandi að þar líti menn málið mjög alvarlegum augum. En svo virðist sem vafi leiki á um hvernig standa beri að uppsetningu slíkra tækja. Lögreglan á Akureyri rannsakar málið en samkvæmt upplýsingum þaðan er allt kapp lagt á að upplýsa um tildrög slyssins. Teknar hafa verið skýrslur af vitnum í dag. Perlan rekur hoppukastalann en sami kastali var við Perluna í Reykjavík frá júlí til september í fyrrasumar. Starfsleyfi rekstaraðilans var skráð í Reykjavík en ekki á Akureyri að sögn framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitsins á Norðurlandi eystra. Vindur yfir viðmiðunarmörkum Enginn tilkynning, hvorki frá rekstaraðila né Akureyrarbæ barst til heilbrigðiseftirlitsins um komu þessa kastala. Því hafi engin úttekt farið fram á starfseminni, segir Alfreð: „Það er verklag hjá okkur að skoða leiktæki sem koma til Akureyrarbæjar og víðar í tengslum við bæjarhátíðir og annað.“ Hann bendir einnig á að kröfur séu gerðar til rekstraraðila hoppukastala um að fylgja leiðbeiningum frá framleiðandanum. Hann geti ekki fullyrt að frágangi kastalans hafi verið ábótavant en segir hugsanlegt að veðuraðstæður hafi verið yfir viðmiðunarmörkum. „Veðurspá gærdagsins hljóðaði upp á 11 metra á sekúndu klukkan tvö, fyrirtækið sjálft er með viðmið 10 metrar á sekúndu.“ Akureyri Lögreglumál Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Sex ára barn á gjörgæslu eftir hoppukastalaslysið Sex ára gamalt barn er á gjörgæslu á Landspítala eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri á þriðja tímanum í gær. 2. júlí 2021 10:49 Engir fullorðnir starfsmenn við Skrímslið: „Það greip um sig alger ringulreið“ Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum. 1. júlí 2021 18:29 Bæjarstjóranum brugðið vegna Skrímslisins sem tókst á loft Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri segist ekki vita mikið um stöðu mála sem stendur en mikill viðbúnaður er í bæjarfélaginu vegna hoppukastalans, sem ber nafnið Skrímslið, sem hófst á loft og í honum 108 börn. 1. júlí 2021 15:12 Fjöldi barna í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 1. júlí 2021 14:28 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Um sjötíu börn voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í gær en Vísir greindi ítarlega frá atvikinu. Sex börn voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið. Sex ára gamalt barn var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og liggur nú mikið slasað á gjörgæsludeild hátt fall úr kastalanum. Alfreð segir í samtali við fréttastofu fyrirliggjandi að þar líti menn málið mjög alvarlegum augum. En svo virðist sem vafi leiki á um hvernig standa beri að uppsetningu slíkra tækja. Lögreglan á Akureyri rannsakar málið en samkvæmt upplýsingum þaðan er allt kapp lagt á að upplýsa um tildrög slyssins. Teknar hafa verið skýrslur af vitnum í dag. Perlan rekur hoppukastalann en sami kastali var við Perluna í Reykjavík frá júlí til september í fyrrasumar. Starfsleyfi rekstaraðilans var skráð í Reykjavík en ekki á Akureyri að sögn framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitsins á Norðurlandi eystra. Vindur yfir viðmiðunarmörkum Enginn tilkynning, hvorki frá rekstaraðila né Akureyrarbæ barst til heilbrigðiseftirlitsins um komu þessa kastala. Því hafi engin úttekt farið fram á starfseminni, segir Alfreð: „Það er verklag hjá okkur að skoða leiktæki sem koma til Akureyrarbæjar og víðar í tengslum við bæjarhátíðir og annað.“ Hann bendir einnig á að kröfur séu gerðar til rekstraraðila hoppukastala um að fylgja leiðbeiningum frá framleiðandanum. Hann geti ekki fullyrt að frágangi kastalans hafi verið ábótavant en segir hugsanlegt að veðuraðstæður hafi verið yfir viðmiðunarmörkum. „Veðurspá gærdagsins hljóðaði upp á 11 metra á sekúndu klukkan tvö, fyrirtækið sjálft er með viðmið 10 metrar á sekúndu.“
Akureyri Lögreglumál Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Sex ára barn á gjörgæslu eftir hoppukastalaslysið Sex ára gamalt barn er á gjörgæslu á Landspítala eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri á þriðja tímanum í gær. 2. júlí 2021 10:49 Engir fullorðnir starfsmenn við Skrímslið: „Það greip um sig alger ringulreið“ Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum. 1. júlí 2021 18:29 Bæjarstjóranum brugðið vegna Skrímslisins sem tókst á loft Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri segist ekki vita mikið um stöðu mála sem stendur en mikill viðbúnaður er í bæjarfélaginu vegna hoppukastalans, sem ber nafnið Skrímslið, sem hófst á loft og í honum 108 börn. 1. júlí 2021 15:12 Fjöldi barna í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 1. júlí 2021 14:28 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Sex ára barn á gjörgæslu eftir hoppukastalaslysið Sex ára gamalt barn er á gjörgæslu á Landspítala eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri á þriðja tímanum í gær. 2. júlí 2021 10:49
Engir fullorðnir starfsmenn við Skrímslið: „Það greip um sig alger ringulreið“ Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum. 1. júlí 2021 18:29
Bæjarstjóranum brugðið vegna Skrímslisins sem tókst á loft Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri segist ekki vita mikið um stöðu mála sem stendur en mikill viðbúnaður er í bæjarfélaginu vegna hoppukastalans, sem ber nafnið Skrímslið, sem hófst á loft og í honum 108 börn. 1. júlí 2021 15:12
Fjöldi barna í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 1. júlí 2021 14:28
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent