Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um rannsókn lögreglunnar á Akureyri á tildrögum þess að hoppukastali tókst á loft á Akureyri í gær, þegar tugir barna voru þar að leik, en allt kapp er lagt á að upplýsa málið. Sex ára barn liggur mikið slasað á gjörgæsludeild á Landspítalanum eftir slysið.

Teknar hafa verið skýrslur af vitnum í dag, en engin úttekt hafði farið fram á starfsemi hoppukastalans. Nadine Guðrún Yaghi ræðir málið við framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Þá segjum við frá því að lífslíkur íslenskra kvenna sem fá brjóstakrabbamein séu heldur minni en kvenna á Norðurlöndunum, samkvæmt nýrri rannsókn. Þrettán prósent láta lífið á fyrstu fimm árum eftir greiningu hér á landi.

Sunna Karen Sigurþórsdóttir hefur fylgst með eldgosinu í Geldingadölum en það hefur hegðað sér eins og mikið ólíkindatól síðustu daga. Er enn gos eða er því lokið? Við leitum svara í kvöldfréttatímanum.

Svo lítum við á skemmtanalífið í miðbænum, okkar kona Elísabet Inga er með puttann á púlsinum þar

Þetta og margt fleira í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×