Fótbolti

Segist vera mun betri þjálfari í dag en hann var á þrennu­tíma­bilinu með Inter

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho segist vera mun betri þjálfari í dag en hann var síðast þegar hann þjálfaði á Ítalíu og það með engum smá árangri.
Mourinho segist vera mun betri þjálfari í dag en hann var síðast þegar hann þjálfaði á Ítalíu og það með engum smá árangri. EPA-EFE/MASSIMO PERCOSSI

Jose Mourinho, nýráðinn stjóri Roma, segir að hann sé betri þjálfari en síðast þegar hann þjálfaði á Ítalíu.

Það var árið 2010 og hann gerði sér lítið fyrir og vann þrennuna með Inter; Meistaradeildina og ítölsku deildina og bikarinn.

Mourinho var tilkynntur sem þjálfari Roma í sumar eftir að samningur Paulo Fonseca var ekki framlengdur í sumar.

„Ég er mun betri þjálfari núna. Mér er alvara því ég held að í þessu starfi skiptir reynsla miklu máli. Reynslan gerir það að verkum að þú veist hvernig þú átt að takast við mismunandi stöður,“ sagði Mourinho.

„Ég fór til Real Madrid sem var ótrúleg upplifun, þar sem ég uppfyllti drauminn að vinna á Ítalíu, Englandi og Spáni. Síðan fór ég aftur til Englands þar sem fjölskyldan mín var.“

Mourinho kom Tottenham í úrslitaleik enska bikarsins en var rekinn sex dögum fyrir leikinn.

„Ég er meira segja með reynslu í að koma liði í úrslitaleik og fá ekki að stýra úrslitaleiknum sem ég hélt að myndi aldrei gerast á mínum ferli en það gerðist.“

„Svo með allri þessari reynslu og að læra með þessum góðu og slæmu augnablikum, þá er ég mun tilbúnari núna en ég var áður fyrr,“ sagði Móri.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×