Luka Doncic stórskotlegur þegar Slóvenar komust á ÓL í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 07:31 Luka Doncic fagnar körfu í úrslitaleiknum á móti Litháen í gær. EPA-EFE/Toms Kalnins Luka Doncic og félagar í slóvenska körfuboltalandsliðinu tryggðu sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær þegar þeir unnu sína undankeppni sem fór fram í Litháen. Doncic bauð upp á þrennu þegar Slóvenía vann 96-85 sigur á heimamönnum í Litháen í hreinum úrslitaleik um Ólympíusætið. Hann var með 31 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. Þessi frábæri bakvörður Dallas Mavericks var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í mótslok. M-V-P, M-V-P, M-V-P! A historic night for @luka7doncic, who helps book a ticket to #Tokyo2020 with a triple-double performance! 31 PTS 11 REB 13 AST | 42 EFF pic.twitter.com/QAXqv8AfwO— FIBA (@FIBA) July 4, 2021 „Mér er alveg sama um MVP verðlaunin. Við unnum. Við erum að fara á Ólympíuleikana í fyrsta sinn í sögu þjóðar okkar. Það er stórkostlegt. Ég held að öllum krökkum dreymi um að keppa á Ólympíuleikunum. Það gerði ég líka. Nú erum við komnir þangað. Við börðumst virkilega, virkilega mikið fyrir þessu og ég held að við eigum skilið að vera þarna,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. „Við erum að skrifa söguna fyrir þjóðina okkar og leiðin er bara upp á við,“ sagði Doncic. Vlatko Cancar skoraði 18 stig fyrir Slóveníu, Jaka Blazic var með 16 stig og Mike Tobey skoraði 13 stig. Luka Doncic and Slovenia have qualified to compete in the Olympics for the first time in the nation's history pic.twitter.com/5ZxJZ6xD7t— ESPN (@espn) July 4, 2021 Jonas Valanciunas, Arnas Butkevicius og Mantas Kalnietis skoruðu allir fjórtán stig fyrir Litháen sem mun missa af Ólympíuleikunum í fyrsta sinn síðan þjóðin fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum og tók þátt á ÓL í Barcelona 1992. Slóvenía mun spila í C riðli á Ólympíuleikunum þar sem mótherjarnir verða Argentína, Japan og Spánn. Slóvenía var ein af fjórum þjóðum sem komst í gegnum fjórskipta undankeppni um síðustu fjögur sætin á Ólympíuleikunum. Ítalía vann Serbíu 102-95 í úrslitaleik í keppninni í Belgrad, Tékkland vann Grikkland 97-72 í úrslitaleiknum í keppninni í Kanada og Þýskaland vann 75-64 sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum í keppninni í Split í Króatíu. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti NBA Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin Sjá meira
Doncic bauð upp á þrennu þegar Slóvenía vann 96-85 sigur á heimamönnum í Litháen í hreinum úrslitaleik um Ólympíusætið. Hann var með 31 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. Þessi frábæri bakvörður Dallas Mavericks var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í mótslok. M-V-P, M-V-P, M-V-P! A historic night for @luka7doncic, who helps book a ticket to #Tokyo2020 with a triple-double performance! 31 PTS 11 REB 13 AST | 42 EFF pic.twitter.com/QAXqv8AfwO— FIBA (@FIBA) July 4, 2021 „Mér er alveg sama um MVP verðlaunin. Við unnum. Við erum að fara á Ólympíuleikana í fyrsta sinn í sögu þjóðar okkar. Það er stórkostlegt. Ég held að öllum krökkum dreymi um að keppa á Ólympíuleikunum. Það gerði ég líka. Nú erum við komnir þangað. Við börðumst virkilega, virkilega mikið fyrir þessu og ég held að við eigum skilið að vera þarna,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. „Við erum að skrifa söguna fyrir þjóðina okkar og leiðin er bara upp á við,“ sagði Doncic. Vlatko Cancar skoraði 18 stig fyrir Slóveníu, Jaka Blazic var með 16 stig og Mike Tobey skoraði 13 stig. Luka Doncic and Slovenia have qualified to compete in the Olympics for the first time in the nation's history pic.twitter.com/5ZxJZ6xD7t— ESPN (@espn) July 4, 2021 Jonas Valanciunas, Arnas Butkevicius og Mantas Kalnietis skoruðu allir fjórtán stig fyrir Litháen sem mun missa af Ólympíuleikunum í fyrsta sinn síðan þjóðin fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum og tók þátt á ÓL í Barcelona 1992. Slóvenía mun spila í C riðli á Ólympíuleikunum þar sem mótherjarnir verða Argentína, Japan og Spánn. Slóvenía var ein af fjórum þjóðum sem komst í gegnum fjórskipta undankeppni um síðustu fjögur sætin á Ólympíuleikunum. Ítalía vann Serbíu 102-95 í úrslitaleik í keppninni í Belgrad, Tékkland vann Grikkland 97-72 í úrslitaleiknum í keppninni í Kanada og Þýskaland vann 75-64 sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum í keppninni í Split í Króatíu.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti NBA Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin Sjá meira