Vísindamenn uggandi yfir afléttingaráætlun stjórnvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júlí 2021 07:06 Johnson er sagður munu tilkynna um alsherjarafléttingar á blaðamannafundi í dag. epa/Neil Hall Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag tilkynna um afléttingar á öllum sóttvarnaraðgerðum sem taka munu gildi 19. júlí næstkomandi. Vísindamenn hafa fordæmt fyrirætlanir stjórnvalda, þar sem kórónuveirufaraldurinn virðist vera í vexti. Alls greindust 24.248 með Covid-19 í gær en 15.953 greindust á sunnudag fyrir viku. Á sumum svæðum í norðausturhluta landsins hefur tilfellum fjölgað um allt að 200 prósent. Johnson er sagður munu tilkynna á blaðamannafundi í dag að þar sem 86 prósent bresku þjóðarinnar hafi fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni sé tími til kominn að aflétta sóttvarnaraðgerðum og veita einstaklingum frelsi til að ákvarða sjálfir hegðun sína. Þetta mun meðal annars fela í sér að grímunotkun verður valkvæð nema á heilbrigðisstofnunum, að þeir sem eru fullbólusettir þurfa ekki lengur að sæta einangrun þótt þeir hafi átt samskipti við smitaðan einstakling og að þeir munu ekki lengur þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins eftir ferðalög til svokallaðra „appelsínugulra“ landa. „Afbrigðaverksmiðjur“ Nýr heilbrigðisráðherra Breta, Sajid Javid, sagði í grein í Mail on Sunday að besta leiðin til að standa vörð um heilsu þjóðarinnar væri aflétting. Aðgerðirnar hefðu haft þau áhrif að heimilisofbeldi hefði aukist til muna og þá hefðu þær haft slæm áhrif á andlega heilsu. Prófessorinn Stephen Reicher, einn meðlima undirnefndar vísindaráðgjafanefndar stjórnvalda, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt afstöðu Javid og segir ógnvekjandi að heilbrigðisráðherrann virðist líta á Covid-19 eins og hverja aðra flensu. „Umfram allt er ógnvekjandi að búa við „heilbrigðis“ráðherra sem vill gera sóttvarnir að persónulegu vali þegar lykilskilaboð faraldursins hafa verið að þetta snýst ekki um „Ég“ heldur „Við“.“ Prófessorinn Susan Michie, annar nefndarmanna, tísti að það að leyfa faraldrinum að malla í samfélaginu væri eins og að byggja nýjar „afbrigðaverksmiðjur“. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Alls greindust 24.248 með Covid-19 í gær en 15.953 greindust á sunnudag fyrir viku. Á sumum svæðum í norðausturhluta landsins hefur tilfellum fjölgað um allt að 200 prósent. Johnson er sagður munu tilkynna á blaðamannafundi í dag að þar sem 86 prósent bresku þjóðarinnar hafi fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni sé tími til kominn að aflétta sóttvarnaraðgerðum og veita einstaklingum frelsi til að ákvarða sjálfir hegðun sína. Þetta mun meðal annars fela í sér að grímunotkun verður valkvæð nema á heilbrigðisstofnunum, að þeir sem eru fullbólusettir þurfa ekki lengur að sæta einangrun þótt þeir hafi átt samskipti við smitaðan einstakling og að þeir munu ekki lengur þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins eftir ferðalög til svokallaðra „appelsínugulra“ landa. „Afbrigðaverksmiðjur“ Nýr heilbrigðisráðherra Breta, Sajid Javid, sagði í grein í Mail on Sunday að besta leiðin til að standa vörð um heilsu þjóðarinnar væri aflétting. Aðgerðirnar hefðu haft þau áhrif að heimilisofbeldi hefði aukist til muna og þá hefðu þær haft slæm áhrif á andlega heilsu. Prófessorinn Stephen Reicher, einn meðlima undirnefndar vísindaráðgjafanefndar stjórnvalda, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt afstöðu Javid og segir ógnvekjandi að heilbrigðisráðherrann virðist líta á Covid-19 eins og hverja aðra flensu. „Umfram allt er ógnvekjandi að búa við „heilbrigðis“ráðherra sem vill gera sóttvarnir að persónulegu vali þegar lykilskilaboð faraldursins hafa verið að þetta snýst ekki um „Ég“ heldur „Við“.“ Prófessorinn Susan Michie, annar nefndarmanna, tísti að það að leyfa faraldrinum að malla í samfélaginu væri eins og að byggja nýjar „afbrigðaverksmiðjur“.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira