Ræddi við raunverulega áhrifavalda samfélagsins í krafti guðdómsins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júlí 2021 15:57 Bergþór Másson hefur haldið úti hlaðvarpi um íslensku rappsenuna síðasta eina og hálfa árið. ísak hinriksson Íslenskir rapparar eru svívirtir af fjölmiðlum og íslensku ríkisstjórninni, að sögn Bergþórs Mássonar, sem mætti kalla einn helsta sérfræðing þjóðarinnar í rapptónlist. Þá nafnbót hlýtur hann að eiga skilið eftir útgáfu hlaðvarpsþátta sinna Kraftbirtingarhljóms guðdómsins, sem luku göngu sinni í dag, því þar hefur Bergþór rætt við nánast alla nafnþekkta rappara landsins á síðasta eina og hálfa árinu. Þættirnir koma út hjá Útvarpi 101 en Bergþór hefur hugsað þá sem sagnfræði frekar en skemmtiefni: „Markmiðið var að skrásetja sögu íslensks rapps. Vonandi þegar einhver skrifar sögu íslenska rappsins í framtíðinni verður þetta heimild sem viðkomandi getur notast við. Mér finnst ég hafa náð vel utan um söguna,“ segir Bergþór sem hefur, með síðasta þættinum, rætt við 54 íslenska rappara. Þar má nefna unga rappara og hljómsveitir á borð við Birni, Herra Hnetusmjör, Aron Can, JóaPé og Reykjavíkurdætur en einnig eldri kempur í leiknum sem fóru á undan og ruddu braut þessara ungu listamanna, til dæmis Emmsé Gauta, Bent, Dabba T, Skytturnar og Afkvæmi guðanna. Þar vantar reyndar tvo bestu rappara Íslandssögunnar, sem Bergþóri finnst leitt að hafa ekki náð í viðtal: „Mér finnst tveir deila titli besta íslenska rappara allra tíma. Það eru þeir Erpur Eyvindarson og Gísli Pálmi,“ segir Bergþór. „Þeir tveir eru ástæðan fyrir því að þetta gengur allt í dag. Ég gæti ekki valið á milli þeirra tveggja.“ Það má segja að Erpur sé konungur gamla tímans í íslensku rappi en Gísli Pálmi þess nýja. Hann segist hafa verið að reyna að ná viðtali við þá félaga síðustu tvö árin. Báðir hafa gefið honum vilyrði sitt fyrir viðtali en eitthvað erfiðara hefur reynst að fá þá til að efna loforð sín. Bergþór segist þó alltaf munu stökkva til þegar þeir verða til og annað hvort gefa út aukaþætti af Kraftbirtingarhljómnum eða bjóða þeim í hitt hlaðvarp sitt, Skoðanabræður, sem hann heldur úti með bróður sínum. Vinsælasta tónlistin fær enga umfjöllun Hlaðvarpið var hugsað sem sagnfræði og setur Bergþór sig þar í stellingar nútímalegs sagnasafnara, sem sest niður með viðmælendum sínum og spyr þá spjörunum úr. Nafnið Kraftbirtingarhljómur guðdómsins sækir Bergþór í Heimsljós Laxness, þar sem Ólafur Kárason Ljósvíkingur, leitar að kraftbirtingarhljómi guðdómsins. Hann finnur Bergþór í rapptónlistinni. Hann hefur lengi gengið með hugmyndina um viðtalsþætti við íslenska rappara því að hans mati hefur verið algjör skortur á umfjöllun um rapp á Íslandi. Ekki bara íslenskt rapp heldur einnig bandarískt: „Ég fór til dæmis að hugsa um daginn: Vinsælustu plöturnar af Spotify eru teknar saman á hverju ári og árið 2020 var Pop Smoke með þrjár plötur á topp tuttugu listanum. Hann var dáinn með þrjár plötur á listanum – gaur sem er bara orðin hetja allra krakka. Og RÚV hafði ekki gert eina frétt um hann. Og heldur ekki hinir miðlarnir,“ segir Bergþór. Rapparinn Pop Smoke var skotinn til bana á heimili sínu í fyrra. Hann var langvinsælasti tónlistarmaður meðal íslenskra ungmenna það árið. getty/Arik McArthur Hann segist átta sig á erfiðleikum í rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla sem geti kannski ekki sett mikið púður í vandaða umfjöllum um rapptónlist en hann harmar að ríkismiðillinn hafi brugðist í þessu hlutverki sínu. RÚV verði að anna eftirspurn unga fólksins, sem hlustar varla á annað en rapptónlist í dag. „Og þegar við erum að tala um það að vernda íslenskuna… hvað eru krakkar að innbyrða íslenskt? Ekki neitt nema tónlistina. Og hver er vinsælasta tónlistin? Rapptónlist. Þetta er eina efnið sem krakkar eru að fá í dag sem er á íslensku,“ bendir Bergþór á. „Rappið er að hafa áhrif á krakkana. Það er að móta þau, stundum meira en foreldrarnir gera. Krakkar þurfa einhvern til að setja þetta allt í samhengi fyrir sig og útskýra þetta fyrir sér.“ Rappið alls staðar Hann stingur þá upp á að ríkisstjórnin setji vinsælustu rappara landsins heiðurslistamannalaun svo þeir geti einbeitt sér að því að skapa tónlist og þar með sloppið undan þeim hvimleiða bagga, sem fjárhagslegar áhyggjur geta verið fyrir listamenn. „Það á allavega að gera þessu fólki hærra undir höfði. Það er ekkert verið að hlúa að þessu. Rappið er eiginlega bara dálítið svívirt,“ segir Bergþór. Hann segir að rappið hafi meiri menningarleg áhrif en fólk geri sér almennt grein fyrir; ekki aðeins þegar kemur að tísku, tónlist og listum heldur sé samfélagið að verða gegnsýrt af áhrifum rappsins. Enda sé fólkið sem ólst upp við að rappið væri að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum nú orðið fullorðið. „Allt sem er kúl í dag er sótt til rappsins. Síðastliðin tuttugu ár hefur þetta verið vinsælasta tónlistarstefna í heimi og með streymistölum fáum við núna loksins að sjá það.“ Fjölmiðlar Tónlist Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Erpur svaf ekki í þrjá mánuði í miðri ástarsorg „Auðvitað kemur að því að allir verða ástfangnir og alveg rosalega mikið. Ég er að reyna sleppa því en ég klikkaðist,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson sem fjallað var um í Tónlistarmönnunum okkar á Stöð 2 í gær. 25. janúar 2021 12:31 Sony greiddi milljónir í sekt vegna hegðunar Quarashi í Tókýó „Ég hef verið í tónlist frá því ég var ellefu ára og gerði lag fyrir kvikmyndina Veggfóður þegar ég var fjórtán ára,“ segir Steinar Fjeldsted, sem margir þekkja best sem Steina úr Quarashi. Hann fékk tónlistaráhugann snemma og byrjaði níu ára að hlusta á rapp. 30. júní 2021 14:31 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Þættirnir koma út hjá Útvarpi 101 en Bergþór hefur hugsað þá sem sagnfræði frekar en skemmtiefni: „Markmiðið var að skrásetja sögu íslensks rapps. Vonandi þegar einhver skrifar sögu íslenska rappsins í framtíðinni verður þetta heimild sem viðkomandi getur notast við. Mér finnst ég hafa náð vel utan um söguna,“ segir Bergþór sem hefur, með síðasta þættinum, rætt við 54 íslenska rappara. Þar má nefna unga rappara og hljómsveitir á borð við Birni, Herra Hnetusmjör, Aron Can, JóaPé og Reykjavíkurdætur en einnig eldri kempur í leiknum sem fóru á undan og ruddu braut þessara ungu listamanna, til dæmis Emmsé Gauta, Bent, Dabba T, Skytturnar og Afkvæmi guðanna. Þar vantar reyndar tvo bestu rappara Íslandssögunnar, sem Bergþóri finnst leitt að hafa ekki náð í viðtal: „Mér finnst tveir deila titli besta íslenska rappara allra tíma. Það eru þeir Erpur Eyvindarson og Gísli Pálmi,“ segir Bergþór. „Þeir tveir eru ástæðan fyrir því að þetta gengur allt í dag. Ég gæti ekki valið á milli þeirra tveggja.“ Það má segja að Erpur sé konungur gamla tímans í íslensku rappi en Gísli Pálmi þess nýja. Hann segist hafa verið að reyna að ná viðtali við þá félaga síðustu tvö árin. Báðir hafa gefið honum vilyrði sitt fyrir viðtali en eitthvað erfiðara hefur reynst að fá þá til að efna loforð sín. Bergþór segist þó alltaf munu stökkva til þegar þeir verða til og annað hvort gefa út aukaþætti af Kraftbirtingarhljómnum eða bjóða þeim í hitt hlaðvarp sitt, Skoðanabræður, sem hann heldur úti með bróður sínum. Vinsælasta tónlistin fær enga umfjöllun Hlaðvarpið var hugsað sem sagnfræði og setur Bergþór sig þar í stellingar nútímalegs sagnasafnara, sem sest niður með viðmælendum sínum og spyr þá spjörunum úr. Nafnið Kraftbirtingarhljómur guðdómsins sækir Bergþór í Heimsljós Laxness, þar sem Ólafur Kárason Ljósvíkingur, leitar að kraftbirtingarhljómi guðdómsins. Hann finnur Bergþór í rapptónlistinni. Hann hefur lengi gengið með hugmyndina um viðtalsþætti við íslenska rappara því að hans mati hefur verið algjör skortur á umfjöllun um rapp á Íslandi. Ekki bara íslenskt rapp heldur einnig bandarískt: „Ég fór til dæmis að hugsa um daginn: Vinsælustu plöturnar af Spotify eru teknar saman á hverju ári og árið 2020 var Pop Smoke með þrjár plötur á topp tuttugu listanum. Hann var dáinn með þrjár plötur á listanum – gaur sem er bara orðin hetja allra krakka. Og RÚV hafði ekki gert eina frétt um hann. Og heldur ekki hinir miðlarnir,“ segir Bergþór. Rapparinn Pop Smoke var skotinn til bana á heimili sínu í fyrra. Hann var langvinsælasti tónlistarmaður meðal íslenskra ungmenna það árið. getty/Arik McArthur Hann segist átta sig á erfiðleikum í rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla sem geti kannski ekki sett mikið púður í vandaða umfjöllum um rapptónlist en hann harmar að ríkismiðillinn hafi brugðist í þessu hlutverki sínu. RÚV verði að anna eftirspurn unga fólksins, sem hlustar varla á annað en rapptónlist í dag. „Og þegar við erum að tala um það að vernda íslenskuna… hvað eru krakkar að innbyrða íslenskt? Ekki neitt nema tónlistina. Og hver er vinsælasta tónlistin? Rapptónlist. Þetta er eina efnið sem krakkar eru að fá í dag sem er á íslensku,“ bendir Bergþór á. „Rappið er að hafa áhrif á krakkana. Það er að móta þau, stundum meira en foreldrarnir gera. Krakkar þurfa einhvern til að setja þetta allt í samhengi fyrir sig og útskýra þetta fyrir sér.“ Rappið alls staðar Hann stingur þá upp á að ríkisstjórnin setji vinsælustu rappara landsins heiðurslistamannalaun svo þeir geti einbeitt sér að því að skapa tónlist og þar með sloppið undan þeim hvimleiða bagga, sem fjárhagslegar áhyggjur geta verið fyrir listamenn. „Það á allavega að gera þessu fólki hærra undir höfði. Það er ekkert verið að hlúa að þessu. Rappið er eiginlega bara dálítið svívirt,“ segir Bergþór. Hann segir að rappið hafi meiri menningarleg áhrif en fólk geri sér almennt grein fyrir; ekki aðeins þegar kemur að tísku, tónlist og listum heldur sé samfélagið að verða gegnsýrt af áhrifum rappsins. Enda sé fólkið sem ólst upp við að rappið væri að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum nú orðið fullorðið. „Allt sem er kúl í dag er sótt til rappsins. Síðastliðin tuttugu ár hefur þetta verið vinsælasta tónlistarstefna í heimi og með streymistölum fáum við núna loksins að sjá það.“
Fjölmiðlar Tónlist Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Erpur svaf ekki í þrjá mánuði í miðri ástarsorg „Auðvitað kemur að því að allir verða ástfangnir og alveg rosalega mikið. Ég er að reyna sleppa því en ég klikkaðist,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson sem fjallað var um í Tónlistarmönnunum okkar á Stöð 2 í gær. 25. janúar 2021 12:31 Sony greiddi milljónir í sekt vegna hegðunar Quarashi í Tókýó „Ég hef verið í tónlist frá því ég var ellefu ára og gerði lag fyrir kvikmyndina Veggfóður þegar ég var fjórtán ára,“ segir Steinar Fjeldsted, sem margir þekkja best sem Steina úr Quarashi. Hann fékk tónlistaráhugann snemma og byrjaði níu ára að hlusta á rapp. 30. júní 2021 14:31 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Erpur svaf ekki í þrjá mánuði í miðri ástarsorg „Auðvitað kemur að því að allir verða ástfangnir og alveg rosalega mikið. Ég er að reyna sleppa því en ég klikkaðist,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson sem fjallað var um í Tónlistarmönnunum okkar á Stöð 2 í gær. 25. janúar 2021 12:31
Sony greiddi milljónir í sekt vegna hegðunar Quarashi í Tókýó „Ég hef verið í tónlist frá því ég var ellefu ára og gerði lag fyrir kvikmyndina Veggfóður þegar ég var fjórtán ára,“ segir Steinar Fjeldsted, sem margir þekkja best sem Steina úr Quarashi. Hann fékk tónlistaráhugann snemma og byrjaði níu ára að hlusta á rapp. 30. júní 2021 14:31