Sport

Dagskráin í dag: Undanúrslit á EM, Valsarar í Zagreb og sænski boltinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Englendingar mæta Dönum á Wembley í seinni undanúrslitaleik EM í kvöld.
Englendingar mæta Dönum á Wembley í seinni undanúrslitaleik EM í kvöld. Andy Rain, Pool via AP

Það er fótboltadagur á sportrásum okkar í dag. Seinni undanúrslitaleikur EM fer fram í kvöld þegar Englendingar taka á móti Dönum á Wembley.

Við byrjum daginn á leik Vittsjö og Kristianstad klukkan 15:55 á Stöð 2 Sport 2 í sænska boltanum. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru í liði Kristianstad og Elísabet Gunnarsdóttir stýrir liðinu.

Klukkan 16:55 eru það Valsmenn sem verða í eldlínunni þegar þeir heimsækja Dinamo Zagreb í forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Upphitun fyrir seinni undanúrslitaleik EM hefst klukkan 18:20 á Stöð 2 EM. Það eru Englendingar og Danir sem eigast við, en skipt verður yfir á völlinn klukkan 18:50. Að leik loknum er það svo EM í dag sem tekur við þar sem verður farið yfir allt það helsta úr þessum seinni undanúrslitaleik.

Allar upplýsingar um beinar útsendingar næstu daga má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×