Harmleikjakóngur Bollywood er látinn Atli Ísleifsson skrifar 7. júlí 2021 08:22 Dilip Kumar birtist síðast í kvikmynd árið 1998 og hélt þá innreið sína í heim stjórnmála. Hann vann þá að friðarviðræðum milli Indverja og Pakistana. AP Indverski leikarinn Dilip Kumar, sem hefur verið kallaður Harmleikjakóngur Bollywood, er látinn. Hann lést í morgun, 98 ára að aldri. Kumar var sannkölluð goðsögn í heimi Bollywood, indverska kvikmyndaheimsins, og lék hann í rúmlega sextíu myndum á um hálfrar aldar leiklistarferli. Hann er þekktur fyrir stórmyndir á borð við Devdas frá árinu 1955 og Mughal-e-Azam frá árinu 1960. Kumar var helsta stórstjarna gullaldar Bollywood á fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum. Erlendir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Kumar hafi verið heilsuveill um nokkurt skeið og mikið dvalið á sjúkrahúsi síðasta mánuðinn. Dilip Kumar hét Mohammed Yusuf Khan og fæddist í Peshawar, sem nú er í Pakistan, árið 1922. Hann tók upp listamannsnafnið Dilip Kumar þegar hann hóf leiklistarferilinn á fimmta áratugnum. Fjölmargir hafa minnst Kumar eftir að greint var frá andlátinu, þeirra á meðal Narendra Modi forsætisráðherra sem kallar hann „goðsögn í heimi kvikmynda“. Dilip Kumar Ji will be remembered as a cinematic legend. He was blessed with unparalleled brilliance, due to which audiences across generations were enthralled. His passing away is a loss to our cultural world. Condolences to his family, friends and innumerable admirers. RIP.— Narendra Modi (@narendramodi) July 7, 2021 Litlu munaði að hann yrði heimsþekktur árið 1962 þegar honum var boðið hlutverk Sherif Ali í stórmyndinni Arabíu-Lawrence. Hann hafnaði hins vegar hlutverkinu og féll það í hlut Egyptans Omar Sharif til að túlka persónuna Ali. Dilip Kumar birtist síðast í kvikmynd árið 1998 og hélt þá innreið sína í heim stjórnmála. Hann vann þá að friðarviðræðum milli Indverja og Pakistana. Bíó og sjónvarp Indland Andlát Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Gagnrýni Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Kumar var sannkölluð goðsögn í heimi Bollywood, indverska kvikmyndaheimsins, og lék hann í rúmlega sextíu myndum á um hálfrar aldar leiklistarferli. Hann er þekktur fyrir stórmyndir á borð við Devdas frá árinu 1955 og Mughal-e-Azam frá árinu 1960. Kumar var helsta stórstjarna gullaldar Bollywood á fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum. Erlendir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Kumar hafi verið heilsuveill um nokkurt skeið og mikið dvalið á sjúkrahúsi síðasta mánuðinn. Dilip Kumar hét Mohammed Yusuf Khan og fæddist í Peshawar, sem nú er í Pakistan, árið 1922. Hann tók upp listamannsnafnið Dilip Kumar þegar hann hóf leiklistarferilinn á fimmta áratugnum. Fjölmargir hafa minnst Kumar eftir að greint var frá andlátinu, þeirra á meðal Narendra Modi forsætisráðherra sem kallar hann „goðsögn í heimi kvikmynda“. Dilip Kumar Ji will be remembered as a cinematic legend. He was blessed with unparalleled brilliance, due to which audiences across generations were enthralled. His passing away is a loss to our cultural world. Condolences to his family, friends and innumerable admirers. RIP.— Narendra Modi (@narendramodi) July 7, 2021 Litlu munaði að hann yrði heimsþekktur árið 1962 þegar honum var boðið hlutverk Sherif Ali í stórmyndinni Arabíu-Lawrence. Hann hafnaði hins vegar hlutverkinu og féll það í hlut Egyptans Omar Sharif til að túlka persónuna Ali. Dilip Kumar birtist síðast í kvikmynd árið 1998 og hélt þá innreið sína í heim stjórnmála. Hann vann þá að friðarviðræðum milli Indverja og Pakistana.
Bíó og sjónvarp Indland Andlát Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Gagnrýni Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira