Innlent

Beinin sem fundust í Kömbunum ekki mannabein

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Hellisheiði ofan við Kambana.
Frá Hellisheiði ofan við Kambana. Vísir/vilhelm

Bein þau sem tekin voru til rannsóknar eftir að þau fundust í hraungjótu í Kömbum í gærkvöldi hafa nú verið skoðuð af sérfræðingi. Niðurstaðan er að ekki er um mannabein að ræða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Ásamt beinunum fundust inniskór af kvenmanni, nælonsokkar og brotnar glerflöskur. Munir þessir báru með sér að hafa legið í gjótunni um langan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×