Valdabarátta heimilisins – ertu að missa völdin? Hildur Inga Magnadóttir skrifar 7. júlí 2021 18:01 Samband og samskipti foreldra og barna eru allskonar. Þau er síbreytileg og hafa til dæmis aldur og þroski foreldra og barna þar áhrif. Foreldrar og börn leggja sitt af mörkum til sambandsins en eðlilega er það þannig að foreldrarnir hafa ,,völdin”, þeir bera ábyrgð á börnum sínum, veita þeim skjól og öryggi, hlýju og kærleik, umhyggju og ást. Með hækkandi aldri barna er ráðlegt fyrir foreldra að stuðla einnig að sjálfstæði þeirra. Börnin hafa nefnilega mikla þörf fyrir að vera sjálfstæð og ýtir það undir seiglu hjá þeim. Þau vilja fá ábyrgð og taka þátt í ákvarðanatöku sem tengist lífi þeirra. Þau vilja vera virkir þátttakendur í lífi sínu. Auðvitað eru öll börn einstök og þarfir þeirra misjafnar en í kringum tveggja ára aldur eykst sjálfstæðisþörf þeirra til muna. Þau vilja prófa sig áfram og skoða heiminn upp á eigin spýtur. Ekki misskilja mig, það á enginn að sleppa tökunum af tveggja ára barni og leyfa því að leika lausum hala, taka erfiðar ákvarðanir eða sjá um sig sjálft. Það er hlutverk foreldra að finna jafnvægi í samskiptum sínum við börnin og þeim uppgötvunum sem þau eru að gera. Það getur verið krefjandi fyrir foreldra að leyfa börnum sínum að uppfylla og fylgja sjálfstæðisþörfinni og vitanlega er það ekki alltaf hægt. Hraði í okkar nútímasamfélagi gerir það að verkum að við þurfum að halda ótal boltum á lofti á degi hverjum og við þurfum að sinna svo mörgu. Stundum er bara ekki tími til að barnið príli sjálft sjö sinnum upp í bílstólinn á leiðinni í bílinn eða klæði sig þrisvar í buxurnar öfugar. Þess vegna þarf að hafa þetta jafnvægi í huga; hvenær get ég sagt já? Hvenær þarf ég að segja nei? Valdabarátta heimilisins er komin til að vera næstu árin í lífi barnsins, foreldrar þurfa að ákveða hvar mörkin liggja og þau þurfa að vera skýr. En hvaða áhrif gæti þessi litla spurning haft á barnið þitt: ,,Hvað finnst þér?” þegar valdabaráttan heltekur heimilið. Uppeldi er langhlaup, það er samvinnuverkefni á milli foreldra og barna og það er engin endastöð. Ef þú, kæra foreldri, nærð að efla og stuðla að þroska barnsins þíns með því að segja stundum já í staðinn fyrir nei, ertu þá raunverulega að missa völdin? Höfundur er markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Hildur Inga Magnadóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samband og samskipti foreldra og barna eru allskonar. Þau er síbreytileg og hafa til dæmis aldur og þroski foreldra og barna þar áhrif. Foreldrar og börn leggja sitt af mörkum til sambandsins en eðlilega er það þannig að foreldrarnir hafa ,,völdin”, þeir bera ábyrgð á börnum sínum, veita þeim skjól og öryggi, hlýju og kærleik, umhyggju og ást. Með hækkandi aldri barna er ráðlegt fyrir foreldra að stuðla einnig að sjálfstæði þeirra. Börnin hafa nefnilega mikla þörf fyrir að vera sjálfstæð og ýtir það undir seiglu hjá þeim. Þau vilja fá ábyrgð og taka þátt í ákvarðanatöku sem tengist lífi þeirra. Þau vilja vera virkir þátttakendur í lífi sínu. Auðvitað eru öll börn einstök og þarfir þeirra misjafnar en í kringum tveggja ára aldur eykst sjálfstæðisþörf þeirra til muna. Þau vilja prófa sig áfram og skoða heiminn upp á eigin spýtur. Ekki misskilja mig, það á enginn að sleppa tökunum af tveggja ára barni og leyfa því að leika lausum hala, taka erfiðar ákvarðanir eða sjá um sig sjálft. Það er hlutverk foreldra að finna jafnvægi í samskiptum sínum við börnin og þeim uppgötvunum sem þau eru að gera. Það getur verið krefjandi fyrir foreldra að leyfa börnum sínum að uppfylla og fylgja sjálfstæðisþörfinni og vitanlega er það ekki alltaf hægt. Hraði í okkar nútímasamfélagi gerir það að verkum að við þurfum að halda ótal boltum á lofti á degi hverjum og við þurfum að sinna svo mörgu. Stundum er bara ekki tími til að barnið príli sjálft sjö sinnum upp í bílstólinn á leiðinni í bílinn eða klæði sig þrisvar í buxurnar öfugar. Þess vegna þarf að hafa þetta jafnvægi í huga; hvenær get ég sagt já? Hvenær þarf ég að segja nei? Valdabarátta heimilisins er komin til að vera næstu árin í lífi barnsins, foreldrar þurfa að ákveða hvar mörkin liggja og þau þurfa að vera skýr. En hvaða áhrif gæti þessi litla spurning haft á barnið þitt: ,,Hvað finnst þér?” þegar valdabaráttan heltekur heimilið. Uppeldi er langhlaup, það er samvinnuverkefni á milli foreldra og barna og það er engin endastöð. Ef þú, kæra foreldri, nærð að efla og stuðla að þroska barnsins þíns með því að segja stundum já í staðinn fyrir nei, ertu þá raunverulega að missa völdin? Höfundur er markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun