„Þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2021 23:47 Kristrún Frostadóttir segir nú nóg komið. Vísir Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sakar nafnlausa dálkahöfunda Viðskiptablaðsins um að gera markvisst lítið úr konum og taka þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir þær sem láti á sér kveða í efnahagsmálaumræðu. Tilefnið er pistill sem birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins undir merki Óðins. Þar er fjallað um umdeild ummæli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um húsnæðismarkaðinn og tilsvör Kristrúnar sem er meðal annars lýst sem „stjörnuhagfræðingi á villigötum.“ Kristrún telur að „nafnlausi áróðurinn“ sé nýjasti liðurinn í því að reyna að slá eignarhaldi hægrimanna og fólks með djúpa vasa á efnahagsumræðuna. Nafnlausu dálkarnir Óðinn og Týr hafa lengi verið fastir liðir á bleiklituðum síðum Viðskiptablaðsins „Þar hefur hver konan á eftir annarri verið tekin fyrir, iðulega á mun svæsnari hátt en karlarnir sem eru frekar talaðir upp þarna sem „snillingar““, skrifar Kristrún í löngum þræði á Twitter-síðu sinni. Nú sé nóg komið. Hagfræðingurinn hefur verið áberandi álitsgjafi í fjölmiðlum og ein fárra kvenna sem hafa verið fyrirferðamiklar í umræðu um efnahagsmál. Kristrún nefnir í sömu andrá að hagfræðingurinn Guðrún Johnsen hafi ítrekað verið milli tannanna á áðurnefndum pistlahöfundum Viðskiptablaðsins. Guðrún sagði í júní að Týr hafi verið með sig á heilanum í yfir áratug. Hún þekkir goðið ekki af góðu og segir það hafa reynt að draga úr trúverðugleika sínum sem fagmanns, í hvaða starfi sem hún hafi tekið sér fyrir hendur. „Nú ætla þessir „snillingar“ greinilega að byrja á mér,“ skrifar Kristrún. „Ég held nú ekki.“ Reynt að halda þeim niðri Kristrún segir að heilsíða í Viðskiptablaðinu hafi nú farið í að gera lítið úr hæfileikum sínum sem hagfræðingi. „Það mætti halda að ég hafi ekkert gert síðasta áratug til afla mér þekkingar, Yale, Morgan Stanley, aðalhagfræðingur. Stelpuskjáta,“ segir Kristrún sem er með meistaragráðu frá hinum virta Yale-háskóla í Bandaríkjunum auk þess að hafa starfað hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley og verið aðalhagfræðingur Kviku banka. Hún segir að þar að auki hafi einstaklingar notað nafnlausa Twitter-aðganga til reyna að varpa slæmu ljósi á sig í gríð og erg. „Enda virðast þeir forviða að kona geti talað af sjálfstrausti um efnahagsmál og gagnrýnt háttsetta karlmenn á málefnalegum grunni.“ „Um leið og kandídat sem mark er á takandi í efnahagsmálum kemur úr óvæntri átt, gengur í flokk á vinstrisíðunni og vill nýta þekkingu sína til góðs fyrir venjulegt fólk, þá þarf að halda þeim einstaklingi niðri. Þetta er fullkomlega fyrirsjáanlegt svo sem.“ Telur Kristrún að Guðrún kollega sín orðið skotspónn hina nafnlausu pistla þar sem hún hafi barist gegn meðvirkni í íslensku viðskiptalífi í kjölfar hrunsins. „Skammist ykkar“ Kristrún kveðst ekki vera óreynd þegar kemur að því að verða fyrir árásum í ljósi kynferðis síns. Hún hafi til að mynda þurft að þola áreitni frá viðskiptavin banka, sitja undir hrútskýringum karla á fundum og verið töluð niður af þeim út frá kynferði. Hún segir að Viðskiptablaðið eigi ekki að komast upp með að halda áfram sínum nafnlausa áróðri og eiga þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir konur í sviðsljósinu, eins og Kristrún orðar það. „Mætið fólki málefnalega, í það minnsta hafið kjarkinn til að skrifa undir nafni ef þið ætlið að lítilsvirða. Skammist ykkar. […] Viðskiptablaðið ætti að sjá sóma sinn í að styrkja konur á þessum vettvangi frekar en niðurlægja.“ NEI, þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur á næstu mánuðum og árum með svona ömurlegum, nafnlausum áróðri. 1/17 @Vidskiptabladid pic.twitter.com/dem6ENaQIV— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) July 8, 2021 Fjölmiðlar Jafnréttismál Efnahagsmál Samfylkingin Tengdar fréttir „Þú hlýtur að vera að grínast“ Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar stendur á gati vegna málflutnings Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um ástandið á húsnæðismarkaðnum. 1. júlí 2021 12:22 „Ef það er ekki ólga þá er ekkert að gerast“ Kristrún Frostadóttir sem mun leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjarvíkurkjördæmi suður segir eðlilegt að skiptar skoðanir séu innan Samfylkingarinnar. 13. febrúar 2021 19:01 Kristrún hættir hjá Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir mun láta af störfum sem aðalhagfræðingur hjá Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marinó Erni Tryggvasyni bankastjóra til starfsmanna þar sem Kristrúnu er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. 23. janúar 2021 20:18 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Tilefnið er pistill sem birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins undir merki Óðins. Þar er fjallað um umdeild ummæli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um húsnæðismarkaðinn og tilsvör Kristrúnar sem er meðal annars lýst sem „stjörnuhagfræðingi á villigötum.“ Kristrún telur að „nafnlausi áróðurinn“ sé nýjasti liðurinn í því að reyna að slá eignarhaldi hægrimanna og fólks með djúpa vasa á efnahagsumræðuna. Nafnlausu dálkarnir Óðinn og Týr hafa lengi verið fastir liðir á bleiklituðum síðum Viðskiptablaðsins „Þar hefur hver konan á eftir annarri verið tekin fyrir, iðulega á mun svæsnari hátt en karlarnir sem eru frekar talaðir upp þarna sem „snillingar““, skrifar Kristrún í löngum þræði á Twitter-síðu sinni. Nú sé nóg komið. Hagfræðingurinn hefur verið áberandi álitsgjafi í fjölmiðlum og ein fárra kvenna sem hafa verið fyrirferðamiklar í umræðu um efnahagsmál. Kristrún nefnir í sömu andrá að hagfræðingurinn Guðrún Johnsen hafi ítrekað verið milli tannanna á áðurnefndum pistlahöfundum Viðskiptablaðsins. Guðrún sagði í júní að Týr hafi verið með sig á heilanum í yfir áratug. Hún þekkir goðið ekki af góðu og segir það hafa reynt að draga úr trúverðugleika sínum sem fagmanns, í hvaða starfi sem hún hafi tekið sér fyrir hendur. „Nú ætla þessir „snillingar“ greinilega að byrja á mér,“ skrifar Kristrún. „Ég held nú ekki.“ Reynt að halda þeim niðri Kristrún segir að heilsíða í Viðskiptablaðinu hafi nú farið í að gera lítið úr hæfileikum sínum sem hagfræðingi. „Það mætti halda að ég hafi ekkert gert síðasta áratug til afla mér þekkingar, Yale, Morgan Stanley, aðalhagfræðingur. Stelpuskjáta,“ segir Kristrún sem er með meistaragráðu frá hinum virta Yale-háskóla í Bandaríkjunum auk þess að hafa starfað hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley og verið aðalhagfræðingur Kviku banka. Hún segir að þar að auki hafi einstaklingar notað nafnlausa Twitter-aðganga til reyna að varpa slæmu ljósi á sig í gríð og erg. „Enda virðast þeir forviða að kona geti talað af sjálfstrausti um efnahagsmál og gagnrýnt háttsetta karlmenn á málefnalegum grunni.“ „Um leið og kandídat sem mark er á takandi í efnahagsmálum kemur úr óvæntri átt, gengur í flokk á vinstrisíðunni og vill nýta þekkingu sína til góðs fyrir venjulegt fólk, þá þarf að halda þeim einstaklingi niðri. Þetta er fullkomlega fyrirsjáanlegt svo sem.“ Telur Kristrún að Guðrún kollega sín orðið skotspónn hina nafnlausu pistla þar sem hún hafi barist gegn meðvirkni í íslensku viðskiptalífi í kjölfar hrunsins. „Skammist ykkar“ Kristrún kveðst ekki vera óreynd þegar kemur að því að verða fyrir árásum í ljósi kynferðis síns. Hún hafi til að mynda þurft að þola áreitni frá viðskiptavin banka, sitja undir hrútskýringum karla á fundum og verið töluð niður af þeim út frá kynferði. Hún segir að Viðskiptablaðið eigi ekki að komast upp með að halda áfram sínum nafnlausa áróðri og eiga þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir konur í sviðsljósinu, eins og Kristrún orðar það. „Mætið fólki málefnalega, í það minnsta hafið kjarkinn til að skrifa undir nafni ef þið ætlið að lítilsvirða. Skammist ykkar. […] Viðskiptablaðið ætti að sjá sóma sinn í að styrkja konur á þessum vettvangi frekar en niðurlægja.“ NEI, þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur á næstu mánuðum og árum með svona ömurlegum, nafnlausum áróðri. 1/17 @Vidskiptabladid pic.twitter.com/dem6ENaQIV— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) July 8, 2021
Fjölmiðlar Jafnréttismál Efnahagsmál Samfylkingin Tengdar fréttir „Þú hlýtur að vera að grínast“ Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar stendur á gati vegna málflutnings Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um ástandið á húsnæðismarkaðnum. 1. júlí 2021 12:22 „Ef það er ekki ólga þá er ekkert að gerast“ Kristrún Frostadóttir sem mun leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjarvíkurkjördæmi suður segir eðlilegt að skiptar skoðanir séu innan Samfylkingarinnar. 13. febrúar 2021 19:01 Kristrún hættir hjá Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir mun láta af störfum sem aðalhagfræðingur hjá Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marinó Erni Tryggvasyni bankastjóra til starfsmanna þar sem Kristrúnu er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. 23. janúar 2021 20:18 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
„Þú hlýtur að vera að grínast“ Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar stendur á gati vegna málflutnings Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um ástandið á húsnæðismarkaðnum. 1. júlí 2021 12:22
„Ef það er ekki ólga þá er ekkert að gerast“ Kristrún Frostadóttir sem mun leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjarvíkurkjördæmi suður segir eðlilegt að skiptar skoðanir séu innan Samfylkingarinnar. 13. febrúar 2021 19:01
Kristrún hættir hjá Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir mun láta af störfum sem aðalhagfræðingur hjá Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marinó Erni Tryggvasyni bankastjóra til starfsmanna þar sem Kristrúnu er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. 23. janúar 2021 20:18