José Mourinho, nýráðinn knattspyrnustjóri Roma, ætlar að fá landa sinn Patricio í markið. Hinn 33 ára gamli Patrico hefur varið mark Portúgals undanfarin ár og er honum ætlað að leysa Pau López af hólmi en sá var lánaður til Marseille í Frakklandi á dögunum.
Wolves ætlar sér að fylla skarð Patricio með Jósé Sá, portúgölskum markverði Grikklandsmeistaranna. Wolves virðist nær eingöngu horfa til Portúgals þegar kemur að leikmönnum og yrði Sá sjötti Portúgalinn í leikmannahóp liðsins.
AS Roma will announce Rui Patricio as new signing next week, once paperworks will be signed with Wolves. 11m as final fee, José Sá will join Wolves as replacement. #ASRoma
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 9, 2021
Xhaka deal: talks ongoing with Arsenal but Roma are waiting for #AFC to sign a new midfielder.
Fari svo að þetta gangi eftir og hinn 28 ára gamli Sá verði markvörður Wolves í ensku úrvalsdeildinni gæti Ögmundur Kristinsson, landsliðsmarkvörður Íslands, fengið tækifæri sem aðalmarkvörður Olympiacos.
Hann samdi við félagið fyrir síðustu leiktíð en fékk fá tækifæri þar sem Sá var í fantaformi. Ögmundur spilaði alls fimm leiki fyrir félagið en gætu þeir orðið töluvert fleiri ef fer sem horfir.