Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. júlí 2021 07:01 Eitt af því sem rannsóknir hafa sýnt að hvetur okkur til dáða í vinnu er að segja hlutina upphátt og venja okkur á að tala hvetjandi til okkar sjálfra á hverjum degi. Vísir/Getty Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! Í stað þess að hugsa aðeins um verkefnalista fyrir vinnuna, getur því verið ágætt fyrir okkur að búa okkur líka til verkefnalista fyrir hugann. Þennan verkefnalista hugans notum við til að hvetja okkur til dáða í vinnunni, hjálpa okkur að halda einbeitingu á verkefnum, tala jákvætt til okkar í huganum, hrósa okkur frekar en að rífa okkur niður og peppa okkur upp fyrir hvern góðan vinnudag. Því þegar að okkur líður vel í vinnunni, gengur okkur betur. Í afköstum og í samskiptum. Að tala jákvætt til okkar í huganum er hins vegar ekki nóg því rannsóknir sýna að enn betri leið er að segja hlutina upphátt. Í grein á vefsíðunni Shine er til dæmis vitnað í niðurstöður nokkurra rannsókna sem staðfesta þetta. Til dæmis er sagt frá rannsókn sem New York Times fjallaði um. Í henni var fólk beðið um að finna ákveðinn hlut á ljósmynd. Niðurstöður sýndu að sá hópur fólks sem sagði nafnið upphátt á því sem það átti að finna, var fljótari til við að finna myndina heldur en hinir sem aðeins hugsuðu hvað þeir áttu að gera. Eins hafa rannsóknir sýnt að íþróttafólk sem segir markmiðin sín upphátt, eru líklegri til að ná þeim markmiðum fyrr en ella. En hvað kemur þetta vinnunni okkar við? Jú, það er ýmislegt sem bendir til þess að það að segja hlutina upphátt geti hjálpað okkur heilmikið í vinnu. Til dæmis hafa rannsóknir sýnt að það getur hjálpað okkur að halda einbeitingu á verkefnum, ef við segjum upphátt hvað við erum að fara að gera. Dæmi: „Ég ætla að ráðast í að klára þetta verkefni X.“ Með þessu hjálpum við huganum að einbeita okkur að verkefni X og klára það. Það sama gildir um það ef við þurfum að hafa einhverjar upplýsingar eða staðreyndir sérstaklega í huga, á meðan við erum að vinna verkefni. Þá getur verið gott að segja til dæmis: „Það þarf að gera þetta svona vegna þess að XXX er svona.“ Að segja hlutina upphátt er hægt á ýmsa vegu. Til dæmis getum við sagt hlutina upphátt við samstarfsfélaga okkar eða látið vita á TEAMS að við erum að fara að ráðast í einhver ákveðin verkefni. Því það að láta vinnufélaga vita virkar oft líka sem góð leið til að hvetja okkur áfram með verkefni. Sumt viljum við þó segja við okkur sjálf í einrúmi. Til dæmis ef við erum að hvetja okkur sjálf til dáða og stefnum á að vinnudagurinn verði sem bestur. Þá er gott að finna sér stað og stund sem okkur finnst henta. Til dæmis í bílnum á bílastæðinu fyrir utan vinnuna. Eða heima fyrir á morgnana, áður en við mætum til vinnu. En hvað virkar best? Þegar að við erum að hvetja okkur sjálf til dáða og ætlum að þjálfa okkur í því að segja upphátt nokkurs konar möntru fyrir hvern vinnudag, hafa rannsóknir einkum sýnt tvennt sem virkar mjög vel. Annars vegar að við tölum til okkar í hvetjandi tón og jákvæðum. Hins vegar að við notum nafnið okkar. Því niðurstöður sýna að það hefur jákvæð og uppbyggjandi áhrif á okkur að heyra nafnið okkar í jákvæðum og hvetjandi tón. En hvað í ósköpunum á ég að segja við sjálfan mig? Nú velta því örugglega einhverjir fyrir sér, hvað í ósköpunum þeir ættu svo sem að fara að segja við sjálfan sig. Svona til að hvetja sjálfan sig til dáða hvern vinnudag. Einföld leið til að hefja þessa þjálfun er að segja við sjálfan þig, upphátt, það sama og þú myndir segja við góðan vin. Ímyndum okkur til dæmis að vinur þinn ætti langan og strangan vinnudag framundan: Hvað myndir þú segja við þennan vin til að hvetja hann/hana til dáða og hvernig myndir þú segja það? Loks er ágætt að muna að góðir hlutir gerast hægt. Til þess að ná sem bestum árangri í að efla jákvætt hugarfar og þjálfa sig í að hvetja okkur sjálf til dáða í vinnunni, þurfum við að muna að tala jákvætt til okkar á hverjum degi. Góðu ráðin Tengdar fréttir Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00 „Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48 Stjórnun: Virkar jákvæð sálfræði á tímum kórónufaraldurs? Jákvæð sálfræði er eitthvað sem atvinnulífið hefur lært að þekkja og heyra um síðustu árin. En út á hvað gengur hún og er þetta aðferðarfræði sem virkar á tímum eins og þessum? Ingrid Kuhlman segir jákvæða forystu skipta miklu máli. 14. október 2020 07:06 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjá meira
Í stað þess að hugsa aðeins um verkefnalista fyrir vinnuna, getur því verið ágætt fyrir okkur að búa okkur líka til verkefnalista fyrir hugann. Þennan verkefnalista hugans notum við til að hvetja okkur til dáða í vinnunni, hjálpa okkur að halda einbeitingu á verkefnum, tala jákvætt til okkar í huganum, hrósa okkur frekar en að rífa okkur niður og peppa okkur upp fyrir hvern góðan vinnudag. Því þegar að okkur líður vel í vinnunni, gengur okkur betur. Í afköstum og í samskiptum. Að tala jákvætt til okkar í huganum er hins vegar ekki nóg því rannsóknir sýna að enn betri leið er að segja hlutina upphátt. Í grein á vefsíðunni Shine er til dæmis vitnað í niðurstöður nokkurra rannsókna sem staðfesta þetta. Til dæmis er sagt frá rannsókn sem New York Times fjallaði um. Í henni var fólk beðið um að finna ákveðinn hlut á ljósmynd. Niðurstöður sýndu að sá hópur fólks sem sagði nafnið upphátt á því sem það átti að finna, var fljótari til við að finna myndina heldur en hinir sem aðeins hugsuðu hvað þeir áttu að gera. Eins hafa rannsóknir sýnt að íþróttafólk sem segir markmiðin sín upphátt, eru líklegri til að ná þeim markmiðum fyrr en ella. En hvað kemur þetta vinnunni okkar við? Jú, það er ýmislegt sem bendir til þess að það að segja hlutina upphátt geti hjálpað okkur heilmikið í vinnu. Til dæmis hafa rannsóknir sýnt að það getur hjálpað okkur að halda einbeitingu á verkefnum, ef við segjum upphátt hvað við erum að fara að gera. Dæmi: „Ég ætla að ráðast í að klára þetta verkefni X.“ Með þessu hjálpum við huganum að einbeita okkur að verkefni X og klára það. Það sama gildir um það ef við þurfum að hafa einhverjar upplýsingar eða staðreyndir sérstaklega í huga, á meðan við erum að vinna verkefni. Þá getur verið gott að segja til dæmis: „Það þarf að gera þetta svona vegna þess að XXX er svona.“ Að segja hlutina upphátt er hægt á ýmsa vegu. Til dæmis getum við sagt hlutina upphátt við samstarfsfélaga okkar eða látið vita á TEAMS að við erum að fara að ráðast í einhver ákveðin verkefni. Því það að láta vinnufélaga vita virkar oft líka sem góð leið til að hvetja okkur áfram með verkefni. Sumt viljum við þó segja við okkur sjálf í einrúmi. Til dæmis ef við erum að hvetja okkur sjálf til dáða og stefnum á að vinnudagurinn verði sem bestur. Þá er gott að finna sér stað og stund sem okkur finnst henta. Til dæmis í bílnum á bílastæðinu fyrir utan vinnuna. Eða heima fyrir á morgnana, áður en við mætum til vinnu. En hvað virkar best? Þegar að við erum að hvetja okkur sjálf til dáða og ætlum að þjálfa okkur í því að segja upphátt nokkurs konar möntru fyrir hvern vinnudag, hafa rannsóknir einkum sýnt tvennt sem virkar mjög vel. Annars vegar að við tölum til okkar í hvetjandi tón og jákvæðum. Hins vegar að við notum nafnið okkar. Því niðurstöður sýna að það hefur jákvæð og uppbyggjandi áhrif á okkur að heyra nafnið okkar í jákvæðum og hvetjandi tón. En hvað í ósköpunum á ég að segja við sjálfan mig? Nú velta því örugglega einhverjir fyrir sér, hvað í ósköpunum þeir ættu svo sem að fara að segja við sjálfan sig. Svona til að hvetja sjálfan sig til dáða hvern vinnudag. Einföld leið til að hefja þessa þjálfun er að segja við sjálfan þig, upphátt, það sama og þú myndir segja við góðan vin. Ímyndum okkur til dæmis að vinur þinn ætti langan og strangan vinnudag framundan: Hvað myndir þú segja við þennan vin til að hvetja hann/hana til dáða og hvernig myndir þú segja það? Loks er ágætt að muna að góðir hlutir gerast hægt. Til þess að ná sem bestum árangri í að efla jákvætt hugarfar og þjálfa sig í að hvetja okkur sjálf til dáða í vinnunni, þurfum við að muna að tala jákvætt til okkar á hverjum degi.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00 „Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48 Stjórnun: Virkar jákvæð sálfræði á tímum kórónufaraldurs? Jákvæð sálfræði er eitthvað sem atvinnulífið hefur lært að þekkja og heyra um síðustu árin. En út á hvað gengur hún og er þetta aðferðarfræði sem virkar á tímum eins og þessum? Ingrid Kuhlman segir jákvæða forystu skipta miklu máli. 14. október 2020 07:06 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjá meira
Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00
„Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48
Stjórnun: Virkar jákvæð sálfræði á tímum kórónufaraldurs? Jákvæð sálfræði er eitthvað sem atvinnulífið hefur lært að þekkja og heyra um síðustu árin. En út á hvað gengur hún og er þetta aðferðarfræði sem virkar á tímum eins og þessum? Ingrid Kuhlman segir jákvæða forystu skipta miklu máli. 14. október 2020 07:06